Af hverju er ESB lausn?

Ég er ekki að sjá að núverandi stjórn nái að sitja áfram þar sem báðir flokkarnir hafa mjög afgerandi afstöðu til ESB aðildar. Ég er persónulega þeirra skoðunar að íslendingum sé ekki hagur fólginn í því að halda inn í bandalagið. Samfylkingin er mér algjörlega ósammála og hefur bent á það að við verðum að fara þarna inn. Hefur umræða Samfylkingarinnar fyrir kosningar nær eingöngu snúist um það að innganga sé eina lausnin á því ástandi sem nú er til staðar í þjóðfélaginu.

Það var því áhugavert að lesa þessa grein á vef Financial Times, en þar er að finna eftirfarandi málsgrein:

Both the European Commission and the European Central Bank have made it clear that a country cannot adopt the euro without being a full EU member. Joining the eurozone would be a long and painful process. Iceland would have to observe the Maastricht criteria governing inflation, debt and deficits, plus long-term interest rates and exchange rate stability. It certainly would not be an alternative to the current austerity. 

Þarna kemur fram það sem alltaf hefur verið haldið fram af andstæðingum ESB aðildar, að það er ekki hægt að taka upp euro einhliða án þess að lenda upp á kannt við bandalagið og að aðildaferli Íslands að bandalaginu yrði aldrei auðvelt. Það sem líka skiptir okkur Íslendinga máli er að þarna er áréttað það sem margir vilja meina, andstætt Samfylkingunni, að aðild að bandalaginu væri ekki lausn á núverandi efnahagsástandi.

Það sem vekur hjá manni nokkurn ótta, er sú staðreynd að sá flokkur sem flest atkvæði fékk í síðustu kosningum, hefur ekki lagt neitt annað fram til lausnar efnahagsástandinu annað en það að ganga inn í ESB. Getum við treyst því að slíkum flokki takist að leiða okkur til framtíðar ef við viljum viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar og halda okkur utan bandalagsins.

ESB hefur haldið andliti út á við hvað varðar hið alþjóðlega efnahagsástand, en hversu lengi mun það haldast. Við erum búin að sjá Írland falla ásamt því sem Spánn er komið í svipaða stöðu. Ég hef líka upplýsingar frá Frakklandi sem benda til þess að stutt verði í að franska þjóðarskútan fari að taka á sig mikinn ágang, en frakki sem ég heyrði frá í fyrradag sagðist hlakka til 1. maí enda gert ráð fyrir að almenningur muni þá láta í sér heyra. Ítalir létu í sér heyra um páskana og með tilliti til þess að pantanir innan þýska iðnaðarains hafa dregist saman um 50% þá verður ekki langt að bíða þangað til þar fari að bera á óánægðum íbúum þessa sælu sambands.

Framtíð Íslands liggur hjá Íslendingum, ekki hinu ólýðræðislega ESB.


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími kominn á einstaklingana

Það eru gífurlegar niðurfellingar lána framundan samkvæmt þessu, en þær koma ekki til með að nýtast einstaklingum að því er virðist. Peningum hefur verið dælt inn í bankakerfið, en þeir peningar leita ekki niður keðjuna til einstaklinga, heldur eru eingöngu nýttir til að sparsla upp í tap bankanna.

Ríkistjórnin verður að átta sig á því að það eru ekki bankarnir og fyrirtækin sem halda fólkinu gangandi, heldur öfugt. Það er fólkið sem heldur fyrirtækjunum gangandi. Það væri réttara að auðvelda einstaklingum að halda laununum sínum með því að draga úr launalækkunum og skattahækkunum. Einstaklingur sem ekki hefur fjármagn til neyslu fæðir ekki fyrirtækin og þá munu fyrirtækin deyja, þvi ríkið getur ekki fætt þau endalaust.

Kaldhæðnin í aðgerðum ríkistjórnarinnar til handa heimilunum er sú að þær eru ekki gerðar til að hjálpa heimilunum, heldur viðhalda tekjum bankanna og jafnvel bæta um betur. Það er EKKERT í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið eða eru núna til boða, sem hjálpar einstaklingum. Þær miðast allar við að bankarnir fái sitt að lokum. Algerlega er litið framhjá hagsmunum einstaklinganna. Það er komin tími til að þetta breitist, stuðningurinn þarf að fara þangað sem hann gerir mesta gagnið.

Einstaklingarnir verða að fá að njóta þeirra afskrifta sem eiga sér stað í kerfinu, annars munum við seint ná okkur upp úr þessu. Framtíðin og vöxturinn liggur hjá einstaklingunum.


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæluríkið Ekkert Svo Betra

Þá er Spánn komið í fréttirnar hérna heima. Írland hefur laumast af og til og ESB sinnar hafnað því sem ekki svo slæmu tilfelli og einhverri undantekningu. Ríkin sem bent var á sem dæmið um það hvernig smáríki högnuðust á Euro aðild eru nú að hrapa til jarðar. Þessi ríki standa núna frammi fyrir þeim staðreyndum að þau geta ekki beitt sértækum aðgerðum til að hafa áhrif á efnahagslífið og að þau eru reyndar alveg föst í neti ESB, neti sem svo er ekki að koma að gagni í erfiðleikum. Það er nefnilega þannig að samkvæmt reglunum á Euro svæðinu þá má ekki koma til aðstoðar öðrum ríkjum með sértækum aðgerðum.

PIGS ríkin (Portugal, Irland, Grikkland og Spánn) standa núna frammi fyrir því að efnahagslegar umbætur miðast við ákvarðanir sem í öllum tilfellum miðast aðstæður í hinum stóru ríkjum Evrópu, ríkjum sem líka eru á fallandi fæti. Ég var í Róm um páskana og þá voru þar mótmæli 2,7 milljóna manna sem voru að mótmæla "aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar" (kannast einhver við að hafa heyrt þetta áður) og í Frakklandi, þar sem ég var líka um páskana, er ástandið slíkt að kveikt hefur verið í fyrirtækjum og forstjórar teknir í gíslingu vegna uppsagna og lokunar fyrirtækja. Það er stutt í að Frakkland falli ásamt Bretlandi, Ítalíu og Austurríki auk þess sem restin af Evrópu er á brauðfótum. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig samstaða ESB ríkjanna verður þar sem ríkin búa við mismunandi forsendur efnahagsbata.

Við erum að kvarta undan því sem er að gerast hjá okkur núna, en við eigum eftir að prísa okkur sæl yfir því að hafa ekki verið í Sambandinu.


mbl.is Efnahagshrunið á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókin á bak við Leyndarmálið (The Secret) komin út á Íslensku

bokin-10Leyndarmálið á bak við Leyndarmálið (The Secret) er nú loksins komið út á Íslandi. Bókin Vísindin að baki ríkidæmi eftir Wallace D. Wattles, sem kom fyrst út árið 1910, er nú loksins fáanleg á Íslandi í þýðingu Jóns Lárussonar.

Litið hefur verið til bókarinnar sem grunnrits í þeim fræðum sem leitast hafa við að örva einstaklinginn til sjálfshjálpar, styrkja hann og bæta. Samkvæmt hugmyndafræði bókarinnar þá ber sérhver einstaklingur ábyrgð á lífi sínu, annað hvort beint með gjörðum sínum, eða óbeint út frá því hvernig hann bregst við því sem gerist í kringum hann. Wallace D. Wattles skýrir á einfaldan hátt hvernig hugsun okkar getur leitt okkur til gæfu eða glötunnar. Allir vilja sem mest og best af því sem lífið hefur upp á að bjóða, en margir hverjir hafa ekki náð því sem þeir telja sig geta, án þess að hafa í raun gert sér grein fyrir því hvers vegna þeim ekki tekst það. Öll hugsun hefur árhrif á undirmeðvitund okkar og það er hún sem segir til um það hvernig við bregðumst við og náum þeim markmiðum sem við setjum okkur. Neikvæð hugsun kemur alltaf til með að halda aftur af okkur og þeim tækifærum sem við annars gætum nýtt okkur á meðan jákvæðni opnar leiðina fyrir öll tækifæri og möguleika okkar til að ná því sem við óskum okkur.

Gæði lífs okkar byggir á okkur sjálfum. Hafir þú viljann, þá mun lífið gefa þér allt sem þú óskar þér. Vandamál flestra er að þeir gera sér ekki grein fyrir mætti hugans og það hvernig hann getur byggt okkur eða brotið. Bók Wallace D. Wattles, Vísindin að baki ríkidæmi var hvatinn að bók Rhondu Byrne um Leyndarmálið eða The Secret. Bókin snerti líf Rhondu á slíkan hátt að hún varð ekki söm á eftir. En Rhonda er ekki sú eina sem slíkt á við, heldur hefur bókin Vísindin að baki ríkidæmi verið hvati fleiri þúsunda manna til betra lífs. Hugmyndafræðin sem kynnt er í bókinni getur nýst öllum til að ná meiri árangri í lífi sínu og því sem þeir eru að gera. Hugmyndir Wallace D. Wattles byggja upp sérhvern einstakling, en hann telur að einstaklingurinn hafi vald til þess að ákveða framtíð sína og enginn einn aðili geti neitað honum um það. Krafturinn liggur hjá einstaklingnum, en hann verður að trúa því að svo sé og setja sér þau markmið sem hann telur muni skapa honum bestu mögulegu framtíð. Hann verður síðan að taka ábyrgð á lífi sínu og vinna til þess að ná fram því sem hann vill. Hann getur fengið aðstoð góðra einstaklinga, en hann getur ekki reiknað með að aðrir vinni verkið fyrir hann. Lífið er í þínum höndum, þú berð ábyrgð á því og enginn getur haft af þér það sem er þitt, þú verður bara að trúa því að það sé til staðar og sækjast eftir því.

Bókin er gefin út af Sölku forlagi og er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum. Einnig er hægt að kaupa bókina á netinu með því að smella hér, en verð bókarinnar er 2.800,- kr heimsend.

Þetta er yndisleg tímalaus bók sem opnar leiðina að takmarkinu sem þú þráir. Eftir að hafa lesið hana muntu átta þig á að staða, menntun, gáfur eða staðsetning skipta ekki máli heldur getur hver sem er beitt hugaraflinu til að laða að sér ríkidæmi.

Rhonda Byrne, höfundur Leyndarmálsins (The Secret)


Ástandið væri semsagt annað ef við hefðum verið inni?

Nú skellur á manni holskefla, "við getum ekkert sjálf og verðum að láta aðra stjórna okkur" minnimáttarkendra frasa. Göngum í ESB og allt verður honkí dorí. Samkvæmt öllu þá ættum við ekki að hafa lent í þessu efnahagsástandi ef við hefðum verið með Euro og í sambandinu. Þannig að ef svo er, afhverju eru þá Írar í þessum vandræðum, þeir hafa jú verið þarna inni í nokkurn tíma og nota Euro. Svo er líka spurningin hvers vegna þessi umræða sé í gangi ef þetta er svona flott allt saman.

Írar hafa búið við uppgang eins og við Íslendingar undanfarin ár, en eru núna að kljást við ástand, ekki ósvipuðu okkar. Ég held að eftir eitt ár eða svo, þá munum við sjá að það skiptir ekki máli hvort við séum í ESB eða ekki. Þetta verður alltaf undir okkur komið hvernig gengur hjá okkur. Við ráðum því hver framtíð okkar verður, höfum við bara manndóminn til að taka á henni sjálf, eða erum við slíkir aumingjar að við teljum okkur ekki geta stjórnað okkar eigin framtíð. Það er vissulega auðveldara að liggja upp í sófa, slefandi og sloj látandi einhvern annan mata okkur og skipta um bleyju. það er hins vegar ekki nein framtíð fólgin í því að mínu mati.

Við getum allt sem við ætlum okkur, við verðum bara að passa okkur á því hvernig við gerum það. Afsalandi sér sjálfræðinu er ekki leiðin.


mbl.is Vill sækja um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að krónunni. Brúin bara tóm.

Held að það sem kominn tími til að hætta þessu einelti á hendur krónunni. Það var ekkert að henni fyrir skellinn og er ekkert að henni núna. Vandamálið var að það var enginn í brúnni þegar krónan varð fyrir árás, kafteinninn var bara í koju og lét dallinn reka. Það eru þrjú atriði sem hefði þurft að gera til að halda öllu í góðu.

  1. Gjaldeyrisforðinn átti að vera um +20% af þjóðarframleiðslunni.
  2. Setja átti viðmiðunargengi á krónuna sem væri það sem eðlilegt gæti talist. Með þessu viðmiðunargengi væri svo gert ráð fyrir vikmörkum fyrir krónuna að sveiflast innan, einhver ákveðin prósent. Svo átti Seðlabankinn að vera með teymi miðlara sem fylgdust með verslun með krónuna og þegar hún færi upp fyrir vikmörkin eða niður, þá áttu þessir miðlarar að taka stöðu gegn markaðnum. Við það hefðu þeir sem ætluðu sér að keyra krónuna út í öfgar tapað pening á þessu og fljótlega hætt. Þessir menn vilja græða ekki tapa. Þá hefði krónan haldist í eðlilegum sveiflum. (þetta gekk fínt hjá þeim í Hong Kong)
  3. Bindiskyldu bankanna hefði átt að auka í stað þess að draga úr henni 2006. Svo átti Seðlabankinn að vera með virkt eftirlit á skýrslum sem sendar væru á viku fresti. Þá hefði verið hægt að grípa inn í þegar bankarnir væru að sýna tæpa lausafjárstöðu.

Euro umræðan er smjörklípa sem Samfylkingin og ESB sinnar skelltu á okkur þegar þeir sáu að það var enginn vilji til inngöngu í sambandið. Nú hafa þeir náð að rústa efnahaginum, meðal annars með óábyrgum fullyrðingum um "lélega" krónu. Með því að rýra gildi krónunnar var vonast eftir áfalli sem myndi leiða múginn til ESB aðildar í hugusunarleysi vegna hræðslu.

Höldum kúlinu og látum ekki draga okkur út í eitthvað sem við svo gætum séð eftir. Ákvarðanir teknar í panik eru aldrei góðar ákvarðanir. Við Íslendingar skulum bara hafa það í huga að okkur er allt mögulegt og eigum að líta á þetta ástand núna, fyrst og fremst sem tækifæri. Tækifæri til að móta þetta þjóðfélag til betri framtíðar.

Athugasemdakerfið er opið, en ég er ekki viss um að ég hafi mikinn tíma til að svara þeim sérstaklega. Samt gaman að heyra hvað fólki finnst.


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskra manna ráð ...

... hætta ekki að vera það vegna þess að þau eru þulin í sífellu.

Í tengslum við svona könnun hefði ég viljað fá þessar spurningar.

Hefur þú kynnt þér starfsemi ESB?

Veist þú hvað ESB stendur fyrir?

Ég er ekki viss um að megnið af þeim sem svöruðu þessum spurningum geri sér yfir höfðu hvað felst í aðild. Já og fyrir þá sem segja að við getum ekki vitað það nema sækja um, þá er það bara bull. Það er fjöldinn allur af löndum sem hafa gengið í þetta bandalag og mörg sem eru að sækja um aðild. Skoðum ástandið í þessum löndum og hvaða "samningar" eru í gangi hjá umsækendunum. Það er nefnilega þannig að ESB mun aldrei hefja samningaferli nema við ÆTLUM að fara inn. þetta er ekki eins og að tala við sölumann og spyrja, "hvað bíður'ðu". Samningarnir eru einfaldir - annað hvort gengur þú að skilmálum ESB eða ert ekki með. Samningsferlið er ekki spurning um það hvað maður getur fengið eða hafnað. Ferlið liggur í því hvernig aðlöguninni er háttað. Það verður að gangast undir alla skilmála, samningsatriðið er bara á hve löngum tíma.

Hjá ESB miðast allt við heildina. Ef við viljum ganga inn út frá efnahagslegum forsendum, þá verðum við að hafa sömu vandamál og stóruaðilanir. Í flestum tilfellum er reynt að sinna meirihlutanum, í verstafalli verður til meðalmennsku samsull sem hentar engum.

Krónan. Ef það er krónan sem menn vilja fá og lækka hjá sér vöruverðið, þá er það nú þannig að þrátt fyrir Euro upptökuna, þá er verðlag ekki það sama á öllu Euro svæðinu og þær breytingar sem hafa orðið, hafa flestar verið í þá átt að lægri verðsvæðin hafa hækkað nær hærri verðsvæðunum. Svo er líka búin að vera gífurleg dulin verðhækkun á Euro svæðinu, en hún fólst í upptöku Euro. Við myntbreitinguna varð gífurleg hækkun á allri vöru og þjónustu (eitthvað sem hentar vel fyrirtækjum í verslun og iðnaði - sem tilfallandi eru einna hörðustu stuðningsmenn Euro upptöku). Vöruverð á Íslandi mun ekki lækka nema að litlu leiti við inngöngu í ESB, ég held ég geti alveg lofað því. Og ef Euro er svona æðislegt, af hverju eru þá umræður í gangi innan ESB landanna um að þetta hafi verið bull, jafnvel voru umræður innan ítölsku stjórnarinnar að taka aftur upp Líruna.

Skattar eru svo annað drauma dæmið í ESB, þar er nefnilega verið að vinna að samhæfingu skatta og er þá ekki unnið útfrá því að allir taki upp lægstu skatta innan bandalagsins, ekki heldur að taka upp meðaltal skatta á svæðnu, heldur er barist fyrir því að hæstu skattar verði teknir upp allstaðar. En þetta er meðal annars pressa frá Þjóðverjum sem hafa einna hæstu skatta í Evrópu. Er atkvæðamagn okkar hugsanlega eitthvað sem gæti mætt þessu.

Við inngöngu í ESB verðum við að sætta okkur við aðlögun að hinum. Í því felst lægri laun, hærri skattar og minna lýðræði (það er nú reyndar þannig að það er varla hægt að tala um slæmt lýðræði innan ESB batterísins, til að hægt sé að tala um að eitthvað sé slæmt, þá er forsenda þess að það sé til staðar). Ef fólk er tilbúið til þess útfrá einhverri veikri von um eitthvað sem við gætum hæglega fengið án inngöngu, þá bara verði því að góðu. Það hefur verið sagt að fólk eigi að fara varlega í að óska sér einhvers, það gæti fengið það.

Kynnum okkur skrímslið áður en við höldum til móts við það. Það þarf ekki að sækja um til að sjá þetta, bara skoða það sem fyrir er.


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er skollin á kreppa?

Nú er hlaupið upp til handa og fóta til að forðast kreppu. En spurningin hlýtur alltaf að vera, hvenær er skollin á kreppa.

Við getum gefið okkur að "markaðurinn" eigi sér einhvern eðlilegan vöxt og ef SP 500 vísitalan í Bandaríkjunum er skoðuð milli 1983 og 1995, þá má sjá að þar er hægur vöxtur sem er mjög jafn yfir árin. Eftir 1995 tekur vísitalan stökk og myndar það sem kallað hefur verið tækni eða internet bólan. Í kjölfarið varð mikið hrap sem endaði 2002 og 2003. Þá tók við annað stökk sem toppaði árið 2007 og við erum að sjá afleiðingarnar af því núna. Spurningin er hvort miklar lækkanir séu óeðlilegar í kjölfar mikilla og óvenjulegra hækkana.

Vísitalan hefur ekki náð meðalvextinum síðan 1995, heldur hefur alltaf verið verulega hærri. Getum við haldið því fram að það sé kreppa, ef "markaðurinn" er enn fyrir ofan meðalvöxt? Er ekki eðlilegt að tala um kreppu þegar markaðurinn fer niður fyrir meðalvöxtinn? Allt fram að því væri eðlilegast að kalla leiðréttingu á markaði.

Þetta er svona svipað og með áfengið. Einstaklingur getur fengið sér tvö rauðvínsglös með matnum og koniak á eftir og verið stálsleginn til vinnu daginn eftir. Detti viðkomandi hins vegar í það, má búast við því að hann verði þunnur næsta dag og þurfi að jafna sig áður en hann kemst í eðlilegt ástand. Við erum að vissu leiti að fara í gegnum svona þynku tímabil núna. Það er ekki þar með sagt að það verði auðvelt, þynkan er aldrei létt. Maður verður bara að láta sig hafa það. Auðvitað er alltaf hægt að taka inn verkjastillandi til að lina þjáningarnar eða fá sér afréttara. Afréttarinn er hins vegar þannig gerður að hann seinkar bara þynkunni. Verkjastillandi er því líklegast skásti kosturinn.

SP 500 vísitalan má lækka nokkuð áður en hún skellur á meðalvaxta línunni, en það gæti orðið seint á þessu ári, verði fallið hratt. Verði dregið úr því getur þetta orðið í kringum 2014 til 2020. Það er nánari útlistun á þessari pælingu hérna.


mbl.is Sameinað átak gegn samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers kyns eiginlega ...

Það er lífsnauðsynlegt fyrir alla að stjórnvöld haldi utan um alla statistik. Annars yrði svo leiðinlegt hérna LoL

Alls greindust 1108 konur með klamydíu og 692 karlar en í 63 tilvikum var kyn óþekkt. 

Spurning með þessi 63 tilvik. Ég er augljóslega mjög einfaldur karakter, en ég hélt að þetta væri svona eins og með fittingsið - karlinn með staut, en kellan með holu. Það er augljóst að það er að breytast lífið og spurning hvort hægt sé að bendla þetta við CO2 losun. Það vaknar samt hjá manni grunur um að þetta geti verið hið illskeytta hvorugkyn sem truflað hefur mann síðan í barnaskóla. Maður bara veltir því fyrir sér hvernig maður þekkir það, með vísan í fittingsið hér að ofan. Ætli það sé splittað?


mbl.is 1863 greindust með klamydíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna lækka þegar fólk bara borgar og borgar?

Hvers vegna ættu olíufélögin að lækka þegar fólk bara borgar og borgar? Þetta er náttúrulega auðvelt þar sem Íslendingar eru almennt mjög kærulausir í neyslu og ætlast alltaf til þess að "ríkið" hugsi fyrir þá.

Annars er áhugavert að um leið og olían nartar í 100 dollarana, þá fer af stað umræða um hækkandi verð, en þegar olían er búin að vera að lækka niður fyrir 90 dollarana nokkrum sinnum, segir enginn neitt. Ef olíufélögin væru óheimsk, þá hefðu þau hent in valréttar "verðlás" (option hedge) og náð að hanga á 90 dollurum langt inn í næsta sumar. En þeir virðast ekki hafa lært á hinn stóra heim, nema kannski þeir akkúrat hafi gert það og séu bara að taka inn þeim mun meiri hagnað.

Annars á olíuverðið eftir að festa sig fyrir ofan 100 dollarana og gæti það dregist eitthvað fram að sumri, þó aldrei sé að vita. Þegar arabarnir sjá verðin í ákveðinni baráttu, henda þeir inn einhverri srprengjunni og hún keyrir verðið áfram (talandu um að sprengja verðmúra).

Það var hins vegar hlægilegt að heyra minnst á OPEC, en það er orðin almennt viðurkennt að framleiðsluaukning er ekki möguleg innan ríkja OPEC og því skiptir engu hversu mikið þeir ætli að auka eða minnka framleiðslu, hún er þegar í hámarki og þeir hafa ekki undan. Öll aukning á olíuframleiðslu þarf að koma frá nýjum svæðum sem ekki eru þegar í vinnslu, en vandinn er bara að finna þessi svæði og koma þeim í nýtingu, en slíkt tekur fleiri ár.

Það væri áhugavert ef einhver væri tilbúinn að taka saman þróun olíuverðs á Íslandi í samanburði við olíuverð í US leiðrétt fyrir gengismun. Það væri örugglega áhugaverð niðurstaða.

Málið er hins vegar einfallt. Við eigum að leggja af "þungaskattinn", sérstaklega þar sem þyngstu ökutækin eru hvort eð er orðin blá. Olía er varla notuð til húshitunar lengur þar sem allt er hitað með hitaveitu eða rafmagni. Við eigum því að lækka dísel verðið með niðurfellingu skatta og svo taka upp blöndun á ethanoli. Þetta myndi draga enn frekar úr áhrifum miðausturlanda á okkur og með tíð og tíma getum við svo tekið upp rafmagns og vetnisbíla. Það tæki reyndar smá tíma að skipta út bílaflotanum, en afnám sérskatta á dísel myndi hjálpa mikið til.

Svo verða menn að átta sig á því að hækkun á olíu mikið uppfyrir 100 dollara í langan tíma, kemur til með að hafa gífurleg áhrif á amerískt efnahagslíf, þannig að það mun koma að því að olían lækki. Hvenær það verður veit hins vegar enginn og því vandi um slíkt að spá.


mbl.is Eldsneytishækkanir framundan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MJÖG hættulegt fordæmi

Það er vonandi að niðurstaða dómstólsins í Haag verði Serpum í hag. Fari svo að Kosovo verði viðurkennt sem sjálfstætt ríki, þá verður mjög erfitt fyrir Bandaríkin og Evrópu að mótmæla öðrum þjóðarbrotum, eða aðfluttum einstaklingum, sjálfstæðum landssvæðum. Eins má búast við að nokkrum árum eftir að Kosovo hefur verið sjálfstætt, þá muni það gera ríkjasamband við Albaniu, enda íbúarnir Albanir, hvort eð er. Hvað verður þá sagt. Ætla Bandaríkin og ESB að mótmæla því og þá á hvaða grundvelli.

En víkjum nú aftur að þjóðarbrotunum, en ég ætla að einskorða mig við Evrópu og Bandaríkin (já, þeir gætu líka lent í vandræðum)

Frakkland: Korsíka, Baskar, Bretagneskagi.

Bretland: Skotar, Walesbúar, Pakistanar á vissum svæðum svo sem Birmingham.

Spánn: Baskar.

Svíþjóð: Malmö og nágrenni.

Danmörk: Nágrannabyggðir Kaupmannahafnar.

Bandaríkin: Spænskumælandi í Kaliforníu (með sameiningu við Mexicó sem framtíðaráætlun)

Rússland: (ætla ekki einu sinni að reyna að telja það allt upp)

Í Evrópu eru um 10.000.000 múslima, hvað ef þeir flykkjast allir til Bæjaralands og krefjast sjálfstæðis í framhaldinu?

Við erum ekki að horfa uppá sömu aðstæður í Kosovo og í Eystrasalts ríkjunum á sínum tíma. Stuðningur við sjálfstæði Kosovo væri alger fásinna. Er þarna komið enn ein ástæðan fyrir því að ESB aðild er ekki vænlegur kostur.


mbl.is Serbar vísa Kosovodeilu til Haag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanleg lækkun olíu

Þessi lækkun gæti orðið jólagjöfin í ár, en hún var ekki alveg ófyrirséð. Þann 13. nóvember var því spáð að lækkun væri hugsanlega framundan í Olíu. Það eru nokkrar líkur á að þetta geti varað lengur en marga grunar (eða vona, sé litið til olíufélaga). Það er komin ákveðin þörf fyrir pásu í olíuviðskiptum og getur hún birst sem stöðugt, eða sveiflulítið verð næstu mánuði, eða jafnvel nokkuð góð lækkun. Hins vegar er þetta ekki til lengdar og hækkandi verð líklegt í kjölfarið.

En gott er meðan endist.


mbl.is Olíuverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar menn ekki vita, hvað þeir eiga og hvað ekki.

Ég heyrði fyrir mörgum árum síðan af strák sem sást skíðbrosandi á göngu. Hann var spurður hvað kætti hann og var svarið það að hann hefði grætt 300.000 kr. (þetta var reyndar fyrir mjög löngu). Þegar hann var beðinn um að upplýsa um tekjugjafann, þá sagðist hann hafa hætt við að kaupa sér bíl. Síðan þá hef ég verið að "græða" milljarða með því að hætta að kaupa hitt og þetta.

Málið er einfaldlega það að maður tapar ekki því sem maður ekki á. Google getur vel orðið af einhverjum óskilgreindum tekjum með þessu, en þeir tapa ekki neinu. Ekki veit ég til þess að þessi takki þeirra kosti þá eitthvað, sérstaklega ekki að tekjur á móti séu ekki nægar til að borga kostnaðinn af honum. Þetta er svona eins og að halda því fram að menn hafi "tapað" á því að hafa ekki keypt hlutabréf í uppsveiflu.

Hvað varðar "fólksvænan" þátt félagsins, þá er það nú þannig að þeir eru í þessum bransa til að gæða, eins og allir, en þeir bára láta menn hafa það á tilfinningunni að þetta sé allt gert í þágu fjöldans.


mbl.is Kostnaðarsamur hnappur hjá Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að pakka niður

Hrávörumarkaðir tóku almennt mikið stökk í gær og voru sveiflur innan þeirra nokkuð ýktar. Eitthvað var um hækkanir sem hugsanlega hafa komið til þar sem menn voru að loka stöðum fyrir Þakkargjörðar hátíðina. Hátíðin verður ekki fyrr en á fimmtudaginn, en gera má ráð fyrir að margir noti daginn í dag til að "fara heim til mömmu" auk þess sem kauphallir verða almennt með skertan opnunartíma.

Þó olían hafi nálgast 100 dollara markið ískyggilega, þá er ekki víst að hún fari mikið upp fyrir það. Ýmislegt bendir til þess að olían sé á leið í leiðréttingu, hvort sem sú leiðrétting verði í formi verðstöðnunar, eða lækkunar. Komi til lækkunar, þá má gera ráð fyrir að hún verði nokkur.

Greiningu á olíunni og mögulegum verðlækunum er hægt að sjá hér.


mbl.is Verð á olíu nálgast 100 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekir um hvað?

Þegar þetta mál kom upp, þá velti ég því fyrir mér hvað þessir menn væru sekir um. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik ef ég man rétt, en þetta er svona "ef við finnum ekkert annað á þá, þá notum við þetta" klausúla. Ef þessir menn verða dæmdir, þá er það rugl. Það að þeir skuli hafa skilað peningnum er líka rugl. Þeir eiga þennan pening, þeir versluðu hann samkvæmt útgefinni verðskrá og við því er ekkert að gera.

Málið er einfalt. Útgefin gjaldskrá gildir. Alveg sama hvort hún er mistök "verslunareigandans". Ef einstaklingur fer í Bónus eða Krónuna og sér á hillu að smjörið kostar 130 krónur, þá er það verðið sem hann á að borga. Ef hann er svo rukkaður um 230 krónur á kassanum, þá skiptir það ekki máli. Hilluverðið ræður, alveg sama þótt kallinn á kassanum haldi því fram að þetta séu mistök. Það er rekstraraðilans að hafa vit fyrir sjálfum sér, ekki viðskiptavinarins. Eins er hægt að halda því fram að ef viðskiptavinur kaupir vöru, sem við nánari athugun reynist vitlaust verðlögð þannig að hún er seld undir kostnaðarverði, þá sé farið heim til hans og hann rukkaður um mismuninn. Ég er ekki viss um að fólk tæki því bara sí svona. Viðskipti eru viðskipti. Bankaviðskipti líka. Það er í eðli sínu engin munur á að versla með smjör eða þúsundkalla, bara mismunandi vöruflokkur.

Það að ákæra þessa menn er eins og ef kaupandi smjörsins yrði kærður fyrir umboðssvik, þar sem hann borgaði verðið á hillunni, en ekki kassanum. Ég held að Neytendasamtökin yrðu ekki hrifin af því.

Þessi "mistök" bankans voru bankans og hann verður að standa með þeim, það er ekki hægt að hengja kúnnann sem sá tækifæri og nýtti sér það. Svona "mistök" eru kölluð arbitrage í útlöndum og eru alltaf að koma upp. Menn nýta sér þau, en um leið og þetta uppgvötvast er farið í að breyta fyrirkomulaginu.


mbl.is Halda fram sakleysi í netbankamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband