Þetta er náttúrulega bara ekki í lagi.

Þessi frétt er bara hreint út sagt ótrúleg. Fá bara borgað fyrir 14 tíma, en standa 20. Fólk sem vinnur vinnuna sína á náttúrulega að fá borgað fyrir þann tíma sem það vinnur.

Óháð því hvort er einstaklingur er fatlaður eður ei, þá er nátturulega spurning hvort fólk fái greitt fyrri afköst og framistöðu. Í þeim tilfellum ætti að greiða mismunandi laun td. einn fær 800 kr á tímann á meðan annar fær 900 kr. á tímann. En að snuða fólk um unnar vinnustundir er náttúrulega bara ekki í lagi. Ef gerður er samningur við fólk um að greiða þeim einhverja ákveðna upphæð á tímann, þá er það bara þannig. Að lækka launin með því að fella niður unnar stundir er bara svik.

Þó einstaklingur sé fatlaður, þá þýðir það ekki að hann geti ekki unnið vinnuna sína. Ef einstaklingur stendur sína plikt, þá á hann að fá greitt samkvæmt því. Alveg óháð öllu.


mbl.is Fötluð ungmenni fá ekki full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband