Heimskra manna ráð ...

... hætta ekki að vera það vegna þess að þau eru þulin í sífellu.

Í tengslum við svona könnun hefði ég viljað fá þessar spurningar.

Hefur þú kynnt þér starfsemi ESB?

Veist þú hvað ESB stendur fyrir?

Ég er ekki viss um að megnið af þeim sem svöruðu þessum spurningum geri sér yfir höfðu hvað felst í aðild. Já og fyrir þá sem segja að við getum ekki vitað það nema sækja um, þá er það bara bull. Það er fjöldinn allur af löndum sem hafa gengið í þetta bandalag og mörg sem eru að sækja um aðild. Skoðum ástandið í þessum löndum og hvaða "samningar" eru í gangi hjá umsækendunum. Það er nefnilega þannig að ESB mun aldrei hefja samningaferli nema við ÆTLUM að fara inn. þetta er ekki eins og að tala við sölumann og spyrja, "hvað bíður'ðu". Samningarnir eru einfaldir - annað hvort gengur þú að skilmálum ESB eða ert ekki með. Samningsferlið er ekki spurning um það hvað maður getur fengið eða hafnað. Ferlið liggur í því hvernig aðlöguninni er háttað. Það verður að gangast undir alla skilmála, samningsatriðið er bara á hve löngum tíma.

Hjá ESB miðast allt við heildina. Ef við viljum ganga inn út frá efnahagslegum forsendum, þá verðum við að hafa sömu vandamál og stóruaðilanir. Í flestum tilfellum er reynt að sinna meirihlutanum, í verstafalli verður til meðalmennsku samsull sem hentar engum.

Krónan. Ef það er krónan sem menn vilja fá og lækka hjá sér vöruverðið, þá er það nú þannig að þrátt fyrir Euro upptökuna, þá er verðlag ekki það sama á öllu Euro svæðinu og þær breytingar sem hafa orðið, hafa flestar verið í þá átt að lægri verðsvæðin hafa hækkað nær hærri verðsvæðunum. Svo er líka búin að vera gífurleg dulin verðhækkun á Euro svæðinu, en hún fólst í upptöku Euro. Við myntbreitinguna varð gífurleg hækkun á allri vöru og þjónustu (eitthvað sem hentar vel fyrirtækjum í verslun og iðnaði - sem tilfallandi eru einna hörðustu stuðningsmenn Euro upptöku). Vöruverð á Íslandi mun ekki lækka nema að litlu leiti við inngöngu í ESB, ég held ég geti alveg lofað því. Og ef Euro er svona æðislegt, af hverju eru þá umræður í gangi innan ESB landanna um að þetta hafi verið bull, jafnvel voru umræður innan ítölsku stjórnarinnar að taka aftur upp Líruna.

Skattar eru svo annað drauma dæmið í ESB, þar er nefnilega verið að vinna að samhæfingu skatta og er þá ekki unnið útfrá því að allir taki upp lægstu skatta innan bandalagsins, ekki heldur að taka upp meðaltal skatta á svæðnu, heldur er barist fyrir því að hæstu skattar verði teknir upp allstaðar. En þetta er meðal annars pressa frá Þjóðverjum sem hafa einna hæstu skatta í Evrópu. Er atkvæðamagn okkar hugsanlega eitthvað sem gæti mætt þessu.

Við inngöngu í ESB verðum við að sætta okkur við aðlögun að hinum. Í því felst lægri laun, hærri skattar og minna lýðræði (það er nú reyndar þannig að það er varla hægt að tala um slæmt lýðræði innan ESB batterísins, til að hægt sé að tala um að eitthvað sé slæmt, þá er forsenda þess að það sé til staðar). Ef fólk er tilbúið til þess útfrá einhverri veikri von um eitthvað sem við gætum hæglega fengið án inngöngu, þá bara verði því að góðu. Það hefur verið sagt að fólk eigi að fara varlega í að óska sér einhvers, það gæti fengið það.

Kynnum okkur skrímslið áður en við höldum til móts við það. Það þarf ekki að sækja um til að sjá þetta, bara skoða það sem fyrir er.


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að vera sammála þér. Þetta er ekkert fyrir lítil lönd eins og Ísland, við verðum gleypt inn í þetta gígantíska embættismannabatterí í Brüssel. Mér finnst alveg nóg sem Vestmannaeyingur að þurfa að taka miðstýringu frá Reykjavík, Reykjavík verður algjörlega valdalaus við inngöngu í ESB.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Johnny Bravo

Er sáttur við greinina og sáttur við vestamannaeyjapeyjan líka.  Við þurum bara að stofna samtök geng þessu, ef menn vilja fara með þetta í atkvæði, þá sér fólk fljót að við erum 300 og ógninn kemur úr austri.

Við verðum nettó greiðendur í þetta tollabandalag, það er að segja borgum meira í það en landsmenn okkar fá í styrki, þá aðallega bændur af því að 40% af fjárlögum tollabandalagsins eru varinn þessum göfuga málstað. Við missum stjórn yfir tollum okkar við umheiminn og mann sem dreymir um Ísland án tolla er það hörmung.

Ég sný bara greininni þinni við og segi þeir sem vilja ESB vita lítið um það og eru að leita að patent lausn. Samfylkingin vill ekki heyra rök á móti frekar en Sjálfstæðismenn vilja heyra rök með.

Það þarf að fara í aðgerðir til auka vægi vaxta seðlabankans og þá yrðu þeir stöðugri. Afgangur af ríkissjóði þarf að vera meiri á góðum árum. En vandamálið er aðstjórnmálamenn eru hvergi með þetta á hreinu svo það er gott að hafa stýrivexti og gengi til að rétta þetta af.

Að auki kemur svo lausafjárkreppa, en hún er alstaðar. 

Vill benda á hækkun á húsnæðisverði ef vextir lækka, m2 kostar 225þúss í RVK og 400þúss í kaupmannahöfn. Sem sagt, húsnæðisverð þarf að fara út úr VNV á meðan þessi umbreyting fer fram. Annars teldi þetta 75% hækkun og þyrfti að þinna inní kerfið á 35árum og við viljum hraðari leiðréttingu vaxta.

Finnst líka sorglegt að stjórnmál eigi að snúast um þetta ESB og við ættum að halda okkur við að kjósa um spítala, skóla, skatta og velferðarmál og ekki um hvort flokkar vilja ESB aðild.

Annar vantar mig rök fyrir því hvað er svona betra ef við göngum í sambandið annað en að þá þurfum við ekki að skipta peningum áður en við ferðumst. 

Þetta er bara væl, við erum of lítil við getum ekkert, en sannleikurinn er að við erum að standa okkur best af þessum þjóðum

Johnny Bravo, 26.2.2008 kl. 10:03

3 identicon

þú talar um skatta og ESB, ESB er tollabandalag skattar aðildaríkjanna eru þeirra mál. 

Ólíkt tollum þá miðar Rs. ekki að því að afnema alla skatta í ESB og Almennt eiga skattamál ekki undir EB og aðildarríki móta sína skattastefnu.

Svokallaðir vöruskattar eða óbeinir skattar á borð við VSK skipta þó verulegu máli í EB-rétti og um þá fjallar sérstaklega í 90. gr. Rs. Slíkur skattur annars vegar og tollur/tollígildi útiloka hvað annað í EB-rétti sbr. ECJ mál C-213/96 og skiptir miklu að greina á milli hvort er. Ástæðan er sú að vöruskattar eru ríkjum heimilir upp að því marki að þeir feli ekki í sér beina eða óbeina mismunun á vörum innan EB. semsagt ef þú leggur skatt á innflutta vöru þá þarftu að leggja sama skatt á sambærilega innlenda vöru.

það er fínt að hafa staðreyndirnar á hreinu áður en þú kallar menn heimska.

 

 

Stefán Þór (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Jón Lárusson

Afsakaðu Stefán, en ef þú tókst þetta til þín með þessa heimsku, þá er það þitt vandamál en ekki mitt. Annars er alltaf gott að fleygja fram tölum og tilvísunum í lagabálka. Hins vegar verðum við að átta okkur á einu Rómarsáttmálinn er ekki lengur nothæfur til viðmiðunar þar sem hann er margra áratuga gamall og allir sáttmálar ESB sem komið hafa síðan hafa löngu útþynnt hann.

ESB er ekki tollabandalag. Þú ert svolítið á eftir ef þú heldur það. Tollabandalög setja sér ekki stjórnarskrár (eða reyna það). Tollabandalög setja ekki reglur í vinnurétti, um samgöngur og sameiginlegan gjaldmiðil. Það er markið bjúrokratanna í Brussel að setja byggja upp Bandaríki Evrópu svipað og BNA. BNA er ekki tollabandalag.

Þegar þú talar um Rs og afnám skatta, þá veit ég ekki hvar þú fékkst þá flugu í höfuðið að ég teldi ESB ætla að fella niður skatta, þvert á móti þá vilja þeir hækka þá. Samhæfing er ekki sama og afnám (maður þarf stundum að lesa til að skilja það sem stendur). Varðandi skatta aðildaríkja ESB, þá er það rétt að flestir skattar eru enn, nb. ENN, á hendi aðildaríkjanna, en það er umræða um að samræma þá eins og allt annað innan ESB. Ef þú hefur ekki heyrt það, þá skalltu bara skoða þetta betur og kommentera svo við mig. Virðisaukastatturinn er samræmdur á milli landa, en hann er grunn tekjulind ESB og hann má ekki lækka. Hins vegar geta lönd hækkað hann og þá þarf það að ganga yfir alla. Pólverjar léku þennan leik og hótuðu að hækka vsk-inn sinn, en það olli ólgu í öðrum löndum þar sem þau sáu fram á að þurfa hækka hjá sér. Þetta var ekki vinsælt, en í Frakklandi, þar sem ég var á þeim tíma (það er nefnilega þannig að ég þekki aðeins hvernig er að búa í ESB) var verið að reyna að samræma vsk og lækka. En það mátti ekki, ESB stóð í vegi fyrir þvi, en málið var ekki flóknara en svo að franska stjórninn vildi samræma skatta á veitingastöðum þannig að "take-away" bæri sama skatt og þegar borðað væri á staðnum. Það er nefnilega þannig að tveir menn sem kaupa mat á sama stað borga mismunandi skatt eftir því hvort þeir borða á staðnum eða taki með sér. Þetta vildu Frakkar samræma og færa hærri skattinn til lægri, en ESB (tollabandalagið, þú veist) bannaði það.

Í fyrsta lagi ESB er ekki tollabandalag og í öðru lagi, þá höfum við ekkert þangað inn að gera. Okkar vandamál eru ekki slík að við getum ekki leyst þau farsælar utan báknsins.

Jón Lárusson, 26.2.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband