Peningaframleiðsla - Nýtt Ísland 3

Eins og kom fram í síðasta pistli, þá er aðeins um 5 – 10% fjármagns í formi peninga. Þannig að ríkið, sem hefur einkaleyfi á framleiðslu peninga, sér aðeins um framleiðslu á um litlum hluta fjármagnsins. Hver sér þá um hin 90 – 95%?

Þegar talað er um að bindiskilda banka sé 10%, þá þýðir það í raun að banki sem er með innistæður og eignir fyrir 1.000.000 krónum, getur lánað 9.000.000 krónur. Sem sagt bankinn getur búið til pening. Þannig er það að þegar hagkerfið stækkar með aukinni verðmætasköpun, þá býr bankinn til fjármagnið. Þetta fjármagn lánar bankinn okkur svo með vöxtum.

Það er reyndar tvennt í þessu sem ætti ekki að vera til staðar, það er að segja við borgum bankanum fyrir eitthvað sem hann ekki á og svo þýðir þetta að hagsæld samfélagsins kemur til almennings í formi skuldar en ekki eignar. Það er þess vegna sem við skuldum meira og meira með meiri hagsæld, eitthvað sem er auðvitað mjög öfugsnúið. Hagfræðingar hafa stutt þetta kerfi dyggilega og mælt hagsæld þjóða eftir því hversu skuldugar þær eru.

Annað sem í þessu kerfi felst, er að það verður aldrei hægt að greiða bankanum til baka skuldina. Það er nefnilega þannig að þegar bankinn býr til 100.000.000 krónur og lánar samfélaginu það með 6% vöxtum, þá þarf að greiða bankanum til baka 106.000.000 krónur. Það þýðir að það vantar fjármagn fyrir 6.000.000 krónur. Þannig er að ómögulegt fyrir samfélagið að greiða skuldina til baka þó allt fjármagn væri tekið og sett í þetta. Til þess að “redda” þessu, þá lána bankarnir okkur fyrir vöxtunum og hirða eignir þeirra sem ekki geta staðið undir því.

Þessi hringavitleysa leiðir svo til þess að fjármagn í umferð verður meira en verðmætin í samfélaginu, sem leiðir til verðbólgu og þenslu (það er nefnilega ekki launahækkun til almennings sem stýrir verðbólgunni). Svo þegar þetta er allt að fara yfirum, þá kippa bankarnir til sín fjármagninu og þá verður allt í einu minna fjármagn en verðmæti og þá skellur á kreppa og samdráttur.

Það að ætla að ýta undir sparnað í þessu kerfi er líka dauðadómur fyrir samfélagið, því að með auknum sparnaði framleiða bankarnir minna fjármagn og þá verður fjármagn í umferð minna en verðmætin í samfélaginu og samdráttur á sér stað. Þetta kerfi er því hannað til að auka skuldir almennings og ríkja með tilheyrandi eignaupptöku með reglulegu millibili. Þegar svo sett eru lög, eins og Ólafslögin, þá ýta þau ekki undir sparnað, heldur þvert á móti auka bara við skuldsetningu almennings og eignaupptöku. Kerfið étur alltaf almenning.

En hvað er þá til ráða? Hvernig er hægt að koma með lausn sem vinnur með fólkinu í stað þess að vinna gegn því og gera það að þrælum? Um það fjallar næsti pistill.

Hér má lesa síðasta pistil í sama greinarflokki.

Hér má lesa næsta pistil í greinaflokknum.


mbl.is Atkvæði greidd um ESB í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband