Hver var orsökin þá?

Forvitnilegt að hlusta á dómsdagsumræðuna varðandi hitastigið. Nú sé allt að fara á verri veg og það sé okkur að kenna. Ég spyr hins vegar, hverjum var það að kenna, hitastigið á landnámsöld?

Þessi hræðsluáróður sem dynur á okkur er farinn að vera ansi leiðgjarn. Menn hafa stundum vísað til þess að CO2 losunin sem varð við það að Evrópubúar tóku að höggva skóga í massavís, hafi verið ástæðan fyrir hlýnuninni á sínum tíma. Hins vegar held ég að ég sé að muna það rétt, að hinn mikli ágangur á skógana gerðist eftir að veðrið fór kólnandi og hætti um það leiti sem hitastig fór að hækka á 20. öldinni.

Ég tel að ástæða hitanna sé ekki af manna völdum, nema að litlu leiti. Hér séu bara um að ræða sveiflur sem fylgt hafa jörðinni frá upphafi. Það að á hverju ári sé hitinn hærri en einhverjum árhundruðum áður, sýni bara að hitinn nú er ekki meiri en hann hefur verið áður. Þannig að líferni manna sem rekja má til síðustu 300 ára getur ekki verið aðal orsökin á þessu.

Svo finnst mér frábær "rökin" er ekki betra að hlíða skipunum sjálfskipaðra besservissera, ef vera skildi að þetta væri rétt hjá þeim. Þá legg ég til að við höldum aftur í hellana og étum hrátt kjöt sjálfdauðra skeppna, étum illgresi sem finnst í nágrenninu og skjálfum okkur til hita á nóttunni.


mbl.is Ekki verið heitara í Danmörku frá því á víkingaöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála það er ekki nema lítið brot af þessari hlýnun okkur að kenna. Þessi veðrátta er eins og jó jó, upp og niður í hita og kulda. Ég minn bara á þau fleigu orð "Hverjum reiddust goðin er það hraun rann er við nú stöndum á" sem sögð voru um árið 1000, ef ég man rétt söguna. Þannig að hverjum er um að kenna þegar ísaldir hafa flætt hér yfir með vissu millibili.

En loka setningin hjá þér er eins og úr bæklingi hjá Vinstri Grænum

Kv.

Ragnar Eiðsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Jón Lárusson

Gömlu kommarnir í Evrópu eignuðu sér grænu byltinguna í kjölfar hrunsins á sæluríki alþýðunnar og fannst mér því réttast að vitna í þá í lokin. Kannski er þetta ekki alveg eins og þeir skrifa stefnuna sína, en svona skil ég hana. Hef hins vegar lítinn áhuga á henni, en setti hana með ef vera skyldi að þetta heillaði einhvern sem læsi þennan texta.

Jón Lárusson, 1.5.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband