Þyrfti þá ekki aftur að skipta um gjaldmiðil?

Þessi frétt hljómar eins og ef hún kæmi frá íslenskum sérhagmunasamtökum Euro áhangenda. Hvað hefði það hjálpað útflutningi okkar til Bandaríkjanna, að hafa tekið upp Euro?

Það mun ekki losa okkur undan óhagstæðri gengsiþróun að taka upp Euro. Við munum alltaf þurfa að skipta á milli gjaldsvæða í alþjóðlegum viðskiptum.

Það sem við eigum að gera er að hætta að leita eftir túkallalausnum frá öðrum og fara að taka ábyrgð á okkar eigin málum. Við eigum að vinna að því að styrkja okkur á alþjóðavísu og gera Krónuna að sterkum gjaldmiðli. Það er alveg mögulegt.

Versti óvinur Krónunnar eru vanhugsandi Íslendingar.


mbl.is Evrópskir fjármálaráðherrar ræða um bandarísk efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng sjón eftir göng

Þetta mun ekki vera í fyrsta skiptið sem minkur kemst til eyja. Heyrði að þetta hefði gerst áður og þá hefði sá valdið miklum usla í fuglabyggð. Þessi virðist hafa verið stoppaður áður en hann olli of miklu tjóni (þ.e. ef hann er dauður).

Ég er hins vegar þeirra skoðunar, að verði af göngum milli lands og eyja, þá muni þessi gestur ekki teljast gestur lengi og teljast með íbúum eyjanna. Eyjarnar virðast vera nægjanlega langt frá meginlandinu til að halda þessum dýrum frá, en komist þau í Heimaey, þá er stutt í aðrar eyjar. Það er spurning hvort fuglinn þoli minkinn í íbúatöluna.

Ég held að, þrátt fyrir ýmis þægindi, þá sé hagurinn af göngum minni en skaðinn af minknum.


mbl.is Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira umtal gerir rangt aldrei rétt

Verð nú að segja það að þetta er farið að verða svolítið þreytandi. "Meira sé vitað um ávinninginn af ESB‐aðild en um mögulegar neikvæðar afleiðingar hennar eins og þeim, að tryggja sérhagsmuni Íslands og afleiðingum af óagaðri hagstjórn" er náttúrulega ekki alveg rétt varðandi þetta mál. Það er alveg vitað um neikvæðu hliðina að aðild. Það er bara ákveðinn hópur sem tekur alltaf fyrir eyrun og segir "Nei, Nei, ekki rétt ..." í hvert sinn sem minnst er á þá staðreynd að við höfum ekkert að gera þarna inn.

Upptaka Euro er engin gull lausn fyrir okkur. Ástandið í efnahagsmálum evrópskra Euro landa sýnir það. Frakkar og Ítalir standa frammi fyrir GÍFURLEGUM efnahagsvanda, en geta ekkert gert. Þeir hafa afsalað sér forræðinu yfir efnahagsmálum sínum.

Umráð yfir fjármálum og efnahagslegum forsendum er algjört skilyrði þess að hægt sé að bregðast við hér á landi. Síðustu ár hafa sýnt það að efnahagsumhverfið hér er ekki samstillt efnahagsumhverfi Evrópu og einhverjar heilstæðar lausnir þeirra gætu illa hent okkur og jafnvel virkað þveröfugt við það sem við þurfum. Einstaklingur sem sviptur hefur verið fjárræði er ekki til stórræða fallinn.

Krónan, með lækkuðum innflutningskostnaði hefur verið stór kjarabót fyrir neytendur. Uptaka Euro hefði ekki verið þeim til hagsbóta. Upptaka Euro er engöngu til hagsbóta fyrir útflytendur sem vilja hafa sem minnst fyrir lífinu. Það er ekkert mál að standa af sér sveiflur Krónunnar. Maður gerir bara eins og aðrir sem flytja vörur á milli gjaldmiðla, maður "hedgar" gjaldmiðilinn. Það er ekki flókið, því fylgir bara smá vinna.

Hættum að gera lítið úr okkur og sjálfstæði okkar. Við þurfum ekki barnapíu. Vextir munu lækka hér á landi. Það tekur bara smá tíma, en það mun gerast.


mbl.is Mikilvægt að kannað verði hvort ESB og evra þjóni hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pollyanna og fréttamennska

Nú síðustu daga hefur Pollyanna verið að vinna við fjármálafréttaflutning. Ég ætla ekki að segja að þetta sé rangt hjá "henni", markaðir í Bandaríkjunum hækkuðu. Reyndar fékk ég póst í gær við sem var ansi góður, "Á þessari mínútu hefur Dow Jones hækkað jafn mikið og líkurnar á að Lúðvík er Gízzurason".

Fréttir eru oft lesnar þannig að fyrirsagnirnar skapa innihaldið, þ.e. fólk les fyrirsagnirnar og huglægt býr til fréttirnar. Það er ekki spurning að markaðurinn þarf jákvæðar fréttir. Spennan er slík að menn eru alveg á nálum. Hins vegar ef við skoðum síðustu þrjá daga, þá hefur markaðurinn ekki hækkað, heldur er nær því að vera stopp. Í fyrradag kom fram það sem Japanir kalla Doji stjarna, en hún er mjög oft formerki lækkunar eða hækkunar, eftir því hvort hún er ofan eða neðan við verðsveiflur. Markaðurinn í gær var nær fullkomin Doji að því leiti að hann lokaði á næstum sama verði og hann opnaði. Það eina sem gerir gærdaginn ekki að fullkomnu Doji, er að hann lokaði aðeins yfir lokun dagsins á undan.

Þegar S&P500 vísitalan er skoðuð, þá má sjá ákveðin merki þess að stórra hluta sé að vænta í dag. Reyndar er svo að ákveðnar efnahagstölur verða birtar í Bandaríkjunum í dag og mun það að öllum líkindum hafa veruleg áhrif á markaðinn. Allir vonast til að þetta verði jákvætt, en merkin eru slík að gera má ráð fyrir að þetta verði frekar neikvætt í dag. Það er hægt að skoða tæknigreiningu á S&P500 hérna og hér.

Það liggur við að maður fái sér popp og kók og horfi á CNBC í dag.


mbl.is Hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er manni fyrri bestu.

Ég velti oft fyrir mér hvað sé besta leiðin til að reka samfélag. Þessar vangaveltur koma oftast fram í tengslum við enhver afglöp í stjórnsýslunni, eða þegar menn (konur eru líka menn) eru að ræða hinar ýmsu hugmyndafræðilegu lausnir á vandamálum samfélaganna (reyndar eru umræðurnar sjaldnast um lausnir heldur klögumál á hendur "hinum" hugmyndafræðunum).

En hvað er mér fyrir bestu. Þessi spurning á við alla. Allir vilja það sem þeim er fyrir bestu, en þó er þessi spurning oftast tengd því þegar menn setja sér sérþarfir andstætt þörfum samfélagsins. Afhverju þarf þetta að vera svoleiðis. Og þá vaknar líka spurningin, hverjir eru samfélagið.

Ég er á móti sértækum aðgerðum. Ég aðhyllist þær reglur sem setja þátttakendunum sömu skorður og veita þeim sama frelsi. Ef við skoðum Mattador, spil sem ég er mjög hrifinn af og vísa oft í varðandi samfélagslegan vanda (það er meira að segja fangelsi í spilinu, þó oft þurfi litlar sakir til að lenda þar, alveg eins og í samfélaginu), þá væri harla erfitt að spila það ef reglurnar væru ekki þær sömu fyrir alla spilarana. Ef einn mætti bara kaupa bláu göturnar á meðan annar þyrfti að borga þrjú hundruð krónur í stað tvö hundruð, af því að hann á einni götunni meira, þá myndi aldrei verða nein sátt í spilinu.

Ég trúi því að samfélagið verði aldrei betra en mannfólkið sem byggir það, eða frjálsara. Það sem er einstaklingnum til hagsbóta, mun alltaf verða samfélaginu til hagsbóta. Ef unnið er út frá almennum reglum þar sem ALLIR eiga sama rétt og sömu tækifæri, þá mun samfélagið ganga eftir. Það er hins vegar einstaklinna í samfélaginu, að nýta sér þau tækifæri sem myndast við þetta, það er ekki ríkisins og koma tækifærunum til þeirra.

Ef allir hafa FRELSI til að láta drauma sína rætast, þá mun þjóðfélagið dafna. En ef hugmyndin gengur út á það að einhver miðstýrð samkoma hafi allt vald og deili til fjöldans tækifærum og efnum, þá endar það með því að þjóðfélagið staðnar að lokum og deyr.

Maðurinn er frjótt og skapandi dýr og það er skylda allra að búa þannig um hnútana að hver einstaklingur fái að dafna sem best. Það næst aðeins fram með því að veita honum frelsi til þess að dafna.

Ég trúi á frelsi einstaklingsins til að gera hvað sem er, hvenær sem er, hvernig sem er. Svo fremi það skaði ekki þriðja aðila.


Bara smá púst áður en haldið er áfram í verðhækunum.

Maður getur ekki annað en fagnað þegar olían hættir að hækka, hvað þá að lækka verðið. Hins vegar eru ákveðin merki (signöl) í markaðnum sem vekja ekki hjá manni traust á að þessi lækkun sé komin til að vera. Ef skoðuð er þessi greining fyrir daglega þenslu og mánaðarlega, þá er ekki hægt að sjá annað en að til skamms tíma litið, þá er markaðurinn yfirseldur (oversold) og því tími fyrir smá púst eða lækkun. En til langs tíma, þá er ýmislegt sem bendir til þess að verðið haldi áfram að hækka eitthvað meira.

Þannig að ef olífélögin lækka núna verðið, þá er um að gera að fylla tankinn, lækkunin mun vara stutt.


mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og lífið heldur áfram í hring.

Það hefur verið áhugavert að hlusta á þessa umræðu um "vandamálið" í Miðbænum. Allir eru nú komnir í fréttir og er þetta eitthvert besta "15 minutes of fame" dæmið sem er í gangi í dag. Allir geta grætt á þessu.

En það er ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt. Ég er nú aðeins komin við aldur og hef því ferðast hringinn í umræðunni. Í kringum 1980 var Hallærisplanið, þar sem nú er að finna Ingólfstorg, einhver hættulegasti staður á jarðkringlunni. Það voru fréttir á hverjum degi, sem voru allar á einn veg. Ekki fara niður í bæ, það gæti kostað þig lífið. Það hefur alltaf verið "ástand" í Miðbænum og mun alltaf verða, nema menn geri eitthvað sem ekki hefur verið gert áður.

Ég spurði félaga minn um helgina hvort hann gæti endurtekið skemmtanaferlið sitt nú, sem hann stundaði áður. Hann gæti þrætt staðina, en það myndi ekki leiða hann í skemmtanir heldur húsgagnaverslun, hreinlætisvöruverslun, Kvennaspa og bíó. Það var nefnilega þannig að í þá tíð, að skemmtistaðirnir voru ekki í Miðbænum, heldur var Hollý í Ármúlanum, Sigtún við Suðurlandsveg, Klúbburinn í Borgartúninu og Broadway síðan upp í Breiðholti. Óðal var eini staðurinn sem eitthvað hafði að segja í Miðbænum, fyrir utan kannski Hressó sem ekki vissi hvort hann vildi vera kaffihús eða skemmtistaður.

það leysir engan "miðbæjarvanda" að loka klukkan tvö á nóttinni og flytja allt í úthverfin. Þetta miðbæjardæmi hefur verið í gangi svo áratugum skiptir og verður svo áfram, nema lokað verði á umferð annarra en íbúa á svæðið.

Þetta er bara hluti af umgjörðinni. Hótelin, veitingastaðirnir, kaffihúsin og pöbbarnir draga að sér lífið. Lífið í Miðbænum er háð þessum þáttum. Miðbær sem stílar inn á íbúa og skemmtistaða hreint svæði verðu álíka lifandi og efra Breiðholtið.

Ég ætla ekki að gera lítið úr kvörtunum íbúanna, þeir eiga eflaust erfitt með svefn. En fólk sem flutt hefur í Miðbæinn síðustu 30 ár mátti vita að það yrði erfitt um svefn. Þetta er svona eins og fólkið sem flutt hefur í Skerjafjörðinn síðustu 60 ár og fer svo að kvarta undan flugumferð. Þetta voru fasta í formúlunni sem voru þekktir. Auðvitað eru til einstaklingar sem búið hafa í Miðbænum frá því að lækurinn var og hét, en þeir eru í minnihluta. Flestir eru fluttir síðar.

Eitt dæmið í þessu er til dæmis einstaklingur sem keypti sér "fixer-upper" í Miðbænum. Húsið var staðsett við hliðina á skemmtistað og í einni aðal umferðaæðinni fyrir gangandi sem ætluðu vestur í bæ. Fyrstu helgina sem viðkomandi svaf í húsinu, eða ætlaði að sofa í húsinu, kom honum ekki dúr á auga. Hann kvartaði náttúrulega stóran yfir þessu og heimtaði að lögreglan skakkaði leikinn. Þessi einstaklingur mátti vita að hverju hann gekk. Vettvangsskoðun ekki nema um tvær helgar, hefðu átt að sýna svo ekki var um villst að aldrei yrði friður í kringum húsið um helgar.

Miðbærinn er lifandi og það verður bara að taka því. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Þeir sem vilja búa í lifandi miðbæ verða að átta sig á því að því fylgja kostir og gallar. Ég til dæmis vill ekki búa í partytown og þess vegna bý ég ekki í Miðbænum. Þeir sem velja kyrð og barnvænt umhverfi flytja í úthverfin, en ef dreifa á skemmtistöðunum um allt, hvert eiga þeir þá að flytja?


mbl.is Afgreiðslutími verði tekinn til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og þegar menn lemja konurnar sínar.

Jæja, þá hefur ísraelskur ráðherra tjáð sig um brot Ísraela á lofthelgi Sýrlands, og það enginn annar en menningar og íþróttamálaráðherran. En skýringar ráðherrans eru eins og skýringar manna sem níðast á konunum sínum, "skil ekki hvað er verið að gera mikið veður úr þessu, þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og er reyndar bara mjög algengt".

Það að níðast á öðrum er ekki réttlætanlegt, bara að því að það er gert svo oft. Brotið verður ekkert minna fyrir það.

Ástandið á þessu svæði er mjög viðkvæmt og þessi hegðun ísraelsku stjórnarinnar ein stór ástæða þess að ástandið er eins og það er. Ef þessi yfirgangur þeirra væri ekki til staðar, þá væri ekki bara friðsælla í þessum heimshluta, heldur heiminum öllum. Við líðum fyrir þennan yfirgang þeirra þar sem stuðningur vesturlanda, þá sérstaklega hinn óhaggandi stuðningur Bandaríkjanna, við ísraelsk stjórnvöld hefur gert það að verkum að múslimar telja okkur samseka. Svona eins og þegar litið er framhjá heimilisofbeldi, þögn er sama og samþykki.

Það er þekkt að lítil samfélög blandaðra hópa hafa gengið vel, þótt hver hópur hafi hangið á sínum sérkennum (sjá til dæmis myndina "sumar í La Goulette"). Það virðist hins vegar vera ómögulegt þegar kemur stærri einingum. Það er orðið bráðnauðsynlegt að setjast niður og tala saman.

Við verðum að bera virðingu fyrir hefðum og siðum annarra einstaklinga og á ég þá líka við að múslimar og gyðingar verða að viðurkenna okkar hefðir og siði, eins og þeir gera kröfum um að við virðum þeirra.

Það er nú einu sinni þannig að við neyðumst til að búa saman á þessari jarðkringlu. Reynum að gera það í friði.


mbl.is Ísraelskar herþotur fara reglulega inn í lofthelgi Sýrlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfur, úlfur.

Sagan um strákinn sem hrópaði úlfur, úlfur kom upp í hugann þegar ég las þessa frétt. Heimssjúkdómsfaraldsviðvaranir eru orðinar nær daglegt brauð núorðið og maður alveg ónæmur fyrir þeim.

Það er staðreynd að með auknum samskiptum á milli manna, aukast líkur á að smit berist á milli þeirra. Þetta er bara lógískt. Hins vegar verðum við aðeins að halda aftur af okkur. Samkvæmt fréttinni, þá hafa 39 nýir sjúkdómar orðið til síðan um 1970, en það er um einn á ári. það eru svo 1.100 heimsfaraldrar, hvorki meira né minna, sem skollið hafa á síðustu fimm árin.

Ég verð nú að viðurkenna það, að ég hef alveg misst af þessum heimsfaröldrum, en get þó ekki sagt til um það hvort ég hafi sloppið við þessa 39 sjúkdóma. Mér skilst reyndar að það verði til nokkur ný afbrigði af flensu á hverju ári þannig að líkurnar á því að fá einn af þessum 39 sjúkdómum eru einhverjar.

1.100 heimsfaraldrar er nokkuð mikið á fimm árum, en að hafa misst svona af þeim, vekur upp spurningar um það hversu miklir faraldrar hafi verið á ferð og hversu víða þeir fóru. Fuglaflensan, er hún heimsfaraldur, eða líklegur heimsfaraldur. Síðast liðin 4 - 5 ár hafa nokkrir einstaklingar smitast af henni, eitthvað um 1.000 - 2.000 manns gróflega ef maður man fréttatilkynningar rétt. Þessi smit hafa lang flest verið í Asíu, þó mig minni að einn Tyrki hafi smitast árið 2005. Ebólan var líka eitthvað sem stóð ógn af, malaría hefur verið nefnd og AIDS. Auðvitað hafa margir smitast og í kjölfarið horfið yfir móðuna miklu, en samt verður maður að skoða þetta út frá hlutfallslegum fjölda mannskynsins.

Síðasti alvarlegi heimsfaraldurinn sem ég tel að hafi orðið af einhverju viti var spænska veikin árið 1918. Þá féll fjöldi manns og hafði það gífurleg áhrif á efnahag margra ríkja, sérstaklega þegar litið er til þess að Evrópa var í sárum vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Svartidauðinn var svo annar heimsfaraldur. Þessir faraldrar fóru mishratt yfir, en hratt þó.

Faraldur er eitthvað sem ég lít á sem sjúkdóm sem gangi yfir og allir geti orðið fyrir óháð kyni, aldri eða lífsháttum. AIDS er til dæmis sjúkdómur sem fór hratt yfir uppúr 1980, en þar sem smitleiðir hans eru tengdar ákveðnum lífsháttum, eða aðgerðum sem hægt er að stjórna, þá er hann eitthvað sem hægt er að draga úr með atferlisbreytingu og eftirliti. T.d. varðandi kynlíf, þá er hægt að gera ráðstafanir og varðandi blóðgjöf, er hægt að herða eftirlit. Sjúkdómar sem smitast með lofti eru hins vegar miklu mun erfiðari í meðferð og líklegri til að komast í flokk með ill heftanlegum sjúkdómum.

Ég er ekki að segja að við eigum að hætta að hlusta á WHO, eða einhvern annan sem varar við slíku, en með auknum fjölda viðvarana, án þess að faraldurinn komi í kjölfarið, þá dregur úr áhrifum þessara viðvarana. Þeir sem vinna í þessu umhverfi eru líklegast á nálum og telja þetta út um allt, svona eins og þeir sem vinna að áfengisvörnum. Sjá svo mikið af þessu, að þetta hljóti að vera farið úr böndunum. Þessir aðilar vinna hins vegar í afmörkuðu umhverfi sem er mettað af þessum hlutum og því hlutfallslega miklu meira um þá þar en í úti í hinum stóra heimi.

Við þurfum að vinna vel að forvörnum og vera undirbúin, en það gerist ekki með því að hrópa úlfur, úlfur. Þeir sem vinna í þessum geira þurfa að halda því áfram eins og áður, en á þann hátt að hægt sé að grípa til ráðstafana þegar sjúkdómarnir fara á flug.

Reyndar tel ég að internetið og fjölmiðlaflóran séu stór þáttur í þessari ofurdreifingu á upplýsingum. En með auknu aðgengi að gögnum, þá eykst álagið á almenning, þar sem öllu er hent út í loftið. Það að fleiri fréttir séu sagðar, þýðir ekki að það sé eitthvað meira að marka þær, eða það sé eitthvað meira að gerast. Það er bara fjallað um allt.

Hvað er langt síðan við hefðum aldrei heyrt að ein stelpa og pabbi hennar hefðu dáið vegna þess að þau voru með smitaða kjúklinga einhversstaðar í uppsveitum Víetnam?

Ég held að við ættum bara að anda með nefinu, telja upp á 10 og slappa af. Vera samt viðbúin, án þess þó að hlaupa út í búð og birgja okkur upp af dósamat.


mbl.is WHO varar við hættunni á heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nenni níski.

"Ég á" er mottó Nenna níska, íbúa í Latabæ. Þegar ég las þessa frétt, í kjölfar allra hinna, þá kom áður nefndur Nenni upp í hugann. Þetta er eins. Það var nefnilega þannig að það sem Nenni sagði sitt, var oftast sameiginleg eign bæjarbúa.

Norðurpóllinn hefur aldrei verið skilgreindur sem eign nokkurs ríkis þar sem ísinn hefur legið yfir honum frá því áður en menn hófu að mynda ríki. Það að nú sé farið að sjá fyrir endan á ísnum vekur upp ýmsar kenndir og auðvitað vonin um gróða, en það er kómiskt til þess að hugsa að allstaðar sem við höfum ekki komið áður, er að finna um 25% af öllum auðlindum heimsins. Það að 25% gulls, demanta og olíu sé að finna á þessu svæði vekur hjá manni spurningar þar sem t.d. ég persónulega vissi ekki að gull, demantar og olía væru venjulega að finna á sama stað.

Ísinn er að minnka á norðupólnum og svo mun hann aukast. Hins vegar er spurningin um eignarréttinn orðin eitthvað "issjú" í dag. Á þessari jarðkringlu er að finna tvo póla, en syðri póllinn er fast land á meðan sá í norðri er sjávarbotn. Suðurpóllinn hefur verið aðgengilegur í nokkrar aldir og hefur þar auðvitað verið leitast við að gera tilkall til hans og eru jafnvel Norðmenn þar á meðal (enn eitt dæmi um heimsvalda stefnu þeirra?). Á Suðurpólnum hefur hins vegar verið rekið nokkurskonar alþjóðlegt umhverfi þar sem enginn einn á rétt á svæðinu og það notað til vísindarannsókna. Hvernig væri að gera slíkt hið sama á Norðupólnum?

Hægt væri að draga ákveðinn hring út frá pólnum og skilgreina svæðið innan hans sem friðað alþjóðlegt svæði eingöngu nýtanlegt til rannsókna og fyrir skipaumferð. Þetta svæði væri svo í umsjón sameinuðu þjóðanna, þannig að ekki væri mögulegt fyrir aðliggjandi ríki að rífast um það.

Ísland er tilvalið ríki til að berjast fyrir þessu á alþjóðavísu. Við erum búsett í næsta nágrenni, en gerum ekki persónulegt tilkall til svæðisins. Gætum þannig orðið einhverskonar hlutlaus íbúi svæðisins. Þetta væri nokkuð sem utanríkisráðuneytið ætti að vinna að, til að sýna ábyrga afstöðu okkar og auka traust.

Látum í okkur heyrast, afleiðingarnar gætu verið þess virði.

P.S. Danir eru samkvæmt fréttinni að reyna að sanna að einhver "Lomonssov" hryggur sem liggur frá Grænlandi að Síberíu, um norðupólinn, sé grænlenskur. Ætla þeir þá í kjölfarið að gera tilkall til Síberíu?


mbl.is Danir vonast til þess að geta slegið eign sinni á Norðurpólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega bara ekki í lagi.

Þessi frétt er bara hreint út sagt ótrúleg. Fá bara borgað fyrir 14 tíma, en standa 20. Fólk sem vinnur vinnuna sína á náttúrulega að fá borgað fyrir þann tíma sem það vinnur.

Óháð því hvort er einstaklingur er fatlaður eður ei, þá er nátturulega spurning hvort fólk fái greitt fyrri afköst og framistöðu. Í þeim tilfellum ætti að greiða mismunandi laun td. einn fær 800 kr á tímann á meðan annar fær 900 kr. á tímann. En að snuða fólk um unnar vinnustundir er náttúrulega bara ekki í lagi. Ef gerður er samningur við fólk um að greiða þeim einhverja ákveðna upphæð á tímann, þá er það bara þannig. Að lækka launin með því að fella niður unnar stundir er bara svik.

Þó einstaklingur sé fatlaður, þá þýðir það ekki að hann geti ekki unnið vinnuna sína. Ef einstaklingur stendur sína plikt, þá á hann að fá greitt samkvæmt því. Alveg óháð öllu.


mbl.is Fötluð ungmenni fá ekki full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem kannski skiptir mestu máli.

Það var bara tímaspursmál hvenær Hr. Hlið félli úr efsta sætinu, enda byggði auður hans nánast á eignum í einu fyrirtæki. Það sem ég tel hins vegar skipta meira máli og gæti verið ákveðinn fyrirboði, er að ríkasti maður heims er ekki Bandaríkjamaður, heldur frá miðamerísku ríki.

Maður veltir því fyrir sér hvort nú sé von á fleiri einstaklingum í hóp hinna ríkustu, sem koma frá "minna fínum" ríkjum. Þrátt fyrir áróður sumra, þá er auður heimsins að skiptast niður á fleiri aðila og fjölbreyttari þjóðerni. Ég yrði ekki hissa á að á næstu fimm til 10 árum verði meirihluti 20 efnuðustu einstaklinganna utan Bandaríkjanna.

Heimurinn er að taka breytingum, nokkuð sem mun koma okkur öllum til góða.


mbl.is Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sumar allstaðar.

Óvænt snjókoma olli vandræðum í Jóhannesarborg og á fleiri stöðum í Suður-Afríku í dag. Loka varð mörgum þjóðvegum þegar snjó kyngdi niður í morgun í Jóhannesarborg og nágrenni. Mjög sjaldgæft er að það snjói á þessu svæði - jafnvel á veturna.

Það snjóar ekki oft í Afríku, en hefur þó gerst. Minnir að ég hafi heyrt af því fyrir mörgum árum. Maður spekúlerar hvort hlýnunin hafi ekki náð þangað niðureftir. Hins vegar var fréttin ekki alveg að meika sens, en eins og sjá má í klippinu hérna að ofan, þá er "mjög sjaldgæft að það snjói á þessu svæði - jafnvel á veturna." En það er nú einu sinni þannig að þegar sumar er á norðurhveli, þá er vetur á því syðra. Þannig að í raun er vetur í Suður Afríku í dag. Það væri virkilega ótrúlegt ef það færi að snjóa í desember, en þá er náttúrulega sumar í Suður Afríku.

Ákvað að klippa og pasta þennan hluta fréttarinnar inn þar sem ég geri ráð fyrir að henni verði breytt þegar á líður og þá yrði þetta blogg frekar marklaust og ill skiljanlegt.


mbl.is Snjókoma í Jóhannesarborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gott að búa á Selfossi.

Það er ekki nokkur spurning að það er gott að búa á Selfossi. Hins vegar er þetta ekki fasti, heldur ástand sem tekur mið af umhverfi og því fólki sem þarna býr. Núna er verið að taka miklar og stórar ákvarðnir í umhverfismálum hér á Selfossi og vert að þær séu ekki teknar í einhverjum gullgrafaragír.

Það er hálfgerð gullgrafarastemming hérna þegar kemur að nýbyggingum og endurskipulagningu. Minnir nokkuð á skipulagshugmyndir sem ég sá frá Skagaströnd uppúr aldamótunum 1900, en þar var gert ráð fyrir að myndi rísa borg. Ákveðnar ytri aðstæður gerðu það að verkum að ekki varð úr þeim hugmyndunum og vísast þá til þess að einginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Á núna að hrúga upp fjölbýlishúsum í bæ þar sem landrými er slíkt að hægt er að margfalda núverandi flatarmál bæjarins, á meðan þrjú fjölbýlishús standa auð. Væri ekki nær að huga að íbúum bæjarins og hvað þeim þætti vænst um og láta svo stækkunina fylgja íbúafjöldanum.

Há fasteignagjöld, dýrir leikskólar og ónýtar götur, eru ekki kvatar til aðflutnings. Hugum að þeim sem hér búa og síðan getum við stækkað bæinn. Nóg er af landrými. Þétting byggðar er eitthvað sem við hugum að þegar landrými er af skornum skammti.

Annars var ég búinn að skrifa þetta líka um málið.


mbl.is Rýmt fyrir nýjum miðbæ á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vill maður með miðbæinn.

Nú er verið að hamra í gegn miðbæjarmynd á Selfossi sem ég held að komi til með að verða litið til sem klúðurs og minnismerkjaframleiðslu. Skiptir þá engu máli hvort í hlut eiga ráðandi pólitíkusar eða arkitektar.

Hvað vantar Selfoss í dag? Selfoss vantar ekki byggingarland og því engin nauðsyn að byggja háar byggingar og bílastæði. Annað sem Selfoss vantar ekki er vind. Selfoss vantar skjólgóðan stað þar sem íbúar bæjarins geta hist og átta góða stund saman, hvort sem það er til að fagna sumri, 17. júní eða kveikja á jólatré.

Slíkur staður verður ekki til með því að byggja blokkir og bílastæði í hjarta bæjarins. Staðurinn sem litið er til sem miðbæjar gæti, með opnu og trjávörðu svæði, orðið sá staður sem íbúar Selfoss vilja og munu halda í hjarta sínu sem sælureit minninganna þar sem þeir áttu góða stund á góðum degi í samveru með nágrönnum sínum.

Ef Sigtúnsbletturinn yrði hannaður þannig að syðsti hluti hans yrði opið grænt og fallegt torg og trén, sem þegar eru til staðar, yrðu aukin og bætt þannig að gott skjól myndaðist. Þá væri kominn þar staður sem hægt væri að eiga góða stund á. Á milli þessa græna svæðis og núverandi bygginga við Austurveg, væri hægt að byggja lágar tveggjahæða byggingar sem gætu hýst skrifstofur og verslanir. Aðkoma bifreiða að svæðinu yrði svo um Krónulóðina, en ekki þannig að bifreiðar héldu inn á svæðið, heldur væri ekið inn í niðurgrafna bílageymslu þaðan sem hægt væri að fara beint inn í verslanahúsnæðið og á opin svæði. Engin umferð ökutækja væri á svæðinu sjálfu.

Spurningin er alltaf þessi, hvernig viljum við hafa miðbæinn. Á þetta að vera safn svefnskála þar sem ljós kvikna reglulega um fimm leytið, eða á hann að vera samastaður íbúanna á góðum stundum.

Ég hef á tilfinningunni að það sem nú er í pípunum, verði ekki til vegs eða virðingar núverandi valdhöfum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband