Eigum við að bjarga ESB klúðri?

Hollenski fjármálaráðherran gagnrýnir mjög regluverk ESB enda ekki furða. Íslensku bankarnir voru reknir eftir þessu kerfi og voru að gera það sama og allir hinir evrópsku bankarnir. Ástæðan fyrir því að ESB gengur svona hart gagnvart því að við tökum á okkur allt Icesave klúðrið er til þess að ESB regluverkið hrynji ekki. Það er nefnilega þannig að komi Ísland til með að viðurkenna það augljósa, að regluverkið var ekki fullkomið, þá er allt bankakerfið í Evrópu í upplausn. Með því að neita að viðurkenna að þetta sé eitthvað sem geti gerst hvar sem er í Evrópu, þá er verið að vonast til þess að evrópska kerfið verði ekki gagnrýnt og jafnvel riði til falls. Evrópska kerfið stendur á brauðfótum og getur fallið hvenær sem er.

Regluverkið frá ESB gerði ekki ráð fyrir því að allir bankar eins samfélags færu á hliðina á sama tíma og það áður en búið væri að byggja upp tryggingasjóðinn. Þetta skelfir ESB því það eru fleiri lönd í sömu stöðu og Ísland hvað þennan tryggingasjóð áhrærir. Fórna á Íslandi til að bjarga ESB.


mbl.is Bos: Aldrei aftur Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og vilja menn svo ganga í þetta samband? Þá fyrst væri verið að fórna Íslandi fyrir Evrópu!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Voru "allir hinir evrópsku bankarnir" líka að bjóða hærri vexti en ... aðrir evrópskir bankar?

Voru önnur evrópsk lönd með banka sem þöndust svo hratt að bankakerfi einhvers þeirra var 13 sinnum stærra en þjóarframleiðsla?

Voru önnur evrópsk lönd sem "gáfu" meginhluta af sínu bankakerfi á silfurfati, mönnum með litla eða enga reynslu af bankarekstri, sem kafsiglu þeim á 8 árum?

Skeggi Skaftason, 13.7.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Icesave og Kaupthing Edge voru séríslensk fyrirbæri.  Enginn evrópskur banki var með innlánsreikninga á þessu formi og stærðargráðu enda ekki þörf á þar sem innistæður í þeirra eigin landi dugðu í flestum tilfellum.  Málið er að á Íslandi búa bara 320,000 manns og þeirra sparfé dugði ekki þessum bönkum.  Að halda því fram að bankakerfi 400,000,000 samfélags sé á jafn miklum brauðfótum og íslenska bankakerfið sýnir álík skilning á bankamálum og Björgúlfsfeðgar höfðu þegar þeim var afhentur Landsbankinn á silfurfati.

Í Hollandi er rekinn gamall landbúnaðarbanki sem nefnist Rabobank.  Þessi banki hefur í áratugi haft AAA lánstraust það hæst sem til er og hefur það enn.  Hvernig skildi standa á því?  Þessi hollenski banki er sá traustast í Evrópu og þó víðar væri leitað.  Íslendingar geta ekki kennt Hollendingum neitt hvað varðar bankarekstur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.7.2009 kl. 15:19

4 identicon

Óttalegt bull er þetta Jón. Það er alltaf auðvelt að kenna öllu öðru um. Árinni kennir illur ræðari. En eins Skeggi og Andri nefna hér fyrir ofan er þetta heimatilbúið vandmál. Hér vaða glæpamenn upp með stuðningi þjóðar sem ávallt hefur haft mikið traust erlendis. Þeir finna glufur í lögum og reglugerðum sem engum hefði dottið í hug að yrðu notað á svo siðlausan hátt sem hér var gert. Þessar glufur voru einungis opnar EES þjóðum. Þjóðum sem hingað til hafa ekki verið knýttar við glæpamennsku og spillingu upp í allra efstu lög eins hér er nú raunin. Að við stöndum ein og óstudd er ósköp einföld skýring á. Spillingin er enn til staðar í efstu lögum þjóðfélagsins og þjóðin hefur ekki sýnt áhuga eða getu til að hreinsa til í ósómanum.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Jón Lárusson

Bankakerfi Evrópu stendur illa sama hvað menn hér vilja halda fram. Margir bankarnir þar eru jafnvel margföld þjóðarframleiðsla viðkomandi ríkis. Ég er ekki að segja að íslenskir bankamenn hafi ekki farið of geist, en málið er að bankar annarra landa fóru hratt líka, kannski ekki eins hratt og við. Auðvitað buðum við hærri vexti, enda vextir á Íslandi hærri en í öðrum ESB löndum.

Icesave var keyrt samkvæmt ESB regluverkinu og því verður ekki neitað. Ég er ekki að kenna öðrum um sem slíkt, það sem ég er að segja er að við eigum ekki að taka á okkur skellinn til að bjarga regluverkinu.

Það sem þarf til er meira en eitthvert "fix" á núverandi kerfi. Það þarf að taka upp algerlega nýja hugsun þegar kemur að peningaútgáfu og bankastarfssemi. ESB mun ekki standa að þeirri breytingu. Breytingin sem þarf að koma er mjög róttæk, en um leið einföld í framkvæmd. Hún mun hins vegar ganga gegn hagsmunum bankanna og það mun halda aftur af breitingunni í ESB.

Jón Lárusson, 13.7.2009 kl. 21:05

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvernig eigum við að skapa 20,000 störf án erlends fjármagns? Prenta peninga eins og Þjóðverjar gerðu á Weimar tímanum?

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.7.2009 kl. 21:36

7 identicon

Ég yrði síðastur manna til að lofsyngja banka og peningastofnanir Jón, sama hvar í heiminum séu. En líklega komast bankar í ESB þó næst því að vera "virtar" stofnanir (ef ég má alhæfa hér). En að segja að íslenskir bankamenn hafi farið of geyst, er líklega undirspil aldarinnar.

Ég veit ekki hvernig menn hafa farið að því að tala sig inn á að þetta sé til að bjarga einhverju regluverki. Við erum stimpluð sem óreglufólk erlendis, sem ætlum nú endanlega að gera út um mannorð okkar með að greiða ekki tilbaka það sem glæpamenn í nafni þjóðar stálu. Svo einfallt er þetta í mínum huga.

Allir þessir kraftar sem notaðir hafa verið í að finna allar mögulegar og ómögulegar glufur og brellur til að "borga ekki" hefðu betur verið nýttir til að koma höndum og böndum yfir glæpamennina og þeirra földu fjársjóði.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Jón Lárusson

Thor - Það kom fram í fréttum einhverntíma í upphafi þessa Icesave máls að ESB bjúrokratar vildu meina að það yrði að nást samningur um málið, annars væri fjármálakerfi ESB í vanda. Ég vildi geta vísað á þetta beint, en það er nú þannig að regluverkið gerði aldrei ráð fyrir að sú staða sem kom upp hér, að allir bankarnir lentu í vandræðum á sama tíma. En þannig fór nú og regluverkið getur ekki staðið undir þessu. Ef staða bankamála á Íslandi er bara okkur að kenna, þá skil ég ekki afhverju heimurinn er í fjármálakrísu, varla er hún okkur að kenna.

Hitt er að ég ætla ekki að segja að þetta sé allt einhverjum öðrum að kenna, heldur verðum við að geta horft á þetta án þess að fara í einhvert öfgatal. Við verðum að bregðast við og enginn annar gerir það fyrir okkur. Við höfum verði máluð svörtum litum í huga margra erlendis, en það eru aðalega breskir ráðamenn sem standa í því til að draga athyglina frá innri vanda. Smjörklípa er nefnilega ekkert sér davíðskt fyrirbæri, hún er stunduð um allan heim.

Auðvitað fórum við geyst, en þegar birtur var listi yfir þá banka sem voru margföld þjóðarframleiðsla, þá voru íslensku bankarnir ekki einir þar á listanum. Reyndar var Kaupþing þar efst, en á eftir honum kom svissneskur banki og fyrir ekki svo margt löngu voru viðskiptamenn þessa sama svissneska banka að mótmæla vegna ótta um innistæður sínar. Ekki er hægt að segja að svissneskir bankar séu einhverjir nýgræðingar í þessum business.

Varðandi evrópska banka, þá er kaldhæðni örlaganna fólgin í því að núverandi fjármálakerfi er runnið undan rifjum þeirra og stjórnað af þeim. Þessir "virtu" bankar eru í raun ástæðan fyrir þessu ástandi sem við erum að horfa uppá í dag og höfum horft uppá reglulega síðastliðin 300 ár eða svo.

Varðandi það að hafa uppá glæpamönnum, þá er ég meira en fylgjandi því að menn standi skil gjörða sinna, sérstaklega þegar kemur að lögbrotum. Samfélag okkar vinnur eftir lögum og þeim verður að framfylgja, annars er ekki hægt að búa í þessu samfélagi. Hins vegar eigum við ekki að borga eitthvað sem okkur ber ekki að borga, bara vegna þess að við erum með samviskubit, eða aðrir segja okkur að borga.

Andri - Þú ert nokkuð nálægt þessu með Weimar. Þar var hins vegar farið út í mikla peningaframleiðslu til að borga erlendar skuldir sem voru skráðar í þýskum mörkum. Þetta hafði í för með sér óðaverðbólgu þar sem framleiðsla peninganna var langt umfram þau verðmæti sem til staðar voru í Þýskalandi. Og þar liggur hundurinn grafinn.

Samdráttur eins og sá sem við búum við í dag, er tilkominn vegna þess að peningum hefur verið kippt úr umferð á harkalegan hátt. Það er minna fjármagn í umferð en verðmæti. Það er þannig að peningar eru í eðli sínu verðlausir, það eru undirliggjandi verðmæti samfélagsins sem gefa þeim gildi. Þannig að peningar í umferð verða alltaf að endurspegla verðmætin í þjóðfélaginu. Ef of mikið af peningum er í umferð, verður þensla og verðbólga eins og við höfum verið að horfa uppá síðustu misseri, en sé of lítið að peningum í umferð, kemur til samdráttur í þjóðfélaginu.

Semsagt okkur vantar peninga í umferð. En málið er að slíkt er alltaf að koma uppá. Samfélagið er alltaf að búa til meiri og meiri verðmæti og þá þarf alltaf að bæta við það magn peninga sem er í umferð. Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir þessari sífelldu innspítingu fjármagns í umhverfið. Eins og þetta virkar í dag, þá eru það bankarnir sem sjá um að koma nýju fjármagni í umferð með því að lána okkur þá með vöxtum. Þannig berst okkur aukinn hagvöxtur í formi skulda. Það er nefnilega undarlegt að með aukinni framleiðslu og verðmætasköpun, þá skuldum við meira og meira. Þetta kerfi leiðir svo til þess að við erum alltaf að lenda í fjárfestingarbólum og kreppum í kjölfarið.

Væri ekki eðlilegra að geta fengið þetta fjármagn til okkar sem eign? Er ekki eðlilegra að ríkið skaffi þetta fjármagn sem eign, heldur en að láta bankana sjá um að framleiða þetta. Ríkið á að sjálfsögðu að sjá um framleiðsluna, þannig að verðmæti og peningar haldist í jafnvægi. Núna vantar um 600 milljarða svo jafnvægi sé á milli verðmæta og peninga. Ef ríkið myndi nú taka um 100 milljónir til sín og þannig ná að fjármagna hallann á ríkisjóði auk þess sem það fengi auka pening til viðbótar, auk þess sem sendir yrðu greiðslur til allra borgara, þá myndi það laga verlulega stöðu heimilanna.

Lykilatriðið er að verðmæti og peningar séu í jafnvægi og að við fáum þetta sem eign en ekki skuld.

Jón Lárusson, 14.7.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband