Váleg veður?

Alveg óháð því hvort olían fari yfir 120 dollara tunnan, þá eru ýmis teikn á lofti varðandi bandarískt efnahagslíf sem benda til þess að það fari að síga á gæfuhliðina hjá þeim.

Það er nokkuð áhugavert að skoða t.d. SP500 vísitöluna, en til skemmri tíma litið, þá gæti verið smá afturkippur í spilunum. Til milli og langs tíma litið gæti þetta gengið upp, en það væri þá frekar byggt á heppni en nokkru öðru. Teiknin eru slík að komi til bakslags, þó ekki væri nema til skamms tíma, þá gæti það haft mjög alvarlegar langtímaverkanir.

Vandinn við skell í Bandaríkjunum, er að hann hefur áhrif um allan heim. Þetta eykur enn áhættuna varðandi t.d. innlausn á eignum Landsbankans, þar sem bakslag gæti auðveldlega haft áhrif á það hvað fæst fyrir eignirnar.


mbl.is 120 dalir er vendipunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband