Fólk vill hafa það gott.

Ég held að þessi niðurstaða sýni bara að fólk er almennt sátt við stjórnina sem hefur verið undir stjórn Sjálfstæðismanna síðustu ár. Fólk hefur það betra í dag en fyrir 12 árum og vill halda því þannig. Þó því sé ekki að neita að hér er til fólk sem hefur það ekki eins gott eins og æskilegt væri, þá er það einu sinni þannig að fleiri hafa það betur nú en fyrir 12 árum síðan.

Hins vegar er það þannig að ef fólk vill fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn, þá verður það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er eins og að langa í bláan jeppa og skoða svo ekkert nema rauðar skellinöðrur. Það er ekki endilega vilji flestra sem ræður þegar kemur að því hverjir koma til með að stjórna, íbúar Árborgar þekkja það.

Eina leiðin til að tryggja það að Sjálfstæðismenn verði í stjórn eftir næstu kosningar, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband