13.5.2007 | 15:54
Óskhyggja.
Ég hef nú einhvern vegin á tilfinningunni að óskhyggja hafi ráðið forsíðu Fréttablaðsins frekar en eitthvað annað. Reyndar er seinni fréttinn þannig að svo virðist sem hún standi frá fyrri forsíðu, en að búið sé að "splæsa" inn í hana setningum til að laga vitleysuna. Ef blaðið varð að fara í prentun áður en úrslit lágu fyrir, hefði ekki verið betra og ekki síður fagmannlegra, að hafa mildari fyrirsögn og kannski nær þeim tvísýnu úrslitum sem voru alla nóttina.
Þessi uppákoma er einfaldlega bara dæmi um léleg vinnubrögð og fljótfærni.
Tvær mismunandi forsíður Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2007 | 13:56
Skútan stóðst brotið.
Skútan hélt sjó þessar kosningar, þó svo brotið hefði verið mikið. Nú er mikið spjallað um það hverjir eigi hvað.
VG hleypur um hrópandi "Ég vann, ég vann", en það er nú bara þannig að persónulegur árángur þýðir ekki að viðkomandi hafi unnið, honum gekk bara vel miðað við hvað honum gekk illa síðast. Sá sem kemur fyrstur í mark, fær flest stigin er sigurvegarinn.
Samfylkingin tönglast á því að hafa unnið sigur þar sem hún hafði komið svo illa út úr könnunum, þó viðkvæðið hafi alltaf verið, ekki hlusta á kannanir, það er kjörkassinn sem talar. Held það sé nokkuð augljóst hvað hann sagði svona miðað við það hvað hann sagði síðast.
Framsókn er raunar sá eini sem viðurkennir, að hafa ekki náð viðunandi árangri. Flokkur sem hefur alltaf talið sig þurfa vera í stjórn gæti svo sem hangið áfram, en gerir sér þó grein fyrir því að betra væri kannski að hvíla sig. Gæti jafnvel gert honum gott að gera það.
Frjálslyndir "unnu" svo líka þar sem þeir tóruðu inni þrátt fyrir mörg skakkaföllinn stuttu fyrir kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sigurvegari kosninganna, hvernig sem maður lítur á það. Hann fékk flest atkvæði, tæplega 40%. Hann bætti við sig þrátt fyrir 16 ára stjórnarsetu og er því um að ræða persónulegan sigur. Sama út frá hverju verður gengið, hann vann.
Þrátt fyrir að vinstrafólkið tönglist á því að það sé ekki nema tæpur helmingur sem hafi kosið stjórnina, þá kaus tæplega 40% landsmanna Sjálfstæðisflokkinn og eru það skýr skilaboð. 40 er ekki langt frá 50, en mjög langt frá tæpum 20. Skilaboðin eru skýr. Kjósendur vilja stjórn undir forsæti Sjálfstæðismanna og því ekki spurning hver á að leiða þær umræður. Vinstristjórn getur aldrei orðið nema margflokka og tæp á meirihluta.
Hver samstarfsflokkur Sjálfstæðismanna verður, á eftir að koma í ljós. En ljóst er að það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem leiðir. Stefna Sjálfstæðismanna hélt og það skiptir öllu máli.
Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 18:30
Nokkuð rétt.
Held að FT sé að sjá þetta nokkuð rétt. Það er engin trygging fyrir því að núverandi umhverfi komi til með að haldast eftir kosningar. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvaða stjórn komi til með að taka við. Ég man ekki eftir svona ástandi þar sem þetta margir möguleikar standa opnir fyrir stjórnarmyndun. Hins vegar held ég nú verði fólk að mæta á kjörstað.
Hvert atkvæði gildir.
FT: Ríkisstýrð fiskveiðiþjóð verður að tígris-efnahagskerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 11:36
Draumalandið gagnrýnt.
Gaman að sjá hvernig Sarkozy sér ESB, Evruna og sameiginlegan seðlabanka Evrópu. Þetta er ekki alveg í stíl við það sem Samfylkingin hendir til okkar í Evrópuumræðu sinni. Sarkozy sér yfirstjórn efnahagsmála ekki sem lausn heldur sem hluta þess vanda sem Frakkland stendur frammi fyrir. Með því að taka ákvörðunarvald af þjóðunum og setja undir stonfun ESB, er ríkisstjórnum landanna gert erfiðara fyrir með að grípa til aðgerða sem hún telur geta leyst þann vanda sem þau búa við. Nú standa ríki ESB frammi fyrir því að þau verða að fylgja miðstýrðri stefnu ESB óháð vilja kjósenda í hverju landi.
Það er því áhugavert að horfa til þess að hægristjórn sem kosin er í landi ESB, verður að hlíta sósíalískum stjórnunar- og hugmundaferlum framkvæmdastjórnar ESB.
Ef einhver er í vafa um hugmyndafræðina sem stendur að baki ESB, þá væri vert fyrir viðkomandi að skoða myndband Samfylkingarinnar sem birt hefur verið og sýnir söguskoðun Samfylkingarmanna. Það áhugaverða við það myndband er endirinn. Skoðið síðasta myndskeiðið og með aðeins einni breytingu má sjá að þessi framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggir á gömlum grunni, takið fánann í lokinn og skiptið honum út fyrir Sovétfánann rauða.
Úlfur í sauðsgæru er og verður alltaf úlfur.
Evrópskir fjármálaráðherrar gagnrýna Sarkozy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 10:21
Áhugavert.
Hefði haldið að meiri áhugi væri fyrir þessum kosningum en svo að utankjörstaðaatkvæðin væru ekki fleiri en þetta. Kannski fólk ætli bara að vera heima og kjósa á kjördag.
Annars var ég að skoða Fréttablaðið í dag, en þar voru varaformenn flokkanna sem bjóða framm á landsvísu spurðir hvaða flokk þeir ættu mest sameiginlegt með. Þar svöruðu allir fyrir utan Þorgerður sem taldi allt geta gengið í sjálfu sér. Aðrir komu hins vegar með sama svarið, fyrir utan varaformann Samfylkingarinnar, að sjálfsögðu. Allir töldu sig eiga best heima með Samfylkingunni og Samfylkingin hengdi sig á VG. Það er því ekki nokkur trygging í því að Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að starfa í næstu stjórn, hins vegar bendir margt til þess að vinstristjórn sé í uppsiglingu.
Þessi niðurstaða varaformannanna er skýrt merki þess að í boði eru eingöngu vinstri og hægri, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur til hægri og allir hinir eru til vinstri. Það er engin miðja. Vilji menn hægristjórn, þá er bara eitt val.
Eina tryggingin fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að vera í stjórn, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Kjósendur verða að gera upp við sig hvort það sé tilbúið að búa við fjölflokkastjórn þar sem búast má við að karp, baktjaldamakk og valdabarátta komi til með að taka mikla orku frá því sem stjórnin á að vera að gera, þ.e. að stjórna landinu.
Fólk sem veit upp á hár hvernig á að eyða fjármunum, en er svo fljótandi í hugmyndum sínum um það hvernig á að afla þeirra, er ekki fólk sem ég treysti fyrir mínu lífi.
Ert þú tilbúin(n) að taka áhættuna?
Á sjötta þúsund manns hafa kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2007 | 22:22
Skrítin tilviljun.
Skrítin tilviljun að rúmlega 20 Austur-Evrópubúar skuli hafa komið með sama flugi, svona næstum því. Það er eins og þeir hafi bara allt í einu fengið þessa frábæru hugmynd að skella sér til Íslands.
Auðvitað er hér um skipulagðar ferðir að ræða. Spurning hvort þetta kallast skipulögð glæpastarfssemi, en skipulagt er þetta. Hvernig stendur á því að fólk sem þarf að betla sér til að lifa, hafi efni á að skella sér til Íslands, ekki bara einn, heldur 20 stykki. Betl Austur-Evrópubúa, oft Rúmena, er farið að hrjá lönd Vestur-Evrópu og erum við núna komin inn á radarinn. Þetta kemur bara til með að aukast.
Ég sá einn þessara aðila spila fyrir utan Hagkaup í Skeifunni fyrir nokkrum vikum og fékk létt sjokk. Þarna var kominn veruleiki sem maður þekkti bara að utan. Þetta fólk er hér á vegum skipulagðra samtaka og ef við grípum ekki inn í þetta strax, mun þetta bara ágerast og við förum að sjá skúrabyggðir út um kvippinn og kvappinn.
Og eitt einn. Ekki gefa þessum aðilum pening. Ef þörfin vaknar hjá fólki til að láta eitthvað af hendi rakna, gefið þeim þá brauð, epli eða annan mat.
Gista sjálfviljugir í fangaklefum lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2007 | 09:19
Hvað er sigurvegari?
Hvenær sigrar maður keppni og hvenær sigrar maður keppni?
Nokkuð hefur verið rætt um stjórnarnmyndunarumboð í kjölfar kosninganna núna um helgi komandi. Þar hefur mönnum sýnst sitt hvað. Heyrst hefur að Ólafur Ragnar muni hygla Samfylkingunni og veita henni stjórnarumboð og svo eru sumir sem segja að VG eigi að fá umboðið þar sem þeir séu að slá í gegn. Ég hélt þetta vera nokkuð einfalt í sjálfu sér. Ef sitjandi stjórn hefur meirihluta, þá sé henni gefinn kostur á að halda áfram, ef það gengur ekki, þá fær sá flokkur sem mest fylgi hefur, umboðið og svo koll af kolli. Ekki rosalega flókið eða þannig.
Svo er það spurningin hver vann. Hver er sigurvegarinn í hlaupakeppni, er það ekki sá sem kemur fyrstur í mark? Hver sigrar í sundkeppni, er það ekki sá sem er með besta tímann? Hver sigrar í tenniskeppni, er það ekki sá sem fær flest stigin? Hver sigrar í kosningum, er það ekki sá sem fær flest atkvæðin?
Auðvitað geta þátttakendur í keppnum sett alskonar persónuleg met. Menn geta verið með besta persónulegan tímann, náð mestum framförum osfrv., en sigurvegarinn verður bara einn og aðeins einn. Sá sem er fremstur. Einstaklingur sem nær að fara úr fimmtánda sæti í það fimmta á milli tveggja keppna er ekki sigurvegari keppninnar. Hann er í fimmta sæti. Sá sem vinnur keppnina er sá sem er í fyrsta sæti, jafnvel þó hann hafi verið í fyrsta sæti í síðustu keppni og því ekki hækkað um nein sæti. Góður árangur einstaklinga á milli keppna gera þá ekki að sigurvegurum einstakra keppna.
Sigurvegarinn er sá sem fær flest stig, þannig er það bara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 08:59
Svona er bara lýðræðið.
Royal var reyndar búin að hóta þessu. En með slíkri þátttöku sem þarna var og niðurstöðunni sem varð, þá er ekki hægt að segja að Sarkozy hafi stolið sigrinum. Vinstrimenn hafa ekki verið sáttir við að vera í minnihluta og hafa stundað skæruhernað gegn ríkistjórninni alla tíð. Skýrasta dæmið er þegar vinstrisinnaðar verkalýðshreyfingar héldu úti löngum mótmælum og látum vegna laga sem sett voru árið 2005 til að auka möguleika fólks á að fá vinnu. Lögin voru felld úr gildi eftir að ljóst var að verkalýðshreyfingin myndi ekki láta undan.
Sjúklingar standa oft frammi fyrir því að þurfa að fara í erfiðar aðgerðir til að halda heilsu eða losna við sjúkdóma. Það sama á við um þjóðfélög sem ekki hafa fulla heilsu. Það að sleppa erfiðum aðgerðum og dæla bara í sig verkjastillandi læknar engann. Vinstrimenn hafa ekki viljað skilja það.
Versta martröð vinstrimanna er sú að allir hafi það gott, því þá kýs þá enginn.
Óeirðir í Frakklandi vegna kosningaúrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 22:34
Fólk vill hafa það gott.
Ég held að þessi niðurstaða sýni bara að fólk er almennt sátt við stjórnina sem hefur verið undir stjórn Sjálfstæðismanna síðustu ár. Fólk hefur það betra í dag en fyrir 12 árum og vill halda því þannig. Þó því sé ekki að neita að hér er til fólk sem hefur það ekki eins gott eins og æskilegt væri, þá er það einu sinni þannig að fleiri hafa það betur nú en fyrir 12 árum síðan.
Hins vegar er það þannig að ef fólk vill fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn, þá verður það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er eins og að langa í bláan jeppa og skoða svo ekkert nema rauðar skellinöðrur. Það er ekki endilega vilji flestra sem ræður þegar kemur að því hverjir koma til með að stjórna, íbúar Árborgar þekkja það.
Eina leiðin til að tryggja það að Sjálfstæðismenn verði í stjórn eftir næstu kosningar, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 22:56
Er hægt að virkja álver?
Hef heyrt að í Dubai sé fyrirkomulagið þannig að álver séu látin framleiða rafmagn. Þetta gæti hljómað hálf öfugsnúið þar sem hér á landi hefur verið litið á álver sem orkusugur frekar en orkugjafa.
Í Dubai er olía notuð til að framleiða rafmagn sem svo er selt til álvera, meðal annars. Vinnsla í álverum hefur hins vegar í för með sér mikinn hita og þar liggur hugmyndin að rafmagnsframleiðslunni. Hitinn sem verður til við álframleiðsluna er virkjaður til að framleiða rafmagn. Þannig nær álverið að skila aftur til baka hluta þess rafmagns sem fór í að framleiða álið.
Velti því fyrir mér hvort þetta sé hægt hér á landi. Einnig velti ég því fyrir mér hvað verður um hitann sem ætti að öllu jöfnu að verða til í íslenskum álverum. Væri það ekki sóun að reyna ekki einhvern veginn að nýta hann?
Ástralar virkja brugghús, hvers vegna virkjum við þá ekki álver?
Brugghús framleiðir rafmagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 22:00
Ég ber líka ábyrgð.
Ég fæ stundum sendan fjölpóst frá vinum og vandamönnum. Venjulega endar þessi póstur á því að maður verði að senda hann áfram til ótilgreinds fjölda fólks og svo koma einhverjar skýringar á því afhverju ég á að gera það. Venjulega les ég þennan póst með hálfum huga og læt vera að trufla aðra með því að senda hann áfram.
Áðan fékk ég hins vegar póst sem mér fannst nokkuð áhugaverður og staðfestir það sem ég áður vissi. Að ég ber ábyrgð á því sem gerist í kringum mig og ekki síst því sem ekki gerist í kringum mig. Telji ég eitthvað ekki vera rétt eða í lagi, þá er það mitt að grípa til aðgerða og gera eitthvað í málunum.
Pósturinn er á ensku og er hann hér óstyttur, hann endar á klásulu um að framsenda hann á aðra þannig að fólki er frjálst að afrita hann eða tengja bloggið við póst og senda áfram sé vilji til þess. Ég geri enga kröfu um slíkt, en tel þetta ágæta áminningu um að við berum líka ábyrgð á því sem gerist í kringum okkur.
A man whose family was German aristocracy prior to World War Two owned a number of large industries and estates. When asked how many German people were true Nazis, the answer he gave can guide our attitude toward fanaticism."Very few people were true Nazis "he said," but many enjoyed the return of German pride, and many more were too busy to care. I was one of those who just thought the Nazis were a bunch of fools.
So, the majority just sat back and let it all happen. Then, before we knew it, they owned us, and we had lost control, and the end of the world had come. My family lost everything. I ended up in a concentration camp and the Allies destroyed my factories."
We are told again and again by "experts" and "talking heads" that Islam is the religion of peace, and that the vast majority of Muslims just want to live in peace.
Although this unqualified assertion may be true, it is entirely irrelevant. It is meaningless fluff, meant to make us feel better, and meant to somehow diminish the specter of fanatics rampaging across the globe in the name of Islam. The fact is that the fanatics rule Islam at this moment in history.
It is the fanatics who march. It is the fanatics who wage any one of 50 shooting wars worldwide. It is the fanatics who systematically slaughter Christian or tribal groups throughout Africa and are gradually taking over the entire continent in an Islamic wave. It is the fanatics who bomb, behead, murder, or honor kill. It is the fanatics who take over mosque after mosque. It is the fanatics who zealously spread the stoning and hanging of rape victims and homosexuals. The hard quantifiable fact is that the peaceful majority" the "silent majority" is cowed and extraneous.
Communist Russia comprised Russians who just wanted to live in peace, yet the Russian Communists were responsible for the murder of about 20 million people. The peaceful majority were irrelevant. China's huge population, it was peaceful as well, but Chinese Communists managed to kill a staggering 70 million people.
The average Japanese individual prior to World War 2 was not a warmongering sadist. Yet, Japan murdered and slaughtered its way across South East Asia in an orgy of killing that included the systematic murder of 12 million Chinese civilians; most killed by sword, shovel and bayonet.
And, who can forget Rwanda, which collapsed into butchery. Could it not be said that the majority of Rwandans were "peace loving"?
History lessons are often incredibly simple and blunt, yet for all our powers of reason we often miss the most basic and uncomplicated of points: Peace-loving Muslims have been made irrelevant by their silence.
Peace-loving Muslims will become our enemy if they don't speak up, because like my friend from Germany, they will awake one day and find that the fanatics own them, and the end of their world will have begun.
Peace-loving Germans, Japanese, Chinese, Russians, Rwandans, Serbs, Afghans, Iraqis, Palestinians, Somalis, Nigerians, Algerians, and many others have died because the peaceful majority did not speak up until it was too late.
As for us who watch it all unfold; we must pay attention to the only group that counts; the fanatics who threaten our way of life.
Lastly, at the risk of offending, anyone who doubts that the issue is serious and just deletes this email without sending it on, can contribute to the passiveness that allows the problems to expand. So, extend yourself a bit and send this on and on and on!! Let us hope that thousands, world wide, read this - think about it - and send it on.
Við erum öll samábyrg.
1.5.2007 | 14:17
Hver var orsökin þá?
Forvitnilegt að hlusta á dómsdagsumræðuna varðandi hitastigið. Nú sé allt að fara á verri veg og það sé okkur að kenna. Ég spyr hins vegar, hverjum var það að kenna, hitastigið á landnámsöld?
Þessi hræðsluáróður sem dynur á okkur er farinn að vera ansi leiðgjarn. Menn hafa stundum vísað til þess að CO2 losunin sem varð við það að Evrópubúar tóku að höggva skóga í massavís, hafi verið ástæðan fyrir hlýnuninni á sínum tíma. Hins vegar held ég að ég sé að muna það rétt, að hinn mikli ágangur á skógana gerðist eftir að veðrið fór kólnandi og hætti um það leiti sem hitastig fór að hækka á 20. öldinni.
Ég tel að ástæða hitanna sé ekki af manna völdum, nema að litlu leiti. Hér séu bara um að ræða sveiflur sem fylgt hafa jörðinni frá upphafi. Það að á hverju ári sé hitinn hærri en einhverjum árhundruðum áður, sýni bara að hitinn nú er ekki meiri en hann hefur verið áður. Þannig að líferni manna sem rekja má til síðustu 300 ára getur ekki verið aðal orsökin á þessu.
Svo finnst mér frábær "rökin" er ekki betra að hlíða skipunum sjálfskipaðra besservissera, ef vera skildi að þetta væri rétt hjá þeim. Þá legg ég til að við höldum aftur í hellana og étum hrátt kjöt sjálfdauðra skeppna, étum illgresi sem finnst í nágrenninu og skjálfum okkur til hita á nóttunni.
Ekki verið heitara í Danmörku frá því á víkingaöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2007 | 11:32
Sver sig í ættina.
Það mun ekki verða Frökkum för til frama að kjósa Royal. Þó hún líti út fyrir að vera nútímaleg kona, þá er hún Sósíalisti af gamla skólanum. Það að hún hafi eytt kappræðum í að sýna fram á að hvað hún væri svipuð mótaðilanum (hægri miðjumanni), sýnir bara popúlarismann sem hrjáir svo vinstri menn. Ekki minnkar vitleysan þegar hún gefur til kynna að Bayrou gæti orðið forsætisráðherra. Það gæti orðið kalt í kofanum hjá henni eftir svona daður, nema náttúrulega að þetta sé bara það, daður og að kallinn hennar sé full meðvitaður um það.
Vandi Frakka stendur í því að þeir eru of sósialískir. Þetta er frábært land sem byggt er fullt af dugmiklu fólki sem býr við margar af þeim bestu aðstæðum sem hugsast geta. En heljartak sósialískra samtaka er slíkt að þeir sem eitthvað láta að sér kveða, fælast af landi brott. Þeir sem eftir sitja, eyða svo alltof miklum tíma í að berjast við báknið og hagsmunahópana, að þeim verður vart nokkuð úr neinu.
Hættan á vinstri vitleysu vofir víðar yfir en á Íslandi, en vonandi kemur maður til með að geta treyst á almenna heilbrigða skynsemi.
Sarkozy með 4 prósentna forskot á Royal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2007 | 10:08
Ekki bara einn.
Það er alltaf gaman að sjá þegar menn gera það gott í lífinu. Hver hefði getað reiknað með því að Íslendingur yrði meðal 100 ríkustu manna Bretlands.
Það er hins vegar áhugavert að skoða listan áfram, því Björgólfur er ekki einn Íslendinga á listanum. Í 53 sæti eru Bakkavarabræðurnir þeir Ágúst og Lýður. Þeir skjótast úr 103 og eru því nýjir meðal 100 ríkustu í Bretlandi. Miðað við að eigur þeirra séu metnar á 1.200 m punda, þá ættu þeir að ná á Forbes listann ameríska.
Það er af sem áður var þegar ríkustu Íslendingarnir voru bara meðalmenn í útlöndum. Það sem gert hefur þessum mönnum mögulegt að auðgast er breytt umhverfi í kjölfar þess að kommúnismi og vinstri villa missti sig í heiminum. Það gaf enginn þessum mönnum neitt, þeir bara nýttu sér það sem umhverfið og aðstæðurnar gáfu.
Hugmyndafræði vinstrimanna gengur þvert á það umhverfi sem skóp þær aðstæður sem þessir menn nýttu sér. Nokkuð sem vert er að hafa í huga næstu daga.
Björgólfur Thor sá 23. ríkasti í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2007 | 09:37
Veit ekki betur ...
Segir hagkvæmt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |