Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Einhverjir af gömlu bönkunum eignist hina nýju???

Ég hlýt að hafa misst af einhverju hérna. Eru gömlu bankarnir ekki kapút og þess vegna voru nýju bankarnir stofnaðir. Nú eiga þeir gömlu að eignast þá nýju? Rosalega er ég ánægður með að núverandi ríkistjórn skuli vera svona gegnsæ sem hún er, því annars héldi maður að verið væri að fíflast í manni.


mbl.is Eignarhald á bönkunum að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól hætt að gylla haf

Ísland fullvalda meðan sól gyllir haf, segir í vinsælum lagatexta sem oft er hjartnæmt sungin á hátíðisdögum þjóðarinnar. Nú er sól augljóslega hætt að gylla haf.

Ég ætla ekki að segja of mikið um þetta núna, þar sem ég yrði líklegast sóttur heim af lögreglunni með von um ákæru vegna líflátshótanna. Þeir sem þarna sýndu sitt rétta andlit voru svo sem flestir búnir að gefa þetta upp, en það sem mér kemur mér mest á óvart, er að sjá Ögmund og Katrínu kjósa á þann veg sem þau kusu. Ögmundur, var að ég taldi, líklegur til að láta valdið víkja fyrir frelsinu, en hann er jafn valdasjúkur og hin. Katrín, ég hlustaði á þig tala 1. des í Kópavogi og miðað við orð þín þá og nú, þá hlýtur þér að líða illa.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan samning???

Enn og aftur er talað um að ná góðum samning. Það verða engir samningar um hvað við tökum upp og hvað ekki, heldur verður þetta spurningin um það hvenær við tökum þetta allt upp. Þetta er ekki klúbbur þar sem men geta valið og hafnað. Þetta er klúbbur sem umsækendur verða að taka allan pakkan eða hverfa frá ella.

Þessi áróður um að hingað muni flykkjast erlent fjármagn í massavís, er bara barnalegur í besta lagi. Hingað kemur ekkert tsjunamiflóð fjármagns frekar en þegar við gengum inn í EES. Allur fjármagnsflutningur verður á höndum Íslendinga sjálfra. Ef það er svona gott að vera á leiðinni inn, þá hlýtur að vera enn betra á vera inni. Það hefur bara gleymst að segja Írum það. Fyrst þeir eru ekki að sjá tsjunamiflóð fjármagns á leið til sína núna, hvers vegna ætti það að þá að koma til okkar??? Þeir eru þegar inni.

Hagsmunaaðilar eru að ganga gegn fullveldi þjóðarinnar og það breytir engu hvað þeir segja, það er fullveldisafsal að ganga í þetta ríkjasamband, alveg eins og ef við myndum ganga inn í BNA.


mbl.is Skref í átt að auknu trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsæld í formi eignar - Nýtt Ísland 4

Það er nauðsynlegt að samræmi sé á milli verðmæta samfélagsins og fjármagns í umferð. Einhver verður að sjá til þess að með auknum verðmætum, aukist fjármagn í umferð, spurningin er bara hver það er og hvernig það er gert. Ætlum við að fá það í umferð í formi skulda, eða eigna.

Ef verðmætasköpun í samfélagi er 100.000.000, þá þarf að skaffa pening fyrir þessum sömu verðmætum. Eins og staðan er í dag, þá skaffa bankarnir peninginn í formi skulda og rukka okkur um vexti. Þannig að til að vera skuldlaus við bankann, þá þarf samfélagið að borga til baka 106.000.000, en allir ættu að sjá að það er einfaldlega ekki hægt. Það er nefnilega ekki hægt að borga 106.000.000 ef það er aðeins til 100.000.000 í peningum.

Í nýju kerfi, þá myndi ríkið jafna magn peninga og verðmæta. Allur munur yrði svo tekinn og honum skipt upp. Til að byrja með myndi ríkið taka 50% og skipta því milli ríkis og sveitafélaga til að standa undir samneyslunni. Hinum 50% yrði svo skipt upp á milli allra borgara samfélagsins. Þannig kæmi hagsældin til samfélagsins í formi eignar en ekki skuldar.

Eins og staðan er í dag, þá má gera ráð fyrir að það vanti um 600 – 700 milljarða til þess að samræmi sé á milli peninga og verðmæta. Þessi tala gæti hafa breyst þar sem nokkrir mánuðir eru síðan ég heyrði hana nefnda, auk þess sem upplýsingar frá hinu opinbera eru frekar gloppóttar nú á dögum. Höldum okkur hins vegar við töluna svona til að klára reikninginn, en þá erum við að sjá ríkið fá um 300 til 350 milljarða og restin sem færi til almennings væri í kringum 940 – 1.100 þúsund, eða í kringum eina milljón á mann. Þennan pening fengu einstaklingarnir án þess að skuldsetja sig og myndi hann þá koma í veg fyrir neyslulán. Þessar tölur er settar fram til skýringar og gætu hafa breyst. Þær eru hins vegar ekki fjarri sanni og sýna hvernig hlutirnir geta auðveldlega verið.

Hægt og bítandi myndu svo lán hverfa, en í staðinn ætti fólk hlutina sem það notar og húsin sem það býr í. Aukin hagsæld myndi sýna sig í auknum eignum, ekki skuldum.

Auðvitað eru margar spurningar sem vakna við þetta, enda um að ræða hugsun sem ekki samrýmist því sem okkur hefur verið innrætt í gegnum árhundruðin. Hvernig getur staðið á því að fólk fær peninginn „ókeypis“? Hvaðan kemur peningurinn? Getur þetta gengið upp? Eru þetta ekki bara draumórar?

Við sjáum ekkert athugavert við það að hluthafar í fyrirtækjum fái greiddan arð, þó þeir leggi ekkert til framleiðslunnar eða komi nálægt rekstrinum að öðru leiti. Afhverju á þá ekki almenningur rétt á arði vegna aukinna verðmæta samfélagsins?

Hvaðan kemur peningurinn og hvers vegna á almenningur tilkall til hans frekar en þeir sem vinna við að búa til verðmætin beint? Framleiðsla þjóðfélagsins samanstendur af nokkrum þáttum og er beint vinnuframlag einn þeirra. Fyrir það fá einstaklingarnir sem koma að framleiðslunni greitt. Hins vegar byggir verðmætasköpunin á öðrum þáttum líka svo sem sameiginlegri þekkingu samfélagsins og ekki síst nýtingu sameiginlegra auðlinda. Það er eðlilegt að allir njóti góðs af því sem verður til við nýtingu þeirra. Við megum heldur ekki gleyma að þeir sem standa beint að framleiðslunni fá líka greiddan arð og fá því bæð greidd laun og arðinn. Þannig fá þeir í raun meira í sinn hlut en þeir sem fá aðeins arðinn greiddan.

Eins og áður hefur komið fram, þá er peningur verðlaus og aðeins hugsaður til að auðvelda skipti á verðmætum. Ríkið á að búa hann til eins og bankarnir gera í dag, en í stað þess að bankarnir láni þennan pening gegn vöxtum, til þeirra sem eru bönkunum þóknanlegir, þá er réttlátt að borgarar samfélagsins fái þennan pening greiddan beint sem eign.

Getur þetta gengið upp svona? Já, ekki síður en það gengur upp að fá peningana í gegnum bankakerfið. Þessir peningar þurfa að komast út í samfélagið og það er réttlátara að allir fái jafnt í staðin fyrir að fáir einstaklingar, sem stjórnast af græðgi, deili honum til þeirra sem þeim eru þóknanlegir og rukki fyrir það vexti.

Þá er það síðasta spurningin sem sett var fram, eru þetta ekki draumórar. Þetta er vissulega draumur nú um stundir, en órar eru þetta ekki. Þetta hefur ekki verið prófað áður í því mæli sem það þyrfti að gerast í dag, en það er ekki þar með sagt að það sé ómögulegt. Það er nefnilega þannig að allt sem gert hefur verið, hafði áður aldrei verið gert fyrr. Það er að segja, þó eitthvað hafi ekki verið gert áður, þýðir ekki að það sé ekki hægt.

Við vitum fyrir víst að núverandi fyrirkomulag er ekki að ganga upp og þjónar engan vegin hagsmunum almennings. Ef við viljum sjá alvöru lausnir, þá verðum við að höggva að rót vandans, en einblína ekki á afleiðingar hans. Með því að skipta um kerfi, þá erum við að höggva á rót vandans og byggja upp réttlátara samfélag þar sem einstaklingarnir eignast verðmæti, en ekki skuldir.

Hér er hægt að lesa síðasta pistil í sama greinarflokki.


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningaframleiðsla - Nýtt Ísland 3

Eins og kom fram í síðasta pistli, þá er aðeins um 5 – 10% fjármagns í formi peninga. Þannig að ríkið, sem hefur einkaleyfi á framleiðslu peninga, sér aðeins um framleiðslu á um litlum hluta fjármagnsins. Hver sér þá um hin 90 – 95%?

Þegar talað er um að bindiskilda banka sé 10%, þá þýðir það í raun að banki sem er með innistæður og eignir fyrir 1.000.000 krónum, getur lánað 9.000.000 krónur. Sem sagt bankinn getur búið til pening. Þannig er það að þegar hagkerfið stækkar með aukinni verðmætasköpun, þá býr bankinn til fjármagnið. Þetta fjármagn lánar bankinn okkur svo með vöxtum.

Það er reyndar tvennt í þessu sem ætti ekki að vera til staðar, það er að segja við borgum bankanum fyrir eitthvað sem hann ekki á og svo þýðir þetta að hagsæld samfélagsins kemur til almennings í formi skuldar en ekki eignar. Það er þess vegna sem við skuldum meira og meira með meiri hagsæld, eitthvað sem er auðvitað mjög öfugsnúið. Hagfræðingar hafa stutt þetta kerfi dyggilega og mælt hagsæld þjóða eftir því hversu skuldugar þær eru.

Annað sem í þessu kerfi felst, er að það verður aldrei hægt að greiða bankanum til baka skuldina. Það er nefnilega þannig að þegar bankinn býr til 100.000.000 krónur og lánar samfélaginu það með 6% vöxtum, þá þarf að greiða bankanum til baka 106.000.000 krónur. Það þýðir að það vantar fjármagn fyrir 6.000.000 krónur. Þannig er að ómögulegt fyrir samfélagið að greiða skuldina til baka þó allt fjármagn væri tekið og sett í þetta. Til þess að “redda” þessu, þá lána bankarnir okkur fyrir vöxtunum og hirða eignir þeirra sem ekki geta staðið undir því.

Þessi hringavitleysa leiðir svo til þess að fjármagn í umferð verður meira en verðmætin í samfélaginu, sem leiðir til verðbólgu og þenslu (það er nefnilega ekki launahækkun til almennings sem stýrir verðbólgunni). Svo þegar þetta er allt að fara yfirum, þá kippa bankarnir til sín fjármagninu og þá verður allt í einu minna fjármagn en verðmæti og þá skellur á kreppa og samdráttur.

Það að ætla að ýta undir sparnað í þessu kerfi er líka dauðadómur fyrir samfélagið, því að með auknum sparnaði framleiða bankarnir minna fjármagn og þá verður fjármagn í umferð minna en verðmætin í samfélaginu og samdráttur á sér stað. Þetta kerfi er því hannað til að auka skuldir almennings og ríkja með tilheyrandi eignaupptöku með reglulegu millibili. Þegar svo sett eru lög, eins og Ólafslögin, þá ýta þau ekki undir sparnað, heldur þvert á móti auka bara við skuldsetningu almennings og eignaupptöku. Kerfið étur alltaf almenning.

En hvað er þá til ráða? Hvernig er hægt að koma með lausn sem vinnur með fólkinu í stað þess að vinna gegn því og gera það að þrælum? Um það fjallar næsti pistill.

Hér má lesa síðasta pistil í sama greinarflokki.

Hér má lesa næsta pistil í greinaflokknum.


mbl.is Atkvæði greidd um ESB í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin eini tilgangur peninga - Nýtt Ísland 2

Peningar hafa aðeins einn tilgang. Hinn eini tilgangur peninga er að auðvelda samfélagi manna að skiptast á þeim verðmætum sem þetta samfélag skapar. Hagsæld samfélaga byggir á þeim verðmætum sem það skapar og þessum verðmætum verðum við að geta skipst á svo allir geti notið góðs af. Það er nefnilega þannig að allir koma ekki til með að geta framleitt allt og því þarf að vera að hægt að skiptast á verðmætum. Þess vegna og aðeins þess vegna hefur mannskepnan fundið upp peninga. Peningar hafa því ekkert verðgildi sem slíkir, heldur er það undirliggjandi framleiðsla samfélagsins sem er hið eina sanna verðgildi. Peningar án undirliggjandi verðmæta hafa því ekkert verðgildi, eru verðlausir.

Í sinni einföldustu mynd, þá er það þannig að magn peninga þarf að vera í samræmi við þau verðmæti sem til staðar eru í samfélaginu. Sé til of mikið af pening, verður þennsla og verðbólga. Sé hins vegar of lítið af peningum í umferð, þá verður kreppa eða samdráttur.

Það er því grundvallaratriði í peningastjórnun að það sé jafnvægi á milli verðmæta samfélagsins og þeirra peninga sem eru í umferð. Reyndar er það nú svo að peningar eru ekki eina tegund fjármagns sem er í gangi í nútíma samfélögum. Peningar, það er seðlar og mynt, eru reyndar ekki nema 5 til 10% þess fjármagns sem er í umferð. Hinn hlutinn er rekinn í gegnum bankana í formi reikningsinnistæðna.

En ef peningamagn þarf alltaf að endurspegla undirliggjandi verðmæti í samfélaginu, hvernig er þá bætt við peningum þegar verðmæti samfélagsins aukast, eins og þau gera á hverju ári? Þetta leiðir til kafla númer 3, hvernig nýtt fjármagn kemst í umferð.

Hér má sjá fyrri færslu í sama greinarflokki. 


mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga að nýju Íslandi

Við lifum á viðsjárverðum tímum. Við höfum horft á þjóðfélagið taka kúfvendingu og allar forsendur fyrir lífi okkar hafa brostið. Þeir sem við höfum valið til að fara með okkar mál, virðast vanhæfari en enginn og allar aðgerðir ríkistjórnarinnar hafa miðast við að gæta hagsmuna allra annarra en almennings í landinu. Almenningur skal blæða fyrir bruðl og hugsunarleysi fárra. Og þetta er án þess að horfa á allt klúðrið í alþjóðasamskiptum, þar sem stjórnin er að falla að öllum kröfum án þess að velta því fyrir sér, að því er virðist, hvort við þurfum að standa undir þessum kröfum eða ekki. Hótanir og kúgun fær ríkistjórnina til að gefa eftir. Þetta er ekki ríkistjórn sem tekur slaginn. Hefði þessi ríkistjórn setið á þeim tímum er við deildum við Breta um fiskveiðilögsögu, þá væru breskir togarar enn að skrapa sjávarbotninn upp undir fjörum landsins.

Forsætisráðherra hefur sagt að það sé ekki til “plan B”. ESB aðild og eftirgjöf varðandi Icesave er bara eitthvað sem við verðum að taka á okkur. Kennum öðrum um og fáum svo vinnu í Brussel. Þetta virðist vera dagsskipunin. Fámenn klíka hefur tekið ákvörðun, þvert á vilja þjóðarinnar og henni skal fylgt eftir. En hvað ef það er til “plan B”, jafnvel C, D, E og allt upp í Ö. Hvað ef þetta væri nú ekki svo skítt og við þyrftum ekki alla þessa eftirgjöf. Það að ríkistjórnin sjái ekki hina farsælu leið, þýðir ekki að hún sé ekki til staðar.

Leiðin er til og hún er alveg ótrúlega einföld. Ef sú leið sem ég er að tala um, yrði tekin upp, þá værum við að horfa á nokkra mánuði í mesta lagi, þangað til þjóðfélagið væri farið að taka við sér. Leiðin kollvarpar hins vegar þeirri hugsun sem við höfum rekið þetta þjóðfélag á, allt frá 1904, er við tókum ráðherravaldið heim og hófum leiðin til frelsis. Leiðin er rótæk, en mun hafa í för með sér meiri hagsæld og minni sveiflur innan hagkerfisins. Hún mun verða til þess að við verðum þjóðfélag eignar en ekki skulda.

Þessi leið verður ekki kynnt í stuttum texta, þannig að ég hef ákveðið að brjóta þetta aðeins upp og mun þessi greinaflokkur minn birtast núna næstu daga. Ég mun byrja á að fjalla um eðli fjármagnsins og tilgang þess í samfélagi mannanna, þar sem það er nauðsynlegt að sjá lygina sem hefur verið haldið að okkur öll þessi ár. Ég mun svo koma að hinu nýja kerfi, lausninni sem mun leiða okkur fram á veginn.

Hér má lesa næsta pistil.


mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að bjarga ESB klúðri?

Hollenski fjármálaráðherran gagnrýnir mjög regluverk ESB enda ekki furða. Íslensku bankarnir voru reknir eftir þessu kerfi og voru að gera það sama og allir hinir evrópsku bankarnir. Ástæðan fyrir því að ESB gengur svona hart gagnvart því að við tökum á okkur allt Icesave klúðrið er til þess að ESB regluverkið hrynji ekki. Það er nefnilega þannig að komi Ísland til með að viðurkenna það augljósa, að regluverkið var ekki fullkomið, þá er allt bankakerfið í Evrópu í upplausn. Með því að neita að viðurkenna að þetta sé eitthvað sem geti gerst hvar sem er í Evrópu, þá er verið að vonast til þess að evrópska kerfið verði ekki gagnrýnt og jafnvel riði til falls. Evrópska kerfið stendur á brauðfótum og getur fallið hvenær sem er.

Regluverkið frá ESB gerði ekki ráð fyrir því að allir bankar eins samfélags færu á hliðina á sama tíma og það áður en búið væri að byggja upp tryggingasjóðinn. Þetta skelfir ESB því það eru fleiri lönd í sömu stöðu og Ísland hvað þennan tryggingasjóð áhrærir. Fórna á Íslandi til að bjarga ESB.


mbl.is Bos: Aldrei aftur Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og eru menn hissa?

Ef núverandi ríkistjórn nær fram markmiðum sínum, þá verðum við þjóð sem þarf að greiða meira í vexti, af einhverju láni sem við tókum aldrei, en sem nemur þeim umfram gjaldeyri sem við höfum hingað til haft til ráðstöfunar. Svo eru "lánadrottnarnir" með eignarupptöku ákvæði (sem þeir gera svo sem ekki ráð fyrir að nýta sér, nokkuð sem við höfum nú heyrt áður þegar bankar taka eignir að veði) ef við gætum ekki borgað. Svo til að kóróna vitleysuna, þá er keyrt á fullu inn í bandalag sem hefur það að markmiði að verða ríkjasamband í anda BNA. Þannig að við komum til með að "skulda" tveimur aðilum innan ríkjasabandsins alla okkar framleiðslu og vera svo undir stjórn bjúrokrata sem taka málstað stóru aðilanna, en við erum ekki einn þeirra.

Þetta er ósköp augljós framtíðarmynd sem ríkistjórnin er að teikna og því skiljanlegt að fólk vilji út. Þetta gerir svo ástandið enn verra hér heima þar sem það verða sífellt færri sem þurfa að bera klafann.

Það er ekki spurning að það þarf að hafna ESB og Icesave frumvörpunum, þjóðinni til heilla. Það að blanda kosningunum um þessi mál saman við einhverjar væntingar um fall ríkistjórnarinnar er mjög óábyrgt tal og engöngu til þess fallið að þingmenn innan ríkistjórnarflokkanna, sem hafa þá sannfæringu að fella frumvörpin, samþykki þau til að bjarga ríkistjórninni. Þetta eru þannig mál að það verður að kjósa um þau út frá framtíðarmöguleikum þjóðarinnar, ekki einhverjum væntingum um stjórnarslit eða áframhaldandi setu.

Íslendingar búa yfir auðlindum sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Að ganga að þessum samningum, mun útiloka okkur frá því að njóta arðs af þeim, þær verða ekki okkar. Gefum okkur að það finnist ekki olía á landsvæðum sem við höfum til umráða, heldur lítum til þess sem við þegar höfum. Við erum með fiskimið sem enn er að gefa okkur afla og t.d. Bretar og Spánverjar hafa litið til. Svo erum við með orku sem hægt er að framleiða ódýrt og með aukinni tækni verður sífellt auðveldara að flytja hana yfir til Evrópu. Svo er það drykkjarvatnið, en nú þegar er farið að bera á miklum skorti á vatni í Evrópu og sá skortur mun aukast töluvert í framtíðinni.

Þá er spurningin þessi. Ætlum við að afsala okkur framtíð okkar, eða ætlum við að halda haus og selja svo ESB fisk, orku og vatn á verði sem við ákveðum. Ekki láta glepjast af hótunum, við eigum möguleika á framtíð sem er önnur en að verða hráefnanýlenda í stíl við Svalbarða. Það að ríkistjórnin sjái ekki aðra lausn, plan B, þýðir ekki að lausnin sé ekki til staðar. Það er nefnilega svo að okkur hættir til að yfirsjást einföldustu lausnirnar þar sem við trúum því ekki að þær gætu komið að gagni.


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið?

GGE er í eigu íslensku bankanna og íslensku bankarnir eru í eigu ríkisins og við erum ríkið. Þetta er ekkert vandamál. Við viljum ekki þessa framkvæmd og þá á ríkið að gera okkar og bankarnir að gera ríkisins og þannig gerir GGE það sem við viljum. Hættum hykleríinu.
mbl.is Fréttaskýring: Einkavæðing HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband