Bush vill auðvelda þjóðernishreinsanir

Það er ekkert nýtt að það skuli vera þjóðernishreinsanir í gangi. Reyndar kanski ekki rétt að kalla þetta þjóðernishreinsanir þar sem um er að ræða árásir sjita á hendur sunni muslimum. Þarna er í gangi ákveðin birtingamynd á aldagömlum deilum sem hófust fljótlega eftir dauða spámannsins.

Kaldhæðnin í þessu öllu er að Bush leggur til að auka og styrkja öryggissveitir stjórnarinnar, en það eru meðlimir þessara sömu sveita sem standa að miklum hluta þessara árása.

Þetta er svona svipað eins og hafa verið í Þýskalandi 1935 og hvetja til þess að fjölga í SS til að stöðva árásir á gyðinga.


mbl.is Bush segir að þjóðernishreinsanir fari fram í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveldi eru klikk

Hvað er að gerast í sálartetri þjóðar sem stendur frammi fyrir almennu taugaáfalli þegar ein af þessum frægu fyrir ekki neitt persónum deyr, að því er virðist vegna eftirmála af brjóstastækkun. Eftirfarandi klausa úr fréttinni sýnir bara að þetta er ekki í lagi.

fréttastofurnar virtust ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill áhugi væri á málinu og hversu mikil áhrif dauði Önnu Nicole hefði haft á þjóðina. „Í stað þess að segja stöðugar fréttir af málinu gerðu fréttastofurnar stundum hlé á umfjöllun sinni sekúndum saman til að segja fréttir frá Írak,” sagði hún. „Fyrir þjóð sem var að takast á við missi var þetta eins og að snúa hnífnum í sárinu.

Steinríkur sagði alltaf að rómverjar væru klikk. Heimfært upp á stórveldi samtímans, mætti segja að kaninn sé klikk.


mbl.is Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlunin að bæta allt tjón

Las það einhversstaðar í tengslum við virkjun Þjórsár, að Landsvirkjun ætlaði að bæta það tjón sem yrði vegna virkjanaáformanna. Með virkjuninni yrði Urriðafoss að engu, en forvitnilegt verður að sjá hvernig Landsvirkjun bætir það tjón. Eða voru þeir bara að tala um alla ferkílómetrana sem bændur koma til með að missa undir vatn?

Ég er ekki á móti framförum og því að við nýtum náttúruna og það sem hún hefur uppá að bjóða, en það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga. Maður verður alltaf meira og meira var við virkjunina við Hengil, en það byrjaði bara sem nokkrir gufstrókar. Núna er eins og maður sé að keyra í gegnum iðnaðarsvæði í hvert sinn sem heiðin er ekin. Þetta er ekki til að fegra umhverfið eða gera leiðina skemmtilegri til aksturs.

Stóriðja var ákveðin leið í upphafi til að auka fjölbreytileika í atvinnulífi og gera efnahaginn minna háðan fiski og þeim sveiflum sem fylgdi fiskverðinu. Núna er ég hins vegar hræddur um að við séum að verða komin hringinn og sveiflur tengdar álverði verði til þess að efnahagsumhverfið verði óstöðugt. Við leggjum alla áherslu á ál, en álverð mun lækka og það fyrr en síðar og hvað ætla menn þá að gera við öll álverin. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé ekki skortur á álverum, heldur séu byggingarnar vegna aukinna væntinga. Hvað ef væntingarnar ganga ekki eftir.


mbl.is Síðustu virkjanir á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður eða maskína.

Byssuvinafélagið í bandaríkjunum er með frasa sem er eitthvernvegin á þennan hátt ,,byssur drepa ekki, fólk drepur". Þarna er verið að vísa til þess að vopnið sjálft gerir ekkert, heldur einstaklingurinn sem notar það. Sama er með ökutæki þau skaða ekki, en ökumenn geta valdið tjóni með hegðun sinni.

Mér sýnist á þessu að nú sé þessu öfugt farið. Hlutafélag, þrátt fyrir að vera lögaðili, er dauður hlutur og getur því ekki gert neitt í sjálfu sér. Það eru aðilarnir á bak við það sem framkvæma. Samkvæmt hlutafjárlögum er gert ráð fyrir að stjórnarformenn, stjórn og stjórnendur, séu ábyrgir fyrir ,,gjörðum" hlutafélagsins. Tæknilega ætti því að sekta og sakfella einstaklingana en ekki félögin sjálf þar sem það er þeirra að taka ákvarðanir og framkvæma.

Manni finnst því undarlegt að ekki sé hægt að sækja menn til saka fyrir eitthvað sem ,,maskínan" hefur gert. Þetta er svona svipað og á miðöldum þegar svín voru sett í gapastokka fyrir að brjóta reglur mannanna.

Er framhaldið hjá okkur það að ákæra ökutæki og skotvopn en sleppa einstaklingunum?


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði ykkur!

Jæja hvað sagði ég ekki
mbl.is Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá, hver á að fá?

Var að lesa í Fréttablaðinu í dag að selja ætti Fríkirkjuveg 11. Þetta er að mínu mati flottasta hús Reykjavíkur og vil ég byrjá á að óska tilvonandi kaupanda til hamingju með húsið. Nokkur fjöldi mun hafa skoðað og lýst yfir áhuga sínum.

Heyrði einhverntíman fyrir löngu að Bjöggi Thors vildi kaupa, enda afkomandi Thor Jensen sem byggði húsið. Fram kemur að tekið verði tillit til verðs og sögu hússins. Það væri því ólíklegt að Bjöggi fengi ekki húsið, geri hann tilboð í það.

Það er eðliegt að einhver úr Jensen fjölskyldunni fái að kaupa ættaróðalið.


Mjög líklega?

Það er eðlilegt að bandaríkjamenn skuli vera ánægðir með skýrsluna. Að nota hugtakið ,,mjög líklega" í skýrslunni gefur þeim svo mikla möguleika til að draga það að taka ákvarðanir, eða gera lítið úr skýrslunni ef það kemur sér betur fyrir þeirra málstað. Samkvæmt skýrslunni er 90% líkur á að þetta sé af mannavöldum, væri þá ekki eðlilegar að nota orð eins og ,,næsta öruggt" í stað mjög líklega.

Eitthvað sem er 90% er ekki mjög líklegt, það er næsta öruggt.


mbl.is Bandaríkjamenn fagna skýrslu um loftslagbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, þessi blessaða Evra.

Athyglisvert þetta með þagnarbindindið í Evrópumálunum, en það virðist aldrei ætla að halda. Þeir einu sem virðast hafa þagnað er Samfylkingin, sem látið hefur lítið fyrir sér fara eftir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins.

 

Eitt af því sem mér finnst áhugavert varðandi málflutning evrusinna fyrir upptöku Evrunnar, er þegar því er haldið fram, eins og rétt er, að það sé ekkert í Rómarsáttmálanum sem mæli gegn því að við tökum upp Evruna. Það er rétt, það er ekkert í Rómarsáttmálanum sem mælir gegn því að við tökum upp Evruna. Í Rómarsáttmálanum, þessum sem á 50 ára afmæli í ár, er reyndar ekkert fjallað um Evruna. Það var nefnilega svo að þegar sáttmálinn var samþykktur, var Evran einfaldlega ekki til. Evran er varla mikið eldri heldur en Samfylkingin, kannski þess vegna sem hún höfðar svo til Ingibjargar og Co. 

Rómarsáttmálinn er reyndar bara fyrsti af nokkrum stofnsáttmálum sem gerðir hafa verið í Sambandinu síðustu 50 árin, reyndar svo að nafnið á þessum samtökum hefur tekið ákveðnum breytingum í hvert skiptið. Hér áður fyrr var alltaf talað um Evrópubandalagið. Að vísa í Rómarsáttmálann vegna upptöku Evrunnar eða aðildar að sambandinu sjálfu er svona svipað eins og að vera að vísa í stjórnarskrána frá 1874 þegar rætt er um stjórnarskrártengd mál í dag.

 

Ég get alveg tekið undir þau “rök” evrusinna að það sé hægt að taka upp Evruna án aðildar. Við getum reyndar tekið upp hvaða gjaldmiðil sem er. Það er ekkert sem segir að ríkisstjórnin geti ekki sagt að frá og með deginum í dag sé Evran sjá gjaldmiðill sem nota skuli á Íslandi. Vandinn er bara sá að við hefðum engin áhrif á gjaldmiðilinn sem slíkan, vaxtastig eða annað. Ef þetta er hugmynd evrusinna, þá spyr ég á móti. Af hverju ekki að taka upp kínverskt Yuan. Það tala allir um Kína sem næsta stórveldi og afhverju að vera ekki bara skrefinu á undan og vera búin að taka upp Yuanið áður en krafan kemur um það frá samtökum um nýjan gjaldmiðil. Ef menn vilja muna, þá var gjaldmiðill stórveldisins BNA, Dollarinn, það sem bjarga myndi þjóðarskútunni þegar hún var næstum sigld í strand í kjölfar óðaverðbólgu og myntbreytingar fyrir einhverjum tuttugu árum plús. Nú er það stórveldi ekki “inn” og því horft til Evrunnar sem frelsarans í dag. Ég spyr mig þá á mót, afhverju ekki horfa til frelsarans á morgun?

 

Það er til fjöldinn allur af gjaldmiðlum um allan heim. Sumir stórir og sterkir, á meðan aðrir eru minni og veikari. Það er ekki stærðin sem skiptir mestu í þessu máli, sem og svo mörgum öðrum, heldur sú tiltrú sem fólk hefur á gjaldmiðilinn. Þar spilar inn í umtal manna um gjaldmiðilinn og þegar formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, ennþá, blaðrar ábyrgðarlaust gegn gjaldmiðlinum, þá hefur það áhrif til veikingar hans. 

Það er bara ósköp einfaldlega þannig að staða manna skiptir máli í öllu sem þeir gera og segja. En fólk í áhrifastöðum verður að hafa til að bera þann þroska að átta sig á stöðu sinni og þeirri vigt sem orð þeirra og gjörðir hafa. Nema náttúrulega tilgangurinn hafi verið að veikja krónuna til að styrkja eigin málstað. Sé svo, þá veltir maður því fyrir sér hvar séu þau siðferðislegu mörk sem viðkomandi dregur á milli þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar og persónulegs framapots.  

Lýðræðisleg kúgun.

Fyrir margt löngu gekk ég Fimmvörðuháls ásamt félaga mínum. Veður var frekar leiðinlegt, þoka og súld. Þegar við komum niður í Bása, vorum við veðurbarðir og þreyttir. Er við gengum að salernunum í Básum, sáum við hvar hópur fólks sat inni i skála og skemmti sér við gítarspil og söng. Stuttu eftir að við komum inn á salernin kom þar að ungur drengur. Buðum við gott kvöld, en drengurinn horfði á okkur af slíkri undrun að við gætum hafa verið forynjur þess vegna. Svona til að brjóta ísinn og fá hann úr þessu dáleiðsluástandi, spurði ég hann hvaða lið þetta væri sem væri í skálanum. Það var sem ég hefði lostið hann með köldu vatni og hann horfði á mig með svip og sagði “þetta er ekkert lið. Þetta er starfsfólk XX”. 

Þarna hafði ég notað orðið lið um þennan hóp og bar þá þann skilning í orðið að um væri að ræða hóp fólks sbr. fótboltalið. Strákurinn hafði hins vegar skilið orðið sem frekar neikvætt, eins og ef ég hefði talað um skríl eða óþjóðalýð. Mér kemur þetta atvik oft til hugar þegar menn ræða hin ýmsu mál og orðanotkun er þannig að ég velti fyrir mér skilningi þeim sem viðkomandi hefur til orðanna. Mörg orð taka breytingum og er orðið hyski eitt þeirra. Á meðan orðið var upphaflega notað yfir fjölskyldu, svona eins og lið um hóp, þá er það í dag notað yfir skríl og óþjóðalýð, sbr. skilning stráksins á orðinu lið. 

Nú upp á síðkastið velti ég því fyrir mér hvort ég sé farinn að misskilja orðið lýðræði, eða þá að aðrir séu farnir að bera annan skilning til þess orðs. Nú hefur í athugasemdum við nokkur blogg, verið vitnað til lýðræðis sem kúgun meirihlutans á minnihutanum. Samkvæmt þessum skilningi, þá er lýðræði í eðli sínu ólýðræðislegt, eða hvað? 

Ef tveir eða fleiri deila, þá verður einhver veginn að útkljá þá deilu. Hvernig það er gert getur tekið á sig ýmsar myndir. Menn geta spilað rússneska rúllettu, farið í skæri, blað, steinn, eða eitthvað annað. Að kjósa um hlutinn er sú leið sem talin hefur verið í okkar samfélagi, sú leið sem best hentar til að leysa úr deilum. Auðvitað er sú leið ekki fullkomin. Hal Koch vill til dæmis meina að við eigum að ræða hlutina þangað til önnur hliðin hefur náð að sannfæra hina. En við höfum ákveðið að nota kosningar.  

Þegar tveir deila og ákvörðun er tekin með kosningu, þá er það einfaldlega þannig að annar hópurinn verður að sætta sig við niðurstöðuna. Sá þroski sem þarf til að taka slíkum niðurstöðum er grundvöllurinn að því lýðræðisfyrirkomulagi sem við búum við hér á landi. Auðvitað verður einhver undir þegar einstaklingar eru ósammála, en að halda því fram að þarna sé um að ræða skipulagða kúgun meirihlutans á minnihlutanum, er náttúrulega ekki í lagi. Enda er það nú svo að sem hópur, þá er minnihlutinn sífellt að breytast að innihaldi. Það sama á reyndar við um meirihlutann. Menn geta verið sammála í einu máli, en ósammála í öðru. Til að geta sagt að verið sé að kúga einhvern, þá þarf að vera hægt að benda á atriði sem er óbreytilegt. Til dæmis þegar því er haldið fram að svartir, hommar og gyðingar, séu kúgaðir. Það fer ekki milli mála hvaða hóp þeir tilheyra og þeir eru ekki að flakka á milli þess að vera kúgaðir og ekki kúgaðir. 

Við búum einfaldlega við það að þurfa að taka ákvarðanir á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Ákvarðanir sem koma jafnvel til með að bitna á öðrum. Við þurfum því á að halda aðferð til að hjálpa okkur við þessa ákvarðanatöku. Við höfum valið að búa við það fyrirkomulag sem kallað er lýðræði, þ.e.a.s. lýðurinn ræður. Það felst í orðana hljóðan að lýðurinn, eða meirihlutinn ræður. Alveg óháð því hvernig hann er skipaður í hvert skiptið. Ef þetta fyrirkomulag, sem að sjálfsögðu er ekki fullkomið, hugnast ekki fólki, þá verðum við að skipta um fyrirkomulag. Ekki veit ég hvað koma á í staðin, klerkaveldi, konungsveldi eða bara fullt frelsi einstaklinga til að gefa skít í aðra og gera það sem þeir vilja. En eitthvað verður að koma í staðinn. 

Ég vil því endilega biðja þá sem aðhyllast þá skoðun, að lýðræði sé kúgun meirihlutans á minnihlutanum, að koma með annað og betra kerfi sem getur tekið við af lýðræðinu sem við leggjum stund á í dag. Það er ekkert svo gott að ekki sé hægt að bæta það.


Flóttinn mikli?

Jæja, þá er hún búin að segja sig frá Frjálslyndaflokknum. Það kom manni svo sem ekki á óvart eftir að fjöldainntökur Nýs afls komu til. Skondið samt að hugsa til þess að nú á að "taka á" skráningu nýrra félagsmanna, en þannig verður náttúrulega komið í veg fyrir að Margrét, eða aðrir leiki sama leik fyrir næstu kosningar.

Annars veltir maður því fyrir sér hvort brotthvarf Margrétar verði af þeirri stærðagráðunni að flokkurinn hljóti hnekki af, eða hvort þetta verði annar Héðins Valdimarssonar klofningur. Flokkurinn á uppruna sinn í óánægjuframboði Sverris og var kvótinn tekinn inn sem málefni sem sameinaði flokkinn umfram persónu Sverris. Með þessari niðurstöðu er orðið ljóst að fylgið á bak við Sverri er í minnihluta og þeir sem riðu með í upphafi hafa losað sig við þann reiðmanninn. Margrét er eflaust ekki hætt í stjórnmálum, en hún þarf að finna sér vettvang. Mér hugnast það best hjá henni að finna sér farveg í öðrum flokki, því að stofna nýjan flokk og komast áfram er ekki auðvelt. Sá flokkur þarf líka málefnið til að kjósa um. Ekki stoðir að vera á móti innflytjandastefnu Frjálslyndaflokksins, því val kjósenda er of mikið á þeim vettvangi. Margrét stendur frammi fyrir erfiðu vali, það eitt er ljóst.

En hvað varðar hennar gamla flokk, þá er spurning hvort núverandi forysta hafi hitt á rétta málefnið. Íslendingar eru að upplifa nú það sem Evrópa hefur verið að ganga í gegnum. Munurinn er bara sá að í Evrópu voru löndin mannmörg og það tók langan tíma fyrir erlenda aðila að verða eins áberandi og er í dag. Við erum bara lítið þorp og það sem skollið hefur á okkur er hlutfallslega mun stærra og hraðara en í Evrópu.

Frjálslyndiflokkurinn kemur til með að höfða til sama fylgis og danski þjóðarflokkurinn og franski FN með Le Pen í broddi fylkingar. Sú gífurlega fylgisaukning sem þar hefur komið fram er ekki endilega vegna þess að það er meira um kynþáttahatara eða nýnasista í þessum löndum. Fólk er einfaldlega bara hrætt. Tilvera fólks markast af uppruna þeirra og menningu, þ.e. hjá um 90% manna. Þegar þetta fólk verður fyrir ofurskammti af annarri menningu og straumum sem það á erfitt með að meðtaka, þá verður það hrætt. Breytingar eru alltaf að gerast, en þær þurfa að gerast hægt til að við getum tekið við þeim. Fólk verður að fá að aðlagast þeim.

Ef við lítum til þess fjölda einstaklinga sem hefur komið hingað til lands, þá eru þeir flestir frá vestur og austur Evrópu, lang flestir frá Pólandi. Þetta fólk kemur til með að hverfa inn í þjóðfélagið á einni til tveimur kynslóðum. Menningalegur bakgrunnur okkar er of líkur til þess að svo verði ekki. Þetta gerist bara of hratt og það hræðir fólk, fólk sem mun kjósa Frjálslyndaflokkinn svo hægt verði að bremsa af breytinguna, hægja á henni.

Hins vegar er það kómískt að flokkurinn sem kastar fram útlendingaspilinu skuli heita Frjálslyndi flokkurinn


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EU og lýðræðið.

Það er nokkur léttir að hafa séð niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um viðhorf almennings til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta er niðurstaðan, þrátt fyrir gríðarlegan áróður og jafnvel hótanir um eymd og volæði, verði ekki gengið sambandið. Þessi niðurstaða vekur hjá manni von og tiltrú á almenna greind landsmanna.

Ég hef aðeins velt fyrir mér lýðræðinu síðustu daga og held að við getum verið nokkuð viss með að við inngöngu í sambandið, þá sé það nokkuð sem ekki fari mikið fyrir. Í sambandinu er það aðeins þingið sem er kosið í almennri kosningu, en allt annað er annað hvort valið af kerfinu sjálfu eða pólitikusum.

Stjórnarskráin, þessi margumrædda og hálf dauða, gerir ekki ráð fyrir meira lýðræði en þetta. Angela Merkel hefur tekið slíku hugarfóstri við ólýðræðislegt innihald stjórnarskrárinnar, að hún vill fyrir alla muni keyra hana í gegn án þess að almenningur í sambandinu hafi nokkuð um það að segja. Reyndar er æsingurinn slíkur að nú eru haldnir leynilegir fundir þar sem leitað er leiða til að koma henni í gegn, en lykilorðið virðist vera að halda þegnunum (þeim sem þurfa að búa við plaggið) í burtu.

Fjallað er um þessa leynifundi í The Guardian, en þar kemur fram að jafnvel bákninu blöskrar og hafa nokkur ríki verið ófáanleg til að fylkja sér um Angelu Merkel og leynifélagið hennar.

Ef það er eitthvað sem læra má af þessari frétt, þá er það að lýðræðið berst í bökkum í sambandinu.


10 % tekjuskattur

Jæja, þá held ég að menn geti tekið undir skattahugmyndir mínar, eins og þær birtust hér fyrir nokkru. Skattur af öllum tekjum eigi að vera 10%
mbl.is Tekjur af fjármagnstekjuskatti forsenda þess að aðrir skattar lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfin herferð

Fyrir nokkru síðan mátti sjá með stríðsletri, fyrirsagnir um herferð breskra stjórnvalda gegn Íslandi og íslenskum vörum. Virtist allt benda til þess að íslenska efnahagsumhverfið myndi liða í sundur. Nú virðist sem þetta hafi verið ofblásin blaðra sem sé nú að springa. Ekki sé um að ræða herferð gegn Íslandi sem slíku, heldur bara þessi venjulega smölun í hvalveiðiráðið.

Þessi smölun í hvalveiðiráðið, sem fyrst bar á hjá Greenpeace og öðrum slíkum félagasamtökum, var til þess gerð að gera hvalveiðiráðið að friðunarsamtökum en ekki veiðistjórnunarbatterýi eins og upphaflega var hugsað. Þegar Japanir tóku sig til og svöruðu fyrir sig, varð allt vitlaust. Nú eru Bretar opinberlega farnir að smala og því ekki langt að vænta þess að þetta verði orðin almenn og viðurkennd fjáröflun fátækari ríkja heimsins, hvort sem þau liggi að sjó eða ekki.

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort ekki verði að leggja niður þetta hvalveiðiráð og endurskipuleggja þetta umhverfi allt saman. Ef við viljum stjórna nýtingu sjávar, þá þarf að taka allt umhverfið fyrir, en ekki bara velja eitt úr. Þetta er svona eins og að vera með bifreiðaeftirlit sem einungis skoðaði dekkinn.

Svo held ég að það sé kominn tími til að við hættum að vera þolendur í þessu öllu saman. Við þurfum að berjast fyrir því sem við viljum halda og því sem við trúum á. Er ekki kominn tími til að við mótmælum og svörum fyrir okkur árásum þjóða og félagasamtaka. Það er ekki eins og Bretar, Þjóðverjar, Svíar og ekki síst Bandaríkjamenn, séu heilagir þegar kemur að náttúruvernd og jafnvel hvalveiðum. Við getum verið sammála eða ósammála hvalveiðum sem slíkum, en hvalveiðar okkar er ekki hægt að flokka sem rányrkju.

Er ekki kominn tími til að hætta að vera þolendur í samfélagi þjóðanna.


mbl.is Sendiherra Breta: Engin herferð gegn íslenskum vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hægri, vinstri en ekki 0 - 100?

Alltaf þegar rætt er um stjórnmál, þá er mönnum raðað niður á hægri, vinstri eða einhverja óskilgreinda miðju. Upphafið af þessu má rekja til árdaga franska þingsins þar sem menn tóku sér sæti hægra eða vinstra megin í salnum, eftir því hvort þeir væru rótæklingar eða ekki. Nú er svo komið að þessi hópaskipting á sér enga stoð í dag og við því búin að taka upp miðjuna sem svona Annað flokk þar sem öllum sem illa gengur að staðsetja, er komið fyrir.

Maður hefur oft lent í að ræða einræði og Hitler, hægri sinnaður öfgamaður þrátt fyrir að heiti flokks hans hafi verið Þjóðernissinnaði þýski verkamannaflokkurinn, eða eins og sumir í framsókn myndu kalla jafnaðarmannaflokkur sem aðhyllist þjóðhyggju. Stalinn vinstrisinnaður, en samt hætti hann að vera vinstrisinnaður og varð í raun hægrisinnaður þegar hann varð einræðisherra, samkvæmt því sem maður heyrir oft hjá vinstrimönnum. Enda einræði ekki mögulegt hjá vinstri mönnum. Ef við skoðum svo öfga hægrimenn þessa svokölluðu nýnasista, þá eru þeir ekki neitt líkir þessum svokölluðu frjálshyggjumönnum á Íslandi, en samt báðir taldir til hægrimanna og báðir taldir öfgamenn. Það er í raun alveg sama hvernig litið er á þetta allt saman, það er einfaldlega mjög erfitt að nota hægri, vinstri sem mælistiku. Á Íslandi erum við til dæmis bara með miðjuflokka, hægra megin eða vinstra megin á miðjunni að vísu, en samt alltaf á miðjunni.

Hann karl faðir minn kom með áhugaverða hugmynd í jólaboði nú síðast. Ef við skoðum mælistikur, þá eru þær aldrei í bókstöfum eða orðum. Þær eru yfirleitt í tölum og þá frá 0 og upp í 100. Af hverju ekki að setja upp nýja mælistiku, þar sem hugmyndir stjórnmálaflokkanna eru settar á stiku frá 0 - 100. 0 væri þá flokkur sem er fylgjandi 100% frelsi og 100 væri 100% einræði. Flokkar myndu svo raðast á stikuna eftir því hvar þeir væru staddir út frá aðkomu ríkisins í mannlífið. Þá þyrfti ekki að velta lengur fyrir sér hvar Hitler og Stalin voru, þeir voru bara 100.

Það er nú einu sinni þannig að við höfum öll sömu eða mjög svipuð markmið. Það sem skilur okkur að er í raun hvaða leið við teljum best henta til að ná þessum sameiginlegu markmiðum. Mismunurinn er í sjálfu sér alltaf spurning um aðkomu ríkisins.

Mælistikan 0 - 100 er í raun miklu mun hentugri heldur en hægri og vinstri.


Hvers vegna lýðræði.

Ef allir væru eins og Palli, ein í heiminum, þá skipti engu máli hvað þeir gerðu. Athafnir þeirra hefðu engin áhrif á aðra og því ekki þörf á að takmarka sig á nokkurn hátt. Spurningin um val og afleiðingar þess á aðra væri ekki fyrir hendi.

En það er ekki svo að við séum eins og Palli. Það sem við gerum getur hæglega haft áhrif á líf annarra. Til þess að geta búið í samfélagi, þá höfum við þurft að setja okkur reglur. Reglurnar eru reyndar mismunandi eftir hópum, en þó í grunnin eins. Það er að segja reglurnar eru umgjörð að hlutum eins og ákvarðanatöku.

Í einræðisþjóðfélagi er þetta auðvelt. Það er bara einn sem ræður og Hans ákvarðanir eru ekki til umræðu. Það sem Hann tekur ákvörðun um, stendur óháð afleiðingum, nema Hann ákveði að breyta til.

Í lýðræðisþjóðfélagi er þetta nokkuð flóknara. Þar koma einstaklingar hópsins sér saman um kerfi sem geri sem flestum mögulegt að hafa áhrif á það hvaða ákvarðanir eru teknar. Í dag er algengast að einstaklingarnir kjósi sér fulltrúa í ákveðin takmarkaðan tíma og þessi fulltrúi sjái um að gæta réttar þeirra og hagsmuna. Þetta er svokallað fulltrúalýðræði. Annað form, sem er alveg á hinum kantinum, er það form lýðræðis sem lengi var stundað í Sviss. En þar komu kjörbærir menn saman á torgum og tóku ákvarðanir. Þar var um að ræða beint lýðræði.

Á Íslandi hefur verið tekin ákvörðun um fulltrúalýðræði, það er að segja, fólk velur sér fulltrúa á þing og á þingi eru útkljáð þau mál sem samfélagið þarf að leysa. Það er nú þannig að það eru ekki allir sammála alltaf. Þegar einstaklingar kjósa sér fulltrúa, þá velja þeir sér þann fulltrúa sem þeir telja líklegastan til að gæta best sinna hagsmuna. Ef þessi fulltrúi gerir svo eitthvað allt annað, þá hefur einstaklingurinn möguleika á að velja sér annan fulltrúa í næstu kosningum. Þannig virkar kosningin eins og eftirlitstæki með fulltrúanum. Ef fulltrúinn stendur sig ekki, þá er hann farinn af þingi. Þetta veit fulltrúinn og því er hann ekki að gera neitt sem hann telur að sé andstætt vilja umbjóðenda sinna.

Þegar til þess kemur að taka ákvörðun, þá kjósa fulltrúarnir um hana og meirihlutinn ræður. Þetta er ekki til þess gert að kúga einn eða neinn sérstaklega. Heldur er hér um að ræða þá aðferð sem best hefur verið talin henta. Auðvitað má segja að með þessu sé meirihlutinn að ráðskast með minnihlutann, en til þess hefur verið litið að hagsmunir fjöldans hafi forgang á hagsmuni einstaklinganna. Þeir sem tilheyra minnihlutanum hafa hins vegar mótmælt þessu og viljað fá sínu framgengt og vísa til þess að með því að greiða atkvæði sé verið að ganga gegn þeirra rétti.

Það er hins vegar þannig að ekkert stjórnkerfi er fullkomið, en við teljum að þetta sé það kerfi sem henti best okkar þörfum og nálgist okkar skoðanir einna best. Vilji þeir sem eru í minnihuta fá sínu framgengt, þurfa þeir að höfða til meirihluta einstaklinga. Opin umræða á rökrænum grundvelli er skilyrði fyrir því að þetta geti gengið, en órökstutt blaður og ræða sem engöngu er höfð í frammi til að tefja framgang mála, gerir ekkert annað en að grafa undan grundvelli kerfisins og veikja það.

Eitt af skilyrðunum til þess að þetta kerfi gangi, er að við virðum niðurstöðu vals einstaklinganna og leyfum kerfinu að starfa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband