Hin eini tilgangur peninga - Nýtt Ísland 2

Peningar hafa aðeins einn tilgang. Hinn eini tilgangur peninga er að auðvelda samfélagi manna að skiptast á þeim verðmætum sem þetta samfélag skapar. Hagsæld samfélaga byggir á þeim verðmætum sem það skapar og þessum verðmætum verðum við að geta skipst á svo allir geti notið góðs af. Það er nefnilega þannig að allir koma ekki til með að geta framleitt allt og því þarf að vera að hægt að skiptast á verðmætum. Þess vegna og aðeins þess vegna hefur mannskepnan fundið upp peninga. Peningar hafa því ekkert verðgildi sem slíkir, heldur er það undirliggjandi framleiðsla samfélagsins sem er hið eina sanna verðgildi. Peningar án undirliggjandi verðmæta hafa því ekkert verðgildi, eru verðlausir.

Í sinni einföldustu mynd, þá er það þannig að magn peninga þarf að vera í samræmi við þau verðmæti sem til staðar eru í samfélaginu. Sé til of mikið af pening, verður þennsla og verðbólga. Sé hins vegar of lítið af peningum í umferð, þá verður kreppa eða samdráttur.

Það er því grundvallaratriði í peningastjórnun að það sé jafnvægi á milli verðmæta samfélagsins og þeirra peninga sem eru í umferð. Reyndar er það nú svo að peningar eru ekki eina tegund fjármagns sem er í gangi í nútíma samfélögum. Peningar, það er seðlar og mynt, eru reyndar ekki nema 5 til 10% þess fjármagns sem er í umferð. Hinn hlutinn er rekinn í gegnum bankana í formi reikningsinnistæðna.

En ef peningamagn þarf alltaf að endurspegla undirliggjandi verðmæti í samfélaginu, hvernig er þá bætt við peningum þegar verðmæti samfélagsins aukast, eins og þau gera á hverju ári? Þetta leiðir til kafla númer 3, hvernig nýtt fjármagn kemst í umferð.

Hér má sjá fyrri færslu í sama greinarflokki. 


mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband