Er gott að búa á Selfossi.

Það er ekki nokkur spurning að það er gott að búa á Selfossi. Hins vegar er þetta ekki fasti, heldur ástand sem tekur mið af umhverfi og því fólki sem þarna býr. Núna er verið að taka miklar og stórar ákvarðnir í umhverfismálum hér á Selfossi og vert að þær séu ekki teknar í einhverjum gullgrafaragír.

Það er hálfgerð gullgrafarastemming hérna þegar kemur að nýbyggingum og endurskipulagningu. Minnir nokkuð á skipulagshugmyndir sem ég sá frá Skagaströnd uppúr aldamótunum 1900, en þar var gert ráð fyrir að myndi rísa borg. Ákveðnar ytri aðstæður gerðu það að verkum að ekki varð úr þeim hugmyndunum og vísast þá til þess að einginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Á núna að hrúga upp fjölbýlishúsum í bæ þar sem landrými er slíkt að hægt er að margfalda núverandi flatarmál bæjarins, á meðan þrjú fjölbýlishús standa auð. Væri ekki nær að huga að íbúum bæjarins og hvað þeim þætti vænst um og láta svo stækkunina fylgja íbúafjöldanum.

Há fasteignagjöld, dýrir leikskólar og ónýtar götur, eru ekki kvatar til aðflutnings. Hugum að þeim sem hér búa og síðan getum við stækkað bæinn. Nóg er af landrými. Þétting byggðar er eitthvað sem við hugum að þegar landrými er af skornum skammti.

Annars var ég búinn að skrifa þetta líka um málið.


mbl.is Rýmt fyrir nýjum miðbæ á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband