Skútan stóðst brotið.

Skútan hélt sjó þessar kosningar, þó svo brotið hefði verið mikið. Nú er mikið spjallað um það hverjir eigi hvað.

VG hleypur um hrópandi "Ég vann, ég vann", en það er nú bara þannig að persónulegur árángur þýðir ekki að viðkomandi hafi unnið, honum gekk bara vel miðað við hvað honum gekk illa síðast. Sá sem kemur fyrstur í mark, fær flest stigin er sigurvegarinn.

Samfylkingin tönglast á því að hafa unnið sigur þar sem hún hafði komið svo illa út úr könnunum, þó viðkvæðið hafi alltaf verið, ekki hlusta á kannanir, það er kjörkassinn sem talar. Held það sé nokkuð augljóst hvað hann sagði svona miðað við það hvað hann sagði síðast.

Framsókn er raunar sá eini sem viðurkennir, að hafa ekki náð viðunandi árangri. Flokkur sem hefur alltaf talið sig þurfa vera í stjórn gæti svo sem hangið áfram, en gerir sér þó grein fyrir því að betra væri kannski að hvíla sig. Gæti jafnvel gert honum gott að gera það.

Frjálslyndir "unnu" svo líka þar sem þeir tóruðu inni þrátt fyrir mörg skakkaföllinn stuttu fyrir kosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sigurvegari kosninganna, hvernig sem maður lítur á það. Hann fékk flest atkvæði, tæplega 40%. Hann bætti við sig þrátt fyrir 16 ára stjórnarsetu og er því um að ræða persónulegan sigur. Sama út frá hverju verður gengið, hann vann.

Þrátt fyrir að vinstrafólkið tönglist á því að það sé ekki nema tæpur helmingur sem hafi kosið stjórnina, þá kaus tæplega 40% landsmanna Sjálfstæðisflokkinn og eru það skýr skilaboð. 40 er ekki langt frá 50, en mjög langt frá tæpum 20. Skilaboðin eru skýr. Kjósendur vilja stjórn undir forsæti Sjálfstæðismanna og því ekki spurning hver á að leiða þær umræður. Vinstristjórn getur aldrei orðið nema margflokka og tæp á meirihluta.

Hver samstarfsflokkur Sjálfstæðismanna verður, á eftir að koma í ljós. En ljóst er að það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem leiðir. Stefna Sjálfstæðismanna hélt og það skiptir öllu máli.


mbl.is Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband