Ekki bara einn.

Það er alltaf gaman að sjá þegar menn gera það gott í lífinu. Hver hefði getað reiknað með því að Íslendingur yrði meðal 100 ríkustu manna Bretlands.

Það er hins vegar áhugavert að skoða listan áfram, því Björgólfur er ekki einn Íslendinga á listanum. Í 53 sæti eru Bakkavarabræðurnir þeir Ágúst og Lýður. Þeir skjótast úr 103 og eru því nýjir meðal 100 ríkustu í Bretlandi. Miðað við að eigur þeirra séu metnar á 1.200 m punda, þá ættu þeir að ná á Forbes listann ameríska.

Það er af sem áður var þegar ríkustu Íslendingarnir voru bara meðalmenn í útlöndum. Það sem gert hefur þessum mönnum mögulegt að auðgast er breytt umhverfi í kjölfar þess að kommúnismi og vinstri villa missti sig í heiminum. Það gaf enginn þessum mönnum neitt, þeir bara nýttu sér það sem umhverfið og aðstæðurnar gáfu.

Hugmyndafræði vinstrimanna gengur þvert á það umhverfi sem skóp þær aðstæður sem þessir menn nýttu sér. Nokkuð sem vert er að hafa í huga næstu daga.


mbl.is Björgólfur Thor sá 23. ríkasti í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband