MJÖG hættulegt fordæmi

Það er vonandi að niðurstaða dómstólsins í Haag verði Serpum í hag. Fari svo að Kosovo verði viðurkennt sem sjálfstætt ríki, þá verður mjög erfitt fyrir Bandaríkin og Evrópu að mótmæla öðrum þjóðarbrotum, eða aðfluttum einstaklingum, sjálfstæðum landssvæðum. Eins má búast við að nokkrum árum eftir að Kosovo hefur verið sjálfstætt, þá muni það gera ríkjasamband við Albaniu, enda íbúarnir Albanir, hvort eð er. Hvað verður þá sagt. Ætla Bandaríkin og ESB að mótmæla því og þá á hvaða grundvelli.

En víkjum nú aftur að þjóðarbrotunum, en ég ætla að einskorða mig við Evrópu og Bandaríkin (já, þeir gætu líka lent í vandræðum)

Frakkland: Korsíka, Baskar, Bretagneskagi.

Bretland: Skotar, Walesbúar, Pakistanar á vissum svæðum svo sem Birmingham.

Spánn: Baskar.

Svíþjóð: Malmö og nágrenni.

Danmörk: Nágrannabyggðir Kaupmannahafnar.

Bandaríkin: Spænskumælandi í Kaliforníu (með sameiningu við Mexicó sem framtíðaráætlun)

Rússland: (ætla ekki einu sinni að reyna að telja það allt upp)

Í Evrópu eru um 10.000.000 múslima, hvað ef þeir flykkjast allir til Bæjaralands og krefjast sjálfstæðis í framhaldinu?

Við erum ekki að horfa uppá sömu aðstæður í Kosovo og í Eystrasalts ríkjunum á sínum tíma. Stuðningur við sjálfstæði Kosovo væri alger fásinna. Er þarna komið enn ein ástæðan fyrir því að ESB aðild er ekki vænlegur kostur.


mbl.is Serbar vísa Kosovodeilu til Haag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband