Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Markaður í mauki

Jæja, þá eru markaðir á niðurleið. Reyndar mátti búast við þessu, en föstudagurinn var ansi aggressívur í niðursveiflunni. Það er alltaf verið að tala um Dow Jones og Nasdaq, en þegar litið er til Bandaríkjanna, þá er eðlilegra að skoða S&P 500 vísitöluna, en hún gefur betri heildarmynd af bandarísku efnahagsumhverfi. Það er greining á síðustu vikum sem hægt er að lesa hér, en á sama vef eru nokkrar greinar sem búið er verið að skrifa um þetta og Olíuna.

Það er allt undir næstu þessari og næstu viku komið hvernig gengur, en nái markaðurinn sér ekki á strik aftur má búast við góðu súnki.


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 2,23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olían og við

Las um það á Vísi.is, að Norðmenn væru á móti því að við hefjum olíuvinnslu á milli Íslands og Jan Mayen út af umhverfissjónarmiðum. Það er alveg ótrúlegt með þessa Norðmenn, hvað þeir hafa mikla minnimáttakennd gagnvart okkur. Við megum ekkert án þess að þeir reyni að eyðileggja það fyrir okkur. Þeir halda kannski að þeir einir hafi rétt á að nýta sér olíuna.

Olíuverð fer hækkandi og þó það lækki í framtíðinni, þá má það lækka ansi mikið áður en það fer að verða óarðbært að vinna hana. Vonandi mun íslenska ríkistjórnin taka öðruvísi á umsýslu olíugróða en sú norska.

Annars má gera ráð fyrir að olían haldi áfram að hækka, alla vegana upp undir 100 dollara markið. En ég hef áður vísað á tengil um þetta efni, sem er hér


mbl.is Enn hækkar verð á hráolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olían í 100 dollara

Þá er búið að brjóta á bak aftur 90 dollara múrinn. Spurningin er bara hvar endar þetta. Kosturinn við lækkandi verð, er sá að það fer aldrei neðar en 0, hins vegar getur hækkun haldið út í hið óendanlega.

Fjármálamarkaðir eru ekkert annað en endurspeglun þeirra einstaklinga sem þar stunda viðskipti. Sálrænt ástand þeirra er það sama og annarra íbúa, en það leiðir mann að því hvernig einstaklingar hugsa um verð. Í verslunum er algengt að sjá verð eins og 1,99 og 9,99. Sjaldnast sér maður eitthvað eins og 2,10 eða eitthvað álíka. Þessi verðlagning er ekki tilviljun, heldur er fólk almennt gjarnara á að kaupa hluti, sem það skynjar sem ódýrt, þó það kannski sé það ekki. Þannig myndi maður kaupa eitthvað á 1,99 en ekki á 2.0 þó svo að í eðli sínu sé næsta enginn munur á.

Þannig getur það gerst að verðið fari langt upp í 100 dollara, ef það nær að festa sig fyrir ofan 90.

Það má lesa meira um olíuverðið og 100 dollarana hér.


mbl.is Olíuverð yfir 90 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara eins og ekkert hafi verið að gera áður

Það er bara allt að verða vitlaust. Það er eins og ekkert hafi verið að gera þar til nú, að Bingi fór með síðasta hluta Framsóknarflokksins heim. Það er nefnilega svo að Framsóknarflokkurinn er sósíalistaflokkur og á því frekar heima með öðrum sósíalískum smáflokkum, en hægriflokk.

Nú skal ég skýra út hvað ég á við. Grunn hugsjón Framsóknarflokksins er Samvinnuhugsjónin. Þessi hugsun er ekkert annað en sósíalísk hugsun sem byggir á því að þú leggur allt þitt í púkk, en færð ekkert meira en sá sem minnst lagði inn. Svo er mynduð stjórn um allt batterýið sem hefur það eitt að markmiði að hygla sér og sýnum á kostnað þeirra sem byggja samfélagið.

Hvort þetta kallast Samvinnu eða Samyrkju, þá er þetta allt af sama grunni. Velkominn heim Bingi.


mbl.is Víða fundahöld um nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað hefur þetta með frið að gera?

Þegar ég las að hugsanlega yrði Alli Nóbelsverðlaunahafi í friði, þá hristi ég hausinn og taldi Akademíuna ekki svo takmarkaða. En viti menn, ekki er sú vitleysan til sem ekki getur orðið. Alli orðinn friðarpóstuli. En hvað hefur þetta tal hans um veðurfarsbreytingar að gera með frið?

Alveg óháð því hvort hann hefur rétt fyrir sér, nokkuð sem ég er ósammála um í stórum dráttum, eða ekki, þá hefur þetta ekkert með frið að gera. Eins og ástandið í heiminum er í dag, þá held ég að það sé fjöldinn allur af fólki sem vinnur að því að ná fram friði á öllum þeim óteljandi átakastöðum sem prýða þennan hnött, sem eigi þessi verðlaun miklu mun frekar skilið. Amatör veðurfræðingur er ekki sá sem ég hefði talið að væri sterkasti friðar kandidatinn. En pólitík er undarleg tík og þessi verðlaun ekkert annað en aumur rakki.

Alli er hins vegar með mjög gott sjóv í gangi. Ef allt fer eins og ég geri ráð fyrir, náttúrulegar sveiflur, og það fer að kólna eftir einhverja tugi ára. Þá getur Alli, eða fylgismenn hans ákallað hann og gert að bjargvætti mannkyns. Fari svo að sveiflurnar og hlýnunin haldi áfram og þetta verði rokna hitadæmi og allar þær katasroffur sem kynntar hafa verið til sögunar, skella á. Þá geta fylgismenn Alla barið sér á bróst og kennt hinum heimsku íbúum, sem ekki fylktu sér um Alla, um að svona hafi farið. Í alla staði, þá mun Alli standa eftir með pálmann, og Nóbelinn, í höndunum. Það er varla hægt að skrifa sig betur inn í söguna en þetta.


mbl.is Leiða friðarverðlaun Gores til forsetaframboðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrfti þá ekki aftur að skipta um gjaldmiðil?

Þessi frétt hljómar eins og ef hún kæmi frá íslenskum sérhagmunasamtökum Euro áhangenda. Hvað hefði það hjálpað útflutningi okkar til Bandaríkjanna, að hafa tekið upp Euro?

Það mun ekki losa okkur undan óhagstæðri gengsiþróun að taka upp Euro. Við munum alltaf þurfa að skipta á milli gjaldsvæða í alþjóðlegum viðskiptum.

Það sem við eigum að gera er að hætta að leita eftir túkallalausnum frá öðrum og fara að taka ábyrgð á okkar eigin málum. Við eigum að vinna að því að styrkja okkur á alþjóðavísu og gera Krónuna að sterkum gjaldmiðli. Það er alveg mögulegt.

Versti óvinur Krónunnar eru vanhugsandi Íslendingar.


mbl.is Evrópskir fjármálaráðherrar ræða um bandarísk efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng sjón eftir göng

Þetta mun ekki vera í fyrsta skiptið sem minkur kemst til eyja. Heyrði að þetta hefði gerst áður og þá hefði sá valdið miklum usla í fuglabyggð. Þessi virðist hafa verið stoppaður áður en hann olli of miklu tjóni (þ.e. ef hann er dauður).

Ég er hins vegar þeirra skoðunar, að verði af göngum milli lands og eyja, þá muni þessi gestur ekki teljast gestur lengi og teljast með íbúum eyjanna. Eyjarnar virðast vera nægjanlega langt frá meginlandinu til að halda þessum dýrum frá, en komist þau í Heimaey, þá er stutt í aðrar eyjar. Það er spurning hvort fuglinn þoli minkinn í íbúatöluna.

Ég held að, þrátt fyrir ýmis þægindi, þá sé hagurinn af göngum minni en skaðinn af minknum.


mbl.is Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira umtal gerir rangt aldrei rétt

Verð nú að segja það að þetta er farið að verða svolítið þreytandi. "Meira sé vitað um ávinninginn af ESB‐aðild en um mögulegar neikvæðar afleiðingar hennar eins og þeim, að tryggja sérhagsmuni Íslands og afleiðingum af óagaðri hagstjórn" er náttúrulega ekki alveg rétt varðandi þetta mál. Það er alveg vitað um neikvæðu hliðina að aðild. Það er bara ákveðinn hópur sem tekur alltaf fyrir eyrun og segir "Nei, Nei, ekki rétt ..." í hvert sinn sem minnst er á þá staðreynd að við höfum ekkert að gera þarna inn.

Upptaka Euro er engin gull lausn fyrir okkur. Ástandið í efnahagsmálum evrópskra Euro landa sýnir það. Frakkar og Ítalir standa frammi fyrir GÍFURLEGUM efnahagsvanda, en geta ekkert gert. Þeir hafa afsalað sér forræðinu yfir efnahagsmálum sínum.

Umráð yfir fjármálum og efnahagslegum forsendum er algjört skilyrði þess að hægt sé að bregðast við hér á landi. Síðustu ár hafa sýnt það að efnahagsumhverfið hér er ekki samstillt efnahagsumhverfi Evrópu og einhverjar heilstæðar lausnir þeirra gætu illa hent okkur og jafnvel virkað þveröfugt við það sem við þurfum. Einstaklingur sem sviptur hefur verið fjárræði er ekki til stórræða fallinn.

Krónan, með lækkuðum innflutningskostnaði hefur verið stór kjarabót fyrir neytendur. Uptaka Euro hefði ekki verið þeim til hagsbóta. Upptaka Euro er engöngu til hagsbóta fyrir útflytendur sem vilja hafa sem minnst fyrir lífinu. Það er ekkert mál að standa af sér sveiflur Krónunnar. Maður gerir bara eins og aðrir sem flytja vörur á milli gjaldmiðla, maður "hedgar" gjaldmiðilinn. Það er ekki flókið, því fylgir bara smá vinna.

Hættum að gera lítið úr okkur og sjálfstæði okkar. Við þurfum ekki barnapíu. Vextir munu lækka hér á landi. Það tekur bara smá tíma, en það mun gerast.


mbl.is Mikilvægt að kannað verði hvort ESB og evra þjóni hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pollyanna og fréttamennska

Nú síðustu daga hefur Pollyanna verið að vinna við fjármálafréttaflutning. Ég ætla ekki að segja að þetta sé rangt hjá "henni", markaðir í Bandaríkjunum hækkuðu. Reyndar fékk ég póst í gær við sem var ansi góður, "Á þessari mínútu hefur Dow Jones hækkað jafn mikið og líkurnar á að Lúðvík er Gízzurason".

Fréttir eru oft lesnar þannig að fyrirsagnirnar skapa innihaldið, þ.e. fólk les fyrirsagnirnar og huglægt býr til fréttirnar. Það er ekki spurning að markaðurinn þarf jákvæðar fréttir. Spennan er slík að menn eru alveg á nálum. Hins vegar ef við skoðum síðustu þrjá daga, þá hefur markaðurinn ekki hækkað, heldur er nær því að vera stopp. Í fyrradag kom fram það sem Japanir kalla Doji stjarna, en hún er mjög oft formerki lækkunar eða hækkunar, eftir því hvort hún er ofan eða neðan við verðsveiflur. Markaðurinn í gær var nær fullkomin Doji að því leiti að hann lokaði á næstum sama verði og hann opnaði. Það eina sem gerir gærdaginn ekki að fullkomnu Doji, er að hann lokaði aðeins yfir lokun dagsins á undan.

Þegar S&P500 vísitalan er skoðuð, þá má sjá ákveðin merki þess að stórra hluta sé að vænta í dag. Reyndar er svo að ákveðnar efnahagstölur verða birtar í Bandaríkjunum í dag og mun það að öllum líkindum hafa veruleg áhrif á markaðinn. Allir vonast til að þetta verði jákvætt, en merkin eru slík að gera má ráð fyrir að þetta verði frekar neikvætt í dag. Það er hægt að skoða tæknigreiningu á S&P500 hérna og hér.

Það liggur við að maður fái sér popp og kók og horfi á CNBC í dag.


mbl.is Hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er manni fyrri bestu.

Ég velti oft fyrir mér hvað sé besta leiðin til að reka samfélag. Þessar vangaveltur koma oftast fram í tengslum við enhver afglöp í stjórnsýslunni, eða þegar menn (konur eru líka menn) eru að ræða hinar ýmsu hugmyndafræðilegu lausnir á vandamálum samfélaganna (reyndar eru umræðurnar sjaldnast um lausnir heldur klögumál á hendur "hinum" hugmyndafræðunum).

En hvað er mér fyrir bestu. Þessi spurning á við alla. Allir vilja það sem þeim er fyrir bestu, en þó er þessi spurning oftast tengd því þegar menn setja sér sérþarfir andstætt þörfum samfélagsins. Afhverju þarf þetta að vera svoleiðis. Og þá vaknar líka spurningin, hverjir eru samfélagið.

Ég er á móti sértækum aðgerðum. Ég aðhyllist þær reglur sem setja þátttakendunum sömu skorður og veita þeim sama frelsi. Ef við skoðum Mattador, spil sem ég er mjög hrifinn af og vísa oft í varðandi samfélagslegan vanda (það er meira að segja fangelsi í spilinu, þó oft þurfi litlar sakir til að lenda þar, alveg eins og í samfélaginu), þá væri harla erfitt að spila það ef reglurnar væru ekki þær sömu fyrir alla spilarana. Ef einn mætti bara kaupa bláu göturnar á meðan annar þyrfti að borga þrjú hundruð krónur í stað tvö hundruð, af því að hann á einni götunni meira, þá myndi aldrei verða nein sátt í spilinu.

Ég trúi því að samfélagið verði aldrei betra en mannfólkið sem byggir það, eða frjálsara. Það sem er einstaklingnum til hagsbóta, mun alltaf verða samfélaginu til hagsbóta. Ef unnið er út frá almennum reglum þar sem ALLIR eiga sama rétt og sömu tækifæri, þá mun samfélagið ganga eftir. Það er hins vegar einstaklinna í samfélaginu, að nýta sér þau tækifæri sem myndast við þetta, það er ekki ríkisins og koma tækifærunum til þeirra.

Ef allir hafa FRELSI til að láta drauma sína rætast, þá mun þjóðfélagið dafna. En ef hugmyndin gengur út á það að einhver miðstýrð samkoma hafi allt vald og deili til fjöldans tækifærum og efnum, þá endar það með því að þjóðfélagið staðnar að lokum og deyr.

Maðurinn er frjótt og skapandi dýr og það er skylda allra að búa þannig um hnútana að hver einstaklingur fái að dafna sem best. Það næst aðeins fram með því að veita honum frelsi til þess að dafna.

Ég trúi á frelsi einstaklingsins til að gera hvað sem er, hvenær sem er, hvernig sem er. Svo fremi það skaði ekki þriðja aðila.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband