Algeng sjón eftir göng

Þetta mun ekki vera í fyrsta skiptið sem minkur kemst til eyja. Heyrði að þetta hefði gerst áður og þá hefði sá valdið miklum usla í fuglabyggð. Þessi virðist hafa verið stoppaður áður en hann olli of miklu tjóni (þ.e. ef hann er dauður).

Ég er hins vegar þeirra skoðunar, að verði af göngum milli lands og eyja, þá muni þessi gestur ekki teljast gestur lengi og teljast með íbúum eyjanna. Eyjarnar virðast vera nægjanlega langt frá meginlandinu til að halda þessum dýrum frá, en komist þau í Heimaey, þá er stutt í aðrar eyjar. Það er spurning hvort fuglinn þoli minkinn í íbúatöluna.

Ég held að, þrátt fyrir ýmis þægindi, þá sé hagurinn af göngum minni en skaðinn af minknum.


mbl.is Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband