Orðspor

Einhvern vegin held ég að Haíti búar muni hugsa vel til Íslendinga næstu árin alveg óháð Icesave. Virðing verður nefnilega ekki til við það að þóknast fjármagnseigendum í gróðapanikk, heldur með því að sýna fólki virðingu og hjálpsemi þegar á bjátar.
mbl.is Fátæka Ísland fyrst til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálamenn eiga það til að horfa bara út kjörtímabilið sitt. Orðspor okkar mun aukast við það að vinna okkur út úr kreppunni og eins að setja fordæmi fyrir önnur ríki þ.e. að skuldir risafyrirtækja eða fyrirtækja yfir höfuð verða ekki og eiga ekki að vera færð yfir á vinnandi fólk. Ef við höldum í þau gömlu gildi um traust, heiðarleika og eljusemi þá komum við alltaf sterkari út úr kreppunni.

Þetta er glæsilegt framtak hjá okkur, vonum að íslensku hetjurnar okkar þarna úti nái að bjarga því sem bjarga verður.

Landið (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:41

2 identicon

Væri svo ekki rétt að skipt þingmönnum á Alþingi út fyrir rústabjörgunarsveitina þegar hún snýr aftur og fá hana til að tækla afleiðingar bankahrunsins. Þetta fólk er sérhæft í að forgangsraða og vinna undir pressu!

Hafþór (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli við verðum ekki svipaðir og Haítí ef við stöndum ekki á okkar. Þeir hafa verið í greip IMF og banksteranna talsvert lengi og nánast búið að eyða þessu landi.  Við ættum að ryfja upp af hverju er komið svona fyrir þeim efnahagslega. Það er saga, sem stendur okkur nær en margan grunar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 02:25

4 Smámynd: Jón Lárusson

IMF/AGS stofnun sem telur að skuldir séu mælikvarði á hagsæld, "hærri skuldir meiri hagsæld" eins vitlaust og það nú er.

Haíti er í þessari stöðu vegna þess að þeir hafa verið misnotaðir af alþjóðasamfélaginu. Það hefur ekki komið landinu til hjálpar, heldur gert slæma stöðu verri. Varðandi það sem gerist í farsælum samfélögum þegar þau eru trakteruð af "stóru" löndunum, þá er vert að skoða frásögn Tolstoy, en ég hef vísað til hennar áður.

Hef ekki nokkrar áhyggjur af okkar fólki á Haíti. Það mun standa sig eins og hetjur eins og von er og vísa.

Jón Lárusson, 14.1.2010 kl. 08:22

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband