Dauður eða steindauður

Nú er hamrað á því að við samþykkjum fyrirbærið Icesave III, vegna þess að þessi gjörningur er miklu betri en þeir sem á undan hafa komið. Vissulega er þessi betri, en hann er samt ekki góður. Munurinn á honum og þeim fyrri, er sá sami og að vera dauður eða steindauður. Maður er alveg jafn dauður fyrir.

Þetta ferli allt er þeim mun heimskara þar sem ekki er talinn lagalegur fótur fyrir þessum kröfum. Þegar það var ekki lengur svipan, þá var kastað framan í okkur einhverju sem hét "við berum siðferðislega ábyrgð" vegna þess að einhverjir Íslendingar voru að skúrkast út í heimi. Ef við eigum að bera siðferðislega ábyrgð á öllum fávitaskap Íslendinga í útlöndum, þá mun heldur betur verða sótt í budduna hjá okkur.

Núna er komin ný hótun, við fáum dóm. Ef þetta væri svona borðleggjandi fyrir Breta og Hollendinga, þá hefðu þeir farið í dómsmál fyrir löngu síðan. Þeir eru nefnilega ekkert vissir um að vinna. Hvorki ESB eða EFTA hafa lögsögu yfir okkur og því þyrftu Bretar og Hollendingar að fara með málið fyrir héraðsdóm Reykjavíkur og þar veit ég ekki til þess að þeir hafi neina sérstaka samúð.

Málið er einfallt við borgum ekki ótilneydd. Það er aðeins ein ástæða fyrir þessum aumingjaskap ríkisstjórnarinnar og hún er sú að Icesave I-III hefur verið notað sem lykill að ESB. Án Icesave, ekkert ESB og það vill ríkisstjórnin ekki. Ég hins vegar tel þetta vera ansi dýran verðmiða á inngöngu, sérstaklega þegar lunginn úr þjóðinn hefur engan sérstakan áhuga á að fara inn.

Ég bendi fólki á að skoða þetta mál vel. Þó þessi samningur sé betri, þá er hann samt slæmur. Það má ekki skoðan hann í samhengi við þann gamla, heldur verður fólk að meta hann einan og sér. Þá mun almenningur sjá að við erum jafn dauð fyrir hvort sem þessi eða fyrri hefðu verið samþykktir.

Og ef við erum jafn dauð fyrir, þá segi ég einfaldlega, tökum slaginn og berjumst!


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, við berjumst Jón.

Jafnvel að hætti berserkja.

Góð grein sem tekur á kjarnanum.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 23:59

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

ja vid verdum ad berjast vona bara ad eg geti kosid gegn samningnum herna i Philippine

en mer synist stjornvold aetla ad nota allan frestinn sem thaug hafa til ad vera med arodur  

Magnús Ágústsson, 25.2.2011 kl. 02:39

3 Smámynd: Jón Lárusson

Uppgjöf er það sem Bretinn og Hollendingurinn eru að sverma fyrir.

Hægt er að ráðast á samfélög á margan hátt, en efnhagslegar ársir eru bestar þar sem þær fela ekki í sér mannfórnir árásaraðilans og það ber ekki eins á þeim. Þannig er almenningur í þessum löndum ekki að átta sig á því að ríkisstjórnir þeirra eiga í stríði við nágrannaríki. 

Á okkur stendur slík breiðsíða í dag og það er alveg ótrúleg heimska, þekkingarleysi eða bara meðvirkni hjá einstaklingum í dag sem flokka Bretland og Holland undir vinaþjóðir. Þær eru það ekki og í anda sameiginlegra utanríkisstefnu ESB, þá getum við ekki heldur treyst á stuðning annarra ríkja þar innandyra.

Flestir þeir sem spurðir eru virðast ætla að samþykkja Icesave vegna þess að það er orðið þreytt á málinu og vill það út af borðinu. Nokkuð sem ríkisstjórnin hefur hamrað á í umræðunni. Fólk er hins vegar ekki að átta sig á því að því að ef við samþykkjum samninginn, þá fyrst förum við að finna fyrir Icesave og því verður þá ekki ýtt eitt né neitt næstu áratugina.

Jón Lárusson, 25.2.2011 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband