Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Verðmæti peninga

Það er sumt sem ætti ekki að koma manni á óvart. Reyndar kom Hreiðar á óvart, hvort það er vegna þess að hann gleymdi að gera kröfu í búið, eða bara hafði vit á því að vera ekki að rugga bátnum. En Hreiðar virðist samt vera fréttin í fréttinni.

Þessar kröfur eru skýrt dæmi um það hvað við höfum ranga hugmyndir til peninga. Í samfélaginu á allt að snúast um peninga, eins og þeir séu einhver verðmæti. Peningar eru hins vegar verðlausir í sjálfu sér og við verðum að fara átta okkur á þeirri staðreynd, annars munum við ekki ná okkur á strik aftur.

Ekki taka þetta sem svo að ég telji peninga af hinu illa og að þeim ætti að koma fyrir út í hafsauga. Það sem ég er að reyna að benda á er að peningar eru verðlausir í sjálfu sér, þeir eru bara ávísun á verðmæti. Ekki ósvipað og afslátta miði eða bara strætómiði. En á meðan afsláttamiðar og strætómiðar eru venjulega ávísun á afmörkuð verðmæti, t.d. 10% af gúrkum eða ferð í breiðholtið, þá eru peningar ávísun á víðara úrval verðmæta. En þetta víðara úrval gerir peningana ekkert verðmeiri en hvað annað.

Peningar hafa bara einn tilgang og það er að auðvelda okkur að skiptast á þeim undirliggjandi verðmætum sem þjóðfélagið skapar og því er fáránlegt að búa þeim einhver verðmæti sjálfum. Til dæmis er út í hött að við skulum þurfa að kaupa peninga dýrum dómi til þess eins að geta skipst á undirliggjandi verðmætum. Þetta er sérstaklega fáránlegt þegar hugsað er til þess að við "kaupum" fjármagnið af bönkum sem búa það til úr engu og selja okkur með hárri álagningu. En fyrir þá sem vilja skoða betur eðli peninga bendi ég á vef Umbótarheyfingarinnar.

Það er kominn tími til að við Íslendingar horfum á hlutina frá réttu sjónarhorni og byggjum hér upp samfélag sem er grundvallað á eðlilegum árherslum, áherslum sem liggja til virðingar til handa náunganum og raunverulegum verðmætum.


mbl.is Sigurður gerir launakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög áhugavert hjá VG

Þetta er mjög áhugavert þarna hjá VG. Nú eru félögin farin að tala um að standa við kosningaloforðin. Ég fagna því ef þeir samþykkja þessar ályktanir, en yrði ekki hissa þó það yrði ekki gert. Hugsanlega settar í nefnd.

En hvað sem því líður, þá verður forvitnilegt að heyra rökin verði þetta ekki samþykkt.


mbl.is Vilja hvorki ESB né AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það kemur mér ekki á óvart þetta mat, en ég var að skoða SP500 vísitöluna fyrir nokkrum dögum og tel að það komi skellur innan næstu tveggja mánaða. Það er ekki hægt að afskrifa þennan samdrátt á heimsvísu fyrr en í fyrsta lagi eftir sex til 12 mánuði.

Næstu vikur og mánuðir skipta því verulega miklu máli. Eitt af því sem kemur til með að hafa áhrif, er sú staðreynd að það er ekkert að gerast í bandarísku efnahagslífi sem ýtir undir jákvæða framtíð.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er ekki að minnka, það sem hefur verið bent á er að það eykst minna en áður. Hins vegar er vert að hafa í huga að þegar fólk gefst upp á atvinnuleit, þá fellur það af skrá og er ekki lengur talið með. Þannig að þegar einn gefst upp og annar verður atvinnulaus, þá er ekki talað um tvo atvinnulausa, heldur bara einn. Þetta skekkir myndina verulega.


mbl.is Fjármálakreppa yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað þarf að breytast

Ég held ekki að venjulegt fólk í Bretlandi geri sér fulla grein fyrir hlutföllunum í deilunni og hvaða áhrif Icesave-skuldbindingarnar myndu hafa á venjulega Íslendinga.

Ég held að ef almenningur í Bretlandi gerði það myndi það leiða til aukinnar samúðar með Íslendingum

Ég held einhvern vegin að það hafi verið gerð mistök varðandi stöðu okkar vegna Icesave kröfu Breta og Hollendinga. Reyndar held ég að ekkert hafi verið gert rétt. "Okkar" fólki hefur tekist að klúðra þessu alveg ótrúlega ef miðað er við þessa fullyrðingu breskrar konu sem ekki hefur nokkra ástæðu til að taka okkar málstað, nema vegna skynsemi.

Þegar svo litið er til þess að sífellt fjölgar þeim erlendu aðilum sem telja okkur yfir höfuð ekki eiga að borga krónu í þessu máli, þá er alveg augljóst að einhverjir hafa ekki verið að vinna vinnuna sína. Raunar hafa þeir klúðrar svo stórt að hæpið er að þeir væru við störf lengur ef allt væri eðlilegt.

Ég held að það sé kominn tími til að núllstilla þetta mál og byrja upp á nýtt, eins erfitt og það getur verið.

Reyndar virðist ákveðinn vilji nú vera kominn upp á þingi þar sem stjórn og stjórnarandstaða eru farin að vinna saman. Hver átti von á því, ekki ég. En ég er ekki par hrifinn af ástæðu þess að þessir hópar hafa dregið sig saman, en ástæðan er gífurleg hræðsla þessara hópa við almenning. Þessi samvinna er engöngu tilkomin vegna verka Ólafs Ragnars, en fjórflokkunum gömlu hryllir við þá tilhugsun að almenningur í landinu fái eitthvað að segja um vinnu þessa fólks, eða hafa nokkuð með framtíð sína að gera. Það nefnilega dregur úr völdum þessara einstaklinga og það virðist vera eini tilgangur þeirra með þessu starfsvali.

Fínt að þetta fólk sé farið að vinna saman, en það á að vera vegna vilja þeirra til að vinna fyrir almenning, ekki gegn honum.


mbl.is Skýri hina hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um orðsporið

Eins og ég hef minnst á í tengslum við þennan atburð þá eru viðbrögð okkar eitthvað sem styrkja orðspor okkar mun frekar en undirgefni við ESB.

Íslendingar hafa engan ástæðu til neins annars en að vera stoltir af því sem við erum og hvernig við bregðumst við þegar félagar okkar á þessum hnetti lenda í vandræðum og þurfa hjálp okkar.

Bendi á þessa frétt sem mér var bent á, en hún segir ýmislegt.

http://www.msnbc.msn.com/id/26315908/vp/34854161#34854161 bendi þá sérstaklega á síðustu 30 sekúndurnar eða svo.


mbl.is Fleirum bjargað úr húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameiginleg utanríkisstefna

Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna norrænu "vinaþjóðir" okkar styðji ekki betur við bakið á okkur. Ég held að þarna sé að koma fram nýja ESB, en eftir áramót gengust aðildaríkin undir sameiginlega utanríkisstefnu.

Það er kannski ekki undarlegt að Danmörk, Svíþjóð og Finnland standa fast með Bretum og Hollendingum, en Norðmenn og Færeyjingar hafa lýst mun sterkari stuðningi við okkur. Fyrri hópurinn er innan ESB og heyrir undir sameiginlega untanríkisstefnu sambandsins, á meðan síðari tvö löndin gera það ekki.

Þetta vekur hjá manni spurninguna um raunverulegt sjálfstæði ESB landanna.


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðspor

Einhvern vegin held ég að Haíti búar muni hugsa vel til Íslendinga næstu árin alveg óháð Icesave. Virðing verður nefnilega ekki til við það að þóknast fjármagnseigendum í gróðapanikk, heldur með því að sýna fólki virðingu og hjálpsemi þegar á bjátar.
mbl.is Fátæka Ísland fyrst til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur almennings

Það er skilyrðislaus réttur almennings að fá að kjósa um þetta frumvarp. Þegar forsetinn hafnaði að skrifa undir, þá sagði hann ástæðuna vera þá að hann vildi vísa þessu máli til þjóðarinnar. Hann sagði ekki að hann væri ósáttur og vildi nýtt frumvarp.

Þeir sem hafa gagnrýnt þetta "gerræðisvald" forseta hafa bent á að það sé óeðlilegt að einn maður geti stoppað frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt. En hvað ef við höfum hins vegar fengið til valda einstaklinga sem svíka almenning og vinna í anda fasískra og kommúnískra einræðisstjórna þar sem hagur almennings er látinn liggja í láginni til hagsbóta fyrir "vini" stjórnarinnar eða þeirra sem í henni eru. Þingræðið okkar hefur breyst og er nú mun fremur ráðhærraræði en þingræði. Vegna þess að ríkisstjórn hefur alltaf meirihluta á þingi, þá er nauðsynlegra en áður að til staðar sé öryggisventill sem getur brugðist við, enda þingið í þessu umhverfi nánast valdalaust. Það er ekki eins og forsetin segi bara stopp og ekkert meir. Hann er að vísa frumvarpinu til fólksins, þeirra sem eiga að hafa valdið. Hann er ekki að taka sér einræðisvald, hann er að gefa almenningi kost á að hafa eitthvað með framtíð sína að gera.

Hins vegar er kostulegt að horfa upp á viðbrögðin við höfnuninni. Bæði sjálfstæðis og framsóknarmenn fóru að tala um það að ekki væri nauðsynlegt að kjósa, þingið þyrfti bara að komast að samkomulagi um nýtt frumvarp eða jafnvel semja upp á nýtt. Allt í einu voru næstum allir þingmenn sammála, ekki láta fólkið hafa sitt að segja.

Mín tilfinning er sú að sjálfstæðismenn og framsókn hafi ekki reiknað með öðru en að forsetinn myndi samþykkja þetta frumvarp, enda hverjar voru líkurnar á að hann gerði það ekki? "Komma forseti og komma stjórn", hann hlaut að samþykkja þetta. Þess vegna var stjórnarandstaðan svona "hörð" í að biðla til forsetans, hún átti ekki von á því að hlustað yrði. Það er nefnilega þannig að ráðandi öfl vilja ekki setja fordæmið, þjóðaratkvæðagreiðslur veikja vald þingmanna.

Nú er allt í einu farið að vinna saman, bara til að við almenningur fáum ekki að segja okkar skoðun. Allt í einu hefur opnast "gluggi" sem hins vegar mun lokast fljótt ef við bregðumst ekki við, eða það segir Össur, maðurinn sem leggur alla áherslu á að koma okkur í ESB sama hvað okkur finnst um þá hugmynd.

Ég hef bara eitt að segja um þetta allt saman. Það er skilyrðislaus réttur almennings að fá að kjósa um þetta frumvarp. Ef flokkarnir á þingi ætla að meina þjóðinni um það, þá má búast við að allt verði vitlaust, fólkið er að fá nóg og ráðamenn ættu að hafa það í huga næst þegar þeir velta fyrir sér hvernig þeir geti komist hjá því að gera það sem þeim ber að gera, gæta hagsmuna almennings.


mbl.is Torsótt sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona snýr þetta að mér

Það virðist sem svo að:

Mér sé straffað fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,

með því að heimta að ég borgi eitthvað sem óvíst er að ég þurfi að borga,

á kjörum sem ég get ekki staðið undir.

 

Er ekki kominn tími til að við stöndum upp og neitum að láta níðast á okkur trekk í trekk.


mbl.is Fjármögnun sett í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju

Ég mun kjósa gegn lagasetningunni, verði okkur boðið að kjósa um hana. Afhverju? Jú, það er einfaldlega þannig að við eigum að standa við skuldbindingar okkar, en það munum við aldrei geta samþykkjum við þessi lög, byggð á þessum samningi. Það getur ekki verið Bretum og Hollendingum í hag að þvinga okkur til að greiða þannig að við lifum það ekki af, þ.e.a.s. ef markmið þeirra er að fá peninginn aftur. Hafi kröfur þeirra annan tilgang, þá getur vel verið að það henti þeim að eyðileggja lífsmöguleikana hér.

Hvort við eigum að borga eða ekki, er svo önnur spurning sem vert er að hafa í huga. Vissulega eigum við að standa við skuldbindingar okkar, en við eigum ekki að greiða eitthvað sem okkur ber ekki að greiða. Það er vafi á því hvað og jafnvel hvort við eigum yfir höfuð að borga. Þeir einu sem ekki sjá neinn vafa eru Samfylkingar og ESB sinnar sem vilja bara borga sig inn í sambandsríkið.

Auðvitað vitum við ekki hvað bíður okkur ef við samþykkjum ekki lögin og óttinn varðandi það kannski skiljanlegur. Hins vegar vitum við hvað gerist ef við samþykkjum pakkann. Það verður ekki búandi á landinu. Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur birting þess sem framundan er.

Þegar við kjósum verðum við að velta því fyrir okkur hvort við séum tilbúin að samþykkja eitthvað sem við getum ekki staðið við, því þá fyrst er hægt að ásaka okkur um að standa ekki við skuldbindingar okkar.


mbl.is Íslandi ber ekki að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband