Meira umtal gerir rangt aldrei rétt

Verð nú að segja það að þetta er farið að verða svolítið þreytandi. "Meira sé vitað um ávinninginn af ESB‐aðild en um mögulegar neikvæðar afleiðingar hennar eins og þeim, að tryggja sérhagsmuni Íslands og afleiðingum af óagaðri hagstjórn" er náttúrulega ekki alveg rétt varðandi þetta mál. Það er alveg vitað um neikvæðu hliðina að aðild. Það er bara ákveðinn hópur sem tekur alltaf fyrir eyrun og segir "Nei, Nei, ekki rétt ..." í hvert sinn sem minnst er á þá staðreynd að við höfum ekkert að gera þarna inn.

Upptaka Euro er engin gull lausn fyrir okkur. Ástandið í efnahagsmálum evrópskra Euro landa sýnir það. Frakkar og Ítalir standa frammi fyrir GÍFURLEGUM efnahagsvanda, en geta ekkert gert. Þeir hafa afsalað sér forræðinu yfir efnahagsmálum sínum.

Umráð yfir fjármálum og efnahagslegum forsendum er algjört skilyrði þess að hægt sé að bregðast við hér á landi. Síðustu ár hafa sýnt það að efnahagsumhverfið hér er ekki samstillt efnahagsumhverfi Evrópu og einhverjar heilstæðar lausnir þeirra gætu illa hent okkur og jafnvel virkað þveröfugt við það sem við þurfum. Einstaklingur sem sviptur hefur verið fjárræði er ekki til stórræða fallinn.

Krónan, með lækkuðum innflutningskostnaði hefur verið stór kjarabót fyrir neytendur. Uptaka Euro hefði ekki verið þeim til hagsbóta. Upptaka Euro er engöngu til hagsbóta fyrir útflytendur sem vilja hafa sem minnst fyrir lífinu. Það er ekkert mál að standa af sér sveiflur Krónunnar. Maður gerir bara eins og aðrir sem flytja vörur á milli gjaldmiðla, maður "hedgar" gjaldmiðilinn. Það er ekki flókið, því fylgir bara smá vinna.

Hættum að gera lítið úr okkur og sjálfstæði okkar. Við þurfum ekki barnapíu. Vextir munu lækka hér á landi. Það tekur bara smá tíma, en það mun gerast.


mbl.is Mikilvægt að kannað verði hvort ESB og evra þjóni hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband