Er hægt að virkja álver?

Hef heyrt að í Dubai sé fyrirkomulagið þannig að álver séu látin framleiða rafmagn. Þetta gæti hljómað hálf öfugsnúið þar sem hér á landi hefur verið litið á álver sem orkusugur frekar en orkugjafa.

Í Dubai er olía notuð til að framleiða rafmagn sem svo er selt til álvera, meðal annars. Vinnsla í álverum hefur hins vegar í för með sér mikinn hita og þar liggur hugmyndin að rafmagnsframleiðslunni. Hitinn sem verður til við álframleiðsluna er virkjaður til að framleiða rafmagn. Þannig nær álverið að skila aftur til baka hluta þess rafmagns sem fór í að framleiða álið.

Velti því fyrir mér hvort þetta sé hægt hér á landi. Einnig velti ég því fyrir mér hvað verður um hitann sem ætti að öllu jöfnu að verða til í íslenskum álverum. Væri það ekki sóun að reyna ekki einhvern veginn að nýta hann?

Ástralar virkja brugghús, hvers vegna virkjum við þá ekki álver?


mbl.is Brugghús framleiðir rafmagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Flott tilaga hjá þér hérna alveg bráð nauðsynlegt að kanna þetta.Auðvitað á að virkja þennan hita, skil ekki hví þetta hefur vantað í umræðuna ? 

Magnús Jónsson, 4.5.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband