Verið að pakka niður

Hrávörumarkaðir tóku almennt mikið stökk í gær og voru sveiflur innan þeirra nokkuð ýktar. Eitthvað var um hækkanir sem hugsanlega hafa komið til þar sem menn voru að loka stöðum fyrir Þakkargjörðar hátíðina. Hátíðin verður ekki fyrr en á fimmtudaginn, en gera má ráð fyrir að margir noti daginn í dag til að "fara heim til mömmu" auk þess sem kauphallir verða almennt með skertan opnunartíma.

Þó olían hafi nálgast 100 dollara markið ískyggilega, þá er ekki víst að hún fari mikið upp fyrir það. Ýmislegt bendir til þess að olían sé á leið í leiðréttingu, hvort sem sú leiðrétting verði í formi verðstöðnunar, eða lækkunar. Komi til lækkunar, þá má gera ráð fyrir að hún verði nokkur.

Greiningu á olíunni og mögulegum verðlækunum er hægt að sjá hér.


mbl.is Verð á olíu nálgast 100 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband