14.5.2009 | 09:24
Nokkur atriði til umhugsunar
Þetta skýrir hversu hratt var gengið til verka í október og hversu lítið heyrðist frá ráðherrunum. Þetta var allt fyrirfram ákveðið og planið til. Það að ráðherrar skuli svo skella allri skuldinni á Seðlabankann sýnir bara hræsnina. Ég er ekki að segja að Seðlabankinn sé saklaus í þessu öllu, heldur brást kerfið í heild.
Það sem vekur hjá mér athygli er að þetta er ekki eitthvað plan sem Davíð kokkaði upp, heldur var fenginn erlendur "sérfræðingur" til að vinna að þessu. Svo í kjölfarið er fenginn erlendur "sérfræðingur" til að reka seðlabankann og vextir látnir vera í toppi þrátt fyrir enga verðbólgu. Er ekki komið nóg af þessari minnimáttarkennd gagnvart útlendingum. Það þarf alltaf að grípa til þeirra ef eitthvað þarf að gera. Útlendingar eru ekkert betri en við, þeir ólust bara upp við annað tungumál. Ef þeir væru svona miklu betri en við, þá væri heimurinn ekki í þessu rugli. Losum okkur við erlendu "sérfræðingana" og fáum Íslendinga til að vinna þessa vinnu. Við eigum fullt af mjög kláru fólki til að vinna þetta.
Annað er að fyrst farið er út í þessa vinnu, þá hljóta menn að hafa verið meðvitaðir um að bankarnir væru á barmi örvæntingar. Ef þú telur allt vera í lagi, þá ertu ekki mikið að undirbúa þig fyrir stórslys. Af hverju var ekki brugðist við til að sporna við því að allt færi til andsk... í stað þess að búa sig undir það hvað ætti að gera þegar það gerðist. Er ekki betra að reyna að koma í veg fyrir klúður heldur en að bíða bara og vera tilbúinn þegar það gerist.
Þá komum við að rúsínunni í pylsuendanum. Það er hverjir voru á staðnum og fengu upplýsingarnar. Ráðuneytisstjórar forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis voru upplýstir um þetta, sem þýðir að gera má ráð fyrir að ALLIR ráðherrar, jafnt frá Sjálfstæðisflokki sem og Samfylkingu voru meðvitaðir um þetta allta saman. Það væri harla ólíklegt að ráðuneytisstjórarnir hafi ekki upplýst ráðherrana um þetta og ég efast um að Björgvin, Geir og Árni hafi bara klórað sér í kollinum og látið gott heita. Auðvitað voru allir ráðherrar Samfylkingarinnar upplýstir um þetta, sem og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Svona hlutir eru ræddir. Það að ekkert skuli hafa verið gert, er hins vegar til skammar ÖLLUM þeim sem voru í ríkistjórn. Það er augljóst að hér trúðu menn á 70% regluna "70% allra vandamála leysast af sjálfu sér - 70% árangur er ekki slæmur", regla sem er táknræn fyrir þá sem ekki treysta sér til neins og var einkennandi fyrir ríkistjórn Geirs H. Haarde.
Það er rétt, við bjuggum við vanhæfa ríkistjórn. Vandi okkar í dag liggur hins vegar í því að helmingur hennar situr áfram. Sá helmingur hefur svo ekkert frekar til málanna að leggja en að afsala sér ákvörðunarvaldi þjóðarinnar til erlendra "sérfræðinga".
Það er kominn tími til að við hættum þessu rugli og förum að vinna í okkar málum. Það gerir það enginn fyrir okkur. Við ein getum losað okkur út úr þessu og við ein verðum að hefja verkið. Að halda það að hingað muni streyma hersing riddara á hvítum hestum undir lúðraþyt evrópskra sambandssinna, er tákn um vonleysi og vantrú á okkur landsmenn. Við Íslendingar verðum að standa saman í því að losa okkur undan þessu ástandi og við verðum að gera það núna.
Áætlun ef bankar færu í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 00:37
Ekkert smá flott gegnsæi
Ég verð að segja að þetta er nokkuð flott plott hjá Jóhönnu. Hún kallar alla fyrir og gefur þeim séns á að spjalla við Össur. Svo kemur frumvarpið og þegar menn ætla að hefja málþóf á þingi, þá verður einfaldlega sagt, "en þið fenguð tækifæri á að ræða þetta við Össur og því engin ástæða að ræða þetta út í eitt á þingi".
Jóhanna er að koma hér fram sem undirförull plottari og ekki mikið að marka það sem hún hefur sagt. Hvað varð um gegnsæið í stjórnmálunum. Afhverju má ekki upplýsa þjóðina um hugmyndirnar sem Samfylkingin, með VG í rassvasanum, hefur um málið að segja.
Það er augljóst að keyra á þetta mál í gegn og skiptir þá engu máli hagur heimilana í landinu. Það er vitað mál að ESB aðild tekur allt of langan tíma til að geta hjálpað þeim sem þurfa aðstoð núna. Að draga þjóðina á asnaeyrunum í eitthvað ferli sem alveg má bíða, er fyrir neðan allar hellur. ESB aðild er ekki eitthvað sem við þurfum núna, við þurfum aðgerðir til lausnar á ástandinu.
Það hefði svo sem ekki átt að koma neinum á óvart þessi ofuráhersla á ESB, enda Samfylkingin ekki með neina aðra lausn á málum þjóðarinnar. ESB átti að leysa allan vanda. Hins vegar valdi meirihluti þjóðarinnar ekki ESB, ef svo hefði verið, þá hefðu fleiri kosið Samfylkinguna í síðustu kosningum þar sem hún ein talaði fyrir inngöngu.
Það að Samfylkingin sé stærsti flokkurinn á þingi, þýðir ekki að þjóðin hafi valið ESB aðild. Við skulum líta til þess að fylgi Samfylkingarinnar núna var minna en fylgið eftir fyrstu kosningarnar, þegar Össur var formaður. Svo er vert að líta til þess að samfylking bætti við sig minna en VG sem voru hvað harðastir gegn aðild að ESB. Hefði ekki mátt skilja sem svo að þjóðin væri að kjósa á móti ESB.
Þetta er ofríki af verstu sort sem hér er á ferðinni og ótrúlegt að keyra eigi þetta í gegn á tímum sem þessum þegar næg önnur verkefni liggja fyrir. Verkefni sem þarf að leysa núna strax, ekki eftir þrjú til fimm ár.
Lausnin liggur hjá okkur og okkur einum. Hún liggur ekki í því að afsala okkur ákvörðunarrétti okkar til útlanda. Við höfum getuna, kraftinn og segluna til að vinna okkur út úr þessu ástandi og við verðum að hefja verkið núna. Það sem við þurfum að styrkja hjá okkur er trúin á að við getum þetta. Við sem þjóð höfum séð það slæmt áður, bæði af völdum efnahagslegra þátta sem og náttúrulegra. Við höfum samt haldið velli og við munum gera það nú sem fyrr. Við verðum bara að trúa á okkur sjálf.
Ég trúi og veit að við getum leyst öll okkar mál sjálf. Ég kalla því til ykkar að líta í eigin barm og sjá þann kraft og þá getu og seglu sem þar er til staðar. Rísum upp og hefjum verkið, vinnum okkur út úr þessu ástandi. Við getum það.
Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 19:09
Tækifæri til aukinnar erlendrar fjárfestingar
Ég tel að það væri vænlegra að eyða næstu vikum og mánuðum í því að klára útboðsgögn fyrir leit á Drekasvæðinu með nýtingu í huga, frekar en að standa í þessu ESB umsóknarferli. Umsókn um aðild að ESB kemur til með að kosta okkur helling þrátt fyrir að hún gengi eftir umsóknin.
Olíuleit sem gengi eftir og vinnsla í kjölfarið mun hins vegar veita okkur tekjur sem gætu gert það að verkum að við yrðum mjög fjárhagslega sterkt þjóðfélag. Við erum ekki nema rétt rúmlega 300.000 hræður og því þarf ekki miklar tekjur á mann til að auka verulega lífsgæðin hér. Hugsið ykkur fría læknisþjónustu til dæmis og það án skattahækkana. Haldlagning ESB á birgðum til að gæta að orkubirgðum sambandsins væri okkur ekki í hag.
Bara það að hefja leit mun auka umsvif á norðurlandi, þaðan sem leitinni yrði að öllum líkindum stjórnað og með því að veita útlendingum leyfi til leitar, þá mun koma aukið innstreymi af erlendu fjármagni mjög fljótt. Það er skortur á olíu og olíufélög tilbúinn að hefja leit mjög fljótt og borga vel fyrir. Nýtum okkur það.
Olíubirgðir minnkuðu umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 10:00
Sama og Frakkland
Það á ekki að koma neinum á óvart að Ísland komi verr út núna en fyrir ári síðan, þegar litið er til stöðuleika. Það sem hins vegar vakti athygli mína er að samkvæmt þessu þá er Ísland með sömu tölur og Frakkland. Ef ESB landið Frakkland er með sömu einkun og við í hættu á sviði efnahagsmála, þá er vert að skoða hvernig hin ESB löndin hafa það. Ef ástandið er það sama þar og hér, hvers vegna þá að gang í sambandið.
Hins vegar hefði ég viljað fá að sjá listann til að geta borið þetta sjálfur saman.
Mælist með minni stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 09:39
Undanþága ekki vís. Spurning að trúa frekar á okkur sjálf
Þegar ákveðið var að taka up euro var ESB mjög í mun að fá sem flest ríkin með í pakkan. Þess vegna var tekið mildar á ákvæðunum sem áttu að gilda um upptöku euro, en öll löndin sem getið er um hér, eru lönd sem tóku upp euro við stofnun myntbandalagsins. Það er ekki víst að sömu undanþágur verði teknar leyfðar núna. Bretar, sem líklegastir væru til að styðja okkur í euro upptökunni (það er að segja ef við látum allt eftir þeim og borgum það sem þeir vilja) eru ekki einu sinni þarna inni, þannig að sá stuðningur gæti orðið dýrari en ellla.
Það eru fleiri lönd í euro myntbandalaginu sem ekki eru að uppfylla öll skilyrðin og hefur verið hótað sektum til handa Frakklandi og Ítalíu vegna þessa. En ESB er nefnilega með sektarákvæði sé þessum skilyrðum ekki fullnægt. Frakkar neituðu að borga og þar sem þeir eru eitt af þessum lykil ríkjum, þá komust þeir upp með það. Við erum hins vegar ekki eitt af lykil ríkjunum og því hæpið að við kæmumst upp með að borga ekki sektirnar.
Svo er annað varðandi allt þetta ESB dæmi sem við verðum að horfa til. Það er ekki allt dans á rósum þarna inni. Almenningur, þessi sem nær ekkert er hlustað á, er mjög óánægður með veruna í ESB. Almennt hefur hagur almennings ekki batnað mikið. Atvinnuleysi hefur verið tveggjastafa tala um árabil, t.d. 12% í Frakklandi og staða ríkisskulda stórt hlutfall af þjóðarframleiðslu t.d. heyrði ég að Ítalía væri nálægt 200% af þjóðarframleiðsu.
Alveg óháð því hvort við fáum undanþágur eða ekki frá Maastricht, þá er alveg á hreinu að umsóknarferlið og euro upptaka munu taka okkur nokkur ár. Erum við tilbúin að bíða í nokkur ár eftir því að ástandið hér lagist kannski. Við höfum enga tryggingu fyrir því að þetta lagist með inngöngu í ESB og upptöku euro. Öll rökin fyrir inngöngu, sem sett hafa verið fram, s.s. stöðugri gjaldmiðill, stöðugra efnahagsumhverfi, erlend fjárfesting osfrv. er hægt að hrekja með því einu að horfa til þeirra landa sem þarna eru inni.
Til dæmis er euro allt of hátt skráð í dag og hefur það komið Írum og Spánverjum auk annarra smærri landa mjög illa. ESB og euro aðild kom ekki í veg fyrir efnahagshrun á Írlandi og Spánni, svo afhverju ætti að það koma í veg fyrir slíkt hjá okkur. Okkur hefur verið sagt að við þurfum ekki að vera komin inn í ESB og búin að taka upp euro til þess að ástandið batni, bara það að hefja ferlið muni auka trú erlendra fjárfesta slíkt að þeir muni koma hingað í hrúgum. Ég spyr því, hvers vegna eru erlendir fjárfestar, bandarísk stórfyrirtæki, að yfirgefa Írland þar sem Írland er þegar inni í pakkanum. Er eitthvað sem segir að erlendir fjárfestar vilji fjárfesta hjá okkur frekar en Írum sem þegar eru inni. Við verðum að átta okkur á því að aðildarumsókn núna í júlí mun ekki hjálpa til við að laga það ástand sem hér er til staðar.
Þessi áhersla á ESB byggir á því að ráðamenn hafa ekki trú á getu okkar til að leysa okkar mál sjálf. Ég segi hins vegar að við getum það og reyndar erum við þau einu sem getum og yfir höfuð munum leysa okkar mál sjálf. Ég veit að ástandið er ekki mjög gott núna, en það er ekki tilkomið vegna þess að við getum ekki gert betur. Það er tilkomið vegna þess að við gleymdum þeim gildum sem okkur ber að viðhafa til að eiga hér gott líf. Gildin um að forðast græðgi og öfund. Gildin sem segja okkur að við séum hluti af samfélagi og að við verðum að gæta þess að gjörðir okkar bitni ekki á þeim sem byggja þetta samfélag með okkur.
Styrkurinn til verka liggur hjá okkur sjálfum og engum öðrum. Við höfum kraftinn, getuna og segluna til að koma okkur úr þessu ástandi, við verðum bara að endurheimta trúnna á að við getum það. Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki hvað við gerum heldur hvernig við gerum það.
Það er fjöldinn allur af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna þessa ástands sem við nú búum við. Það er okkur lífsnauðsinlegt að við hefjumst strax handa við að hjálpa því fólki sem þarf hjálp og koma í veg fyrir að fleiri verði fyrir barðinu á ástandinu. Við þurfum að bregðast við núna, ekki einhvern tíman á næstu tveimur til fimm árum eftir að ESB hefur hleypt okkur inn.´
Tíminn til aðgerða er núna og við verðum að vinna verkið sjálf. Þannig mun okkur farnast best. Ég hef trú á okkur Íslendingum, trú á því að við munum ná okkur út úr þessu ástandi. Við getum allt sem við ætlum okkur, við verðum bara að hafa trúnna til þess.
Frávik veitt frá Maastricht-skilyrðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 12:06
Að hjálpa sér sjálfur
Ég er ekki í nokkrum vafa að við getum lagað hér ástandið á nokkrum mánuðum. Við þurfum bara að bretta upp ermarnar og fara að vinna að því. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að núverandi ríkistjórn lítur ekki til síns sjálfs um að leysa vandamálið, heldur hefur hún þá stefnu að láta aðra um það. Að leggja allt traust sitt á að ESB leysi eitthvað, er viðhorf sem leiðir til þess að ekkert mun gerast hér á landi næstu árin. Ætlum við að bíða þann tíma sem aðildarviðræður taka, þá mun botninum ekki vera náð. Þeir sem telja útlendinga best hæfa til að bjarga okkur, útlendinga sem eru sjálfir í vondum málum, hafa ekki mikla trúa á fólkinu í landinu. Segja má að þeir telji okkur getulaus til sjálfshjálpar. Það hefur líka oft verið talað um það að Íslendingar geti ekki séð um sig sjálfir. Svona niðurbrots tal þarf að hætta. Maður sem ekki ber traust til sjálfssíns eða samfélagsins getur ekki ætlast til þess að hann lifi við neitt annað en örbirgð og aumingjaskap.
Lausnin liggur hjá okkur og okkur einum. Við verðum að vinna verkið sem þarf að vinna svo við getum haldið áfram. Við verðum að endurvekja hjá okkur trúnna á hæfni okkar til að vinna þau verk sem þarf til að við getum orðið það samfélag sem við viljum vera. Viljum við búa í samfélagi þar sem við erum stolt af því sem við höfum vegna þess að það er tilkomið vegna okkar eigin dugnaðar, eða ætlum við að búa í samfélagi þar sem við erum dofnir þiggendur ölmusu erlendra drottnara.
Hamingjan liggur ekki í því sem við eigum heldur hvernig við notum það sem við eigum. Við Íslendingar eigum alla möguleika á því að lifa hamingjusömu lífi á okkar eigin forsendum. Við verðum bara að draga okkur upp úr sjálfsvorkuninni og neikvæðninni sem hrjáð hefur okkur síðustu mánuði.
Það er fullt af fólki sem þarf aðstoð og það strax. Það hjálpar hins vegar ekki neinum að vera fastur í neikvæðni og sjálfsvorkun. Við þurfum að taka höndum saman og hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda og sjá til þess að ekki fjölgi í þeim hópi. Það getum við aðeins gert með því að vinna verkið sjálf og á okkar eigin forsendum.
Það er hægt að snúa við ástandinu í þjóðfélaginu. Við verðum bara að vinna að því sjálf. Við getum ekki horft til útlanda og vonast eftir því að einhver þar muni vinna verkið fyrir okkur einhverntíma. Tíminn til verka er núna, ekki í fortíðinni sem er liðin eða framtíðinni sem bíður. Núna er rétti tíminn.
Það versta mögulega afstaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 12:34
Icesave má ekki verða skiptimynnt í ESB aðildarfloppinu
Það er ekki spurning að Icesave er eitt af þeim málum sem þarf að taka á. Hins vegar veltir maður því fyrir sér hver heilindi ríkistjórnarinnar verða í málinu þegar hún er jafn blind á ESB aðild og raun ber vitni. Bretar vita hug heilagrar Jóhönnu og munu nýta sér það í "samingunum" um Icesave. Ég er hræddur um að það verði ekkert samið í því máli, það verður bara tekið við skilyrðum Breta gegn stuðningi þeirra við inngöngu í ESB.
Það er nokkuð kaldhæðnislegt til þess að vita að Bretar eru tilbúnir að gera allt fyrir okkur til inngöngu í ESB, samband sem þeir sjálfir eru mótfallnir og hafa alltaf verið tregir til að vinna með. Þeir hljóta að hlægja sig máttlausa yfir þessu, að ná fram öllu sínu varðandi Icesave og um leið koma okkur inn í sambandið sem þeir eru sjálfir á móti. Þetta er eins og að vinna þann stóra í Lottó. Nú sjá þeir fram á að geta beitt sér innan ESB og fengið aftur aðgang að landhelginni og þannig náð til baka öllu því sem þeir töpuðu í Þorskastríðunum.
Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 12:14
Afstaða VG til ESB algerlega klár ...?
Atli Gísla fullyrðir að afstaða VG til ESB sé algerlega klár. VG er á móti inngöngu í ESB. Ef svo er hvernig geta þeir þá samþykkt að sækja um inngöngu, því það er það sem er framundan. Þetta verður ekki neitt kaffispjall við Brussel sem svo verður borið undir þjóðina áður en sótt verður formlega um. Ef vilji Samfylkingarinnar nær fram að gang, sem hann reyndar hefur gert, þá verður formlega sótt um aðild að ESB í júlí. Afstaða VG er ekkert algerlega klár.
Það eina sem hægt var að segja um VG, var að sama hvort maður væri sammála þeim eða ekki, þá voru þeir einlægir í sínum skoðunum. Maður vissi alltaf hvar maður hafði þá. Núna er allt annað upp á teningnum. VG hefur sýnt það að þeir selja sálu sína fyrir stjórnarsæti, jafnt og allir hinir flokkarnir.
Málið er einfallt, það þarf að rútta öllu draslinu út af þingi og fá inn nýtt fólk. Þá er ég ekki að tala um nýtt fólk í sömu gömlu flokkunum, heldur nýtt fólk í nýjum flokki. Fólk sem ber hag almennings fyrir brjósti, fólk sem ekki lítur til útlanda eftir lausn, fólki sem tekur á verkinu og leysir það.
Það er ótrúlegt að á alþingi skuli vera meirihluti þingmanna sem hefur svo litla trú á almenningi í landinu, að hann telur einu færu leiðina til að bjarga sjálfum sér, þá að skríða undir pilsfaldinn á Brussel. Hættum að láta einhverja sem ekki treysta sér til að vinna verkin fá þau og köllum til þá sem treysta sér til þess.
Það náðist að stytta kjörtímabil síðustu stjórnar, það er augljóst að það þarf að stytta kjörtímabil þessarar líka.
Þingmenn lýstu yfir andstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 11:50
Ríkistjórnin hætti að tala og fari að gera
Það hefði ekki átt að koma þessari ríkistjórn á óvart að taka þyrfti til í ríkisfjármálum. Hins vegar hefur ESB áherslan algerlega villt þeim sýn á það hvað virkilega þarf að gera. Það er fagurlega galað í ræðu og riti þessa fólks, en það kemur ekker út úr þeim annað en brenglað blaður um ekki neitt. Það er kominn tími á að ríkistjórnin hætti að tala um það sem það ætlar að gera og fara að gera það. Það er að segja ef ríkistjórnin yfir höfuð veit hvað hún ætlar að gera.
Auðvitað á að spara í rekstri ríkisins, en það á ekki að gera nema með niðurskurði sem ekki á að bitna á neinum, einhverjir óskilgreindir þættir verða bara fyrir barðinu. Það er bara þannig að ef skera á niður í kerfinu þá bitnar það alltaf á starfsmönnum þess, þar sem launakostnaður er einn stærsti þátturinn í þessum rekstri.
Svo er það þetta með að ekki eigi að auka skattbyrðina og gert ráð fyrir að hátekjuskattur og auknir neysluskattar komi til með að standa undir þessu. Í fyrsta lagi þá hafa tekjur snarfallið í landinu og ef þeir ætla að taka inn eitthvað verulegt af tekjum í gegnum nýjan hátekjuskatt, þá kemur sá skattur til með að ná til slíks fjölda að flestir verði fyrir honum. Í öðru lagi, þá er það bara þannig að með aukinni skattheimtu dregur úr neyslu og þar með innkomu ríkisins af neyslusköttum. Neyslan er næsta engin í dag og hvernig ætlast ríkistjórnin þá til þess að hún aukist eitthvað við það að taka meira af ráðstöfunartekjum fólksins.
Það er líka talað um að forðast eigi að auka skuldastöðu ríkisjóðs og er það góðra gjalda vert, en maður veltir samt fyrir sér hvað sé framundan. Í hundraðdaga verkefnalista ríkistjórnarinnar er talað um að ganga eigi frá málum tengdum erlendum skuldum s.s. Icesave og því um líku. Í þessari hraðferð ríkistjórnarinnar til inngöngu í ESB eru engar líkur á því að ríkistjórnin muni gæta hagsmuna Íslendinga. Það mun vera gengið að öllum kröfum Breta varðandi þetta mál. Ég held að fólk almennt sé ekki að gera sér grein fyrir því hvað þessi Samfylking mun kosta þjóðarbúið.
Hjá sumum þjóðum væri það kallað landráð að kosta almenning milljarða til þess eins að koma landinu undir stjórn erlendra aðila. Ég ætla svo sem ekki að fullyrða það hér að Samfylkingin sé að stunda landráð, en það er orðið ansi stutt í að svo verði. Það má kannski velta fyrir sér hvar hollusta Samfylkingarinnar og annarra ESB sinna liggur, hún liggur allavega ekki hjá almenningi í þesu landi.
Það eru stór verkefni framundan til að bjarga fólkinu í landinu, verkefni sem ekki geta beðið. Ég er ekki að sjá að ríkistjórnin hafi neitt til málana að leggja, annað en að bjarga bönkunum. Ég er eiginlega komin á þá skoðun að ESB málið hafi verið keyrt í gegn vegna þess að ríkistjórnin vanti smjörklípu til að fela getuleysi sitt við landsstjórnina. Með ESB áherlsunni hefur ríkistjórnin fundið móðir allra smjörklípa, enda vart um annað rætt. Ótti minn er hins vegar sá að í óðagoti sínu við að reyna að hoppa á upp á ESB lestina, muni ríkistjórnin í raun hoppa fyrir hana.
Það er áhyggjuefni að ríkistjórnin skuli líta á það sem lausn að ganga inn í ESB, þegar vera í ESB hjálpar ekki Írum og Spánverjum. Ef það hjálpar þeim ekki að vera inni, afhverju ætti það að hjálpa okkur að fara inn?
Mikil þrautaganga framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 17:28
Rís upp í eigin nafni og eigin verki
Þá er það komið á hreint, VG sveik kjósendur sína, en eins og ég sagði í blogfærslu fyrir nokkru, þá yrði erfitt fyrir þessa tvo flokka að starfa saman án þess að annar sviki kjósendur sína. Við stöndum frammi fyrir því að sá flokkur sem ekkert hafði til málana að leggja, nema leita annað, til lausnar vanda okkar allra, hefur fengið sitt fram. Nú verðum við að rísa upp.
Kæru samlandar,
Við stöndum núna á krossgötum. Við sem þjóð lítum nú til þess að allt okkar umhverfi hefur umturnast og það sem við tókum sem gefið hefur farið á annan veg. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að taka ákvarðanir um það hvað við viljum, hvert við viljum stefna og ekki síst hvernig við viljum framkvæma hlutina. Við stöndum líka frammi fyrir ákvörðuninni um það hvernig þjóðfélag við viljum skapa fyrir okkur og afkomendur okkar. Við þurfum að taka ákvarðanir sem koma til með að hafa áhrif á líf okkar til framtíðar.
Viljum við afsala okkur sjálfstæði okkar og ákvörðunarrétti, ákvörðunarrétti sem gerir okkur mögulegt að velja þá sem við viljum eiga í samskiptum við. Sjálfstæði sem gerir okkur mögulegt að ákvarða sjálf hvert við viljum halda sem þjóð og á hvaða forsendum. Fullyrt hefur verið að þessi hugtök hafi skipt um merkingu í gegnum tíðina, en lítum til þeirra með þeirri tilfinningu sem við nú höfum til þeirra. Tilfinningu sem segir meira en fullyrðingar sem settar eru fram til að villa okkur sýn. Heitir það að vera sjálfstæður, þegar einstaklingur getur ekki valið hverja hann á samskipti við, fær ekki ráðið hvar hann verslar eða hvort hann beiti aðra ofbeldi. Við verðum að gera upp við okkur hvað orðin frjálst og óháð merkir. Þetta er ekki spurningin um að falla í vonleysi og afsala okkur réttinum vegna þess að okkur hefur verið talin trú um það að við séum svo aum að við getum ekki talist hæf til að stjórna okkur sjálf.
Við erum afkomendur fólks sem búið hefur í þessu landi rúmlega 1.100 ár. Á þeim tíma höfum við sem þjóð farið í gegnum margar og mun verri hörmungar en það ástand sem við nú erum að upplifa. Alltaf höfum við bjargað okkur, þó tæpt hafi það verið á stundum. Okkur tókst á innan við hundrað árum að færa okkur úr fátæku sjálfsþurftarsamfélagi til háþróaðs tækniþjóðfélags með lífsgæðum sem forfeður okkar létu sér ekki einu sinni dreyma um. Við náðum þessu með seglunni sem hefur verið viðloðandi þessa þjóð frá upphafi. Seglunni sem enn er til staðar. Seglunni sem leiða mun okkur til bjartari framtíðar.
Við Íslendingar höfum alla tíð þurft að berjast fyrir okkar hlutskipti og okkur hefur tekist það vel. Auðvitað höfum við steitt á skerjum, en við höfum samt alltaf haldið ótrauð áfram í þeirri einlægu trú að okkur væri þetta mögulegt. Trú sem hefur fært okkur það sem við höfum. Og ekki halda að við höfum ekkert. Við sem samfélag höfum í dag náð árangri sem ekki verður tekinn af okkur svo auðveldlega. Við búum líka við möguleika í framtíðinni sem munu hjálpa okkur til að ná hverju því marki sem við setjum okkur. Við verðum bara að setja okkur markið.
Ég hef þá sýn að við Íslendingar munum búa í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir náunganum. Samfélagi þar sem við leitumst við að hjálpa þeim sem halloka hafi farið. Samfélags án fordóma, haturs og öfundar. Mín sýn er samfélag þar sem einstaklingurinn fær frelsi til sköpunar og möguleikann til að sækja sér þá hamingju sem hann dreymir um, þess lífs sem veitir honum fyllingu. Ég á mér þá sýn að við sem einstaklingar berum gæfu til þess að lifa saman í sátt, þess fullviss að sameinuð séum við sterkari og hagur náungans sé hagur okkar sjálfra.
Ég hef þá staðföstu trú að við Íslendingar getum náð öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur, við verðum bara að trúa því að við getum það. Trúin á okkur sjálf mun leiða okkur áfram, ekkert annað mun gera það. Við getum ekki lagt allt okkar traust og von á utanaðkomandi einstaklinga eða samfélög, í þeirri trú að þau muni bjarga okkur. Vegurinn til farsældar verður ekki lagður af öðrum en okkur sjálfum og við verðum að leggja hann á okkar eigin forsendum. Forsendum sem leiða munu okkur til farsældar
Við höfum tekið skell, við erum óörugg og full haturs og reiði. Eins skiljanlegar og þessar tilfinningar eru, þá verðum við að standa þær af okkur og rísa upp til verka. Við verðum að rísa upp til þeirra verka sem við þurfum að framkvæma til að koma okkur á rétta braut. En við verðum að rísa upp til þeirra með réttu hugarfari. Það skiptir öllu máli hvernig við gerum hlutina. Verk sem unnið er á réttan hátt mun alltaf vara lengur en það sem ranglega er gert.
Ég hef þá staðföstu trú að við Íslendingar getum risið upp úr núverandi ástandi. Risið upp til þess að framkvæma það sem við þurfum að framkvæma til að bæta umhverfi okkar og líf. Við höfum kraftinn og getuna, við þurfum bara að sækja trúnna á okkur sjálf.
Í trú á okkur sjálf, með krafti getu okkar og þeirri seglu sem við öll höfum, munum við sækja fram til bjartari og réttlátari framtíðar. Tími til verkanna er núna, við þurfum bara að hefja verkið.
Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 11:01
Framtíðin liggjur hjá einstaklingunum
Þetta er skýrt dæmi um það hvað einstaklingarnir geta gert, fái þeir frelsi til þess. Höft og annar áætlunarbúskapur hefur ekki orðið til þess að bæta umhverfið fyrir þá sem stunda framleiðslu. Það á að veita þessu framtaki allan stuðning sem hægt er, ekki síst frelsinu til að framkvæma það.
Margt smátt gerir eitt stórt. Svona framtak kemur til með að veita meiri og dreifðari vinnu en ein stór verksmiðja. Þetta ýtir undir fjölbreytileikann í samfélaginu og vekur upp trúnna á okkur sjálf og getu okkar til að sækja fram.
Við getum, við þurfum bara að trúa á okkur sjálf og getuna til verksins.
Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 21:43
Hverjum er í raun verið að bjarga?
Allar aðgerðir ríkistjórnarinnar miða að því að bankarnir fái sitt og gott betur. Svo er því haldið fram að styrkja þurfi bankana til að þeir geti haldið efnahagslífinu gangandi. Gallin er bara sá að við erum að horfa upp á bankana nota þetta fjármagn til að stoppa upp í götin hjá sér, götin sem urðu til vegna þeirra eigin lélegu stjórnunar.
Það bjargar engum að lengja lánin og láta þá bara borga vexti. Heildar greiðslan hækkar og bankarnir fá bara meira. Öll "hagræðing" á lánum fyrir fólk hefur miðast við að lækka greiðslubirðina, en lengja lánin, nokkuð sem verður til þess að fólk borgar meira í vexti þar sem lánstíminn lengist.
Séreignasparnaðarleiðin er svo eitt hukkleríið í viðbót. Hverjum hagnast það að einstaklingar greiði um 60.000 krónur inn á lánin sín á mánuði. Þetta er í raun bara greiðsla á vöxtunum og litlu annað, þannig að þarna eru bankarnir að ná haldi á sparnaði fólks, án þess að það hjálpi í raun. Og hver kom svo með hugmyndina um að borga þetta út í litlum skömmtum? Jú auðvitað bankarnir og aðrar fjármálastofnanir sem tilfallandi eru líka handhafar lánanna sem þetta er notað til að greiða. Þjófnaðurinn bara heldur áfram.
Það sem svo kóronar vitleysuna í þessum aðgerðum, er að mikið af skuldum bankanna hefur verið afskrifað þannig að lánin sem bankarnir tóku til að áfram lána eru ekki lengur til greiðslu. Þar sem þeir ekki þurfa að greiða þau, þá er hér um hreinan hagnað að ræða og alveg forkastanlegt að ekki skuli farið út í að færa afskriftirnar áfram til skuldaranna.´
Við munum komast í gegnum þetta einhvern vegin, en það verður ekki ríkistjórninni að þakka. Það sem verður henni að þakka er að bankarnir sitja á feitum sjóðum, en einstaklingarnir skulda bara meira. Allar verða því ánægðir, svona næstum því.
Við verðum að beina fjárstuðningnum þannig að hann hjálpi sem flestum og þá veltir maður því fyrir sér hvort betra sé að láta hann renna til fyrirtækja sem halda honum eftir í innri styrkingu, eða láta hann renna til einstaklinga sem ná að koma ár sinni betur fyrir borð og hefja neysluna á ný. Neyslu sem gerir það að verkum að fyrirtækin fara að fá tekjur.
Mín skoðun er einföld. Hlúum að einstaklingunum og þá munu fyrirtækin fá sitt með aukinni neyslu.
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 13:58
Hverjir eru íslensku hagsmunirnir?
Ég velti því fyrir mér hverjir séu íslensku hagsmunirnir sem Össur talar um. Ég er ekki viss um að við séum sammála því, þar sem ég er andsnúinn því að ganga í ESB og vill frekar að við brettum upp ermarnar og byrjum að vinna okkur úr ástandinu, á meðan hann vill ganga í ESB og telur að þannig verði öll okkar vandamál úr sögunni.
Hvort slíta beri sambandinu við Breta má kannski deila um, þó svo að ég telji hæpið að vera stjórnmálasambandi við þjóð sem er í stríði við okkur (lýsir okkur hryjuverkamenn og hefur lýsti yfir stríði á hendur þeim sömu mönnum). Við verðum hins vegar að átta okkur á því að við getum ekki gefið eftir í þessu máli. Bara engan vegin. Það tjón sem lögin ollu okkur, hafa að mínu viti gengið langt til greiðslu þess sem Bretarnir heimta.
Við eigum að sjá til þess að hegðun Breta berist sem víðast, því ekki eru Bretar alstaðar auðfúsugestir. Að ætla að "leysa" þetta í "reykfylltum bakherbergjum" er ekki okkur til framdráttar. Við verðum að hafa þetta fyrir opnum tjöldum, galopnum og sjá til þess að það sé á vitorði allra. Bretar blaðra í aðra, hvað við séum slæm, en með því að láta það viðgangast, erum við að festa í sessi orðspor sem er bara rangt.
Við höfum ekkert gert sem við þurfum að skammast okkur fyrir, stöndum stollt og vinnum að velferð okkar á okkar eigin forsendum.
Ekki í þágu íslenskra hagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2009 | 11:42
Lausnin liggur hjá okkur
Það er áhugavert til þess að hugsa, að Samfylkingin telur að upptaka euro hjálpi efnhag okkar, en Írar, sem hafa euro, telja að það þurfi að losna við euro til að hjálpa þeirra efnahag. Það er augljóslega ekki sami skilningurinn á gæðum þessarar myntar. Svo veltir maður fyrir sér hvort líklegra sé að sá hafi rétt fyrir sem þegar hefur notað hlutinn, eða sá sem langar til að nota hlutinn.
Það er niðusveifla í efnhag heimsins og kemur það jafnt við okkur sem aðra. Hins vegar höfum við komið verr út úr þessu en ella þar sem Bretar voru svo góðir vinir okkar. Gengi euro, punds og dollara getur fallið hvenær sem er, enda eru þessi ríki á mörkunum með að halda sér gangandi. Við megum ekki gleyma því að breska ríkistjórnin hefur verið að dæla peningum í bankakerfið, án þess að það hafi borið árangur hingað til. Þeir hafa bæði styrkt banka og ekki síður tekið þá yfir, nokkuð sem virðist í lagi hjá þeim en ekki okkur?
Þessi ríki gætu sloppið með skrekkin ef heimsefnahagurinn tekur sig til og byrjar að jafna sig. Það væri þá ekki vegna þess að ríkistjórnir heimsins hafa tekið svo vel á málunum, þó þær muni eflaust halda því fram að svo væri.
Komi ekki til þess að efnahagsmálin lagist, sem ætti að koma í ljós næstu vikur og mánuði, þá erum við að horfa upp á gríðarlegan hvell og þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af lágu gengi krónunnar, það lagast sjálfkrafa.
Við Íslendingar verðum að átta okkur á því að rótin að núverandi ástandi efnahagsmála hjá okkur, er ekki vegna þess að við gerðum eitthvað, eða gerðum ekki. Heldur er hér um að ræða afleyðingu sem á rót sína að rekja til ytri aðstæðna. Við verðum að ná okkur úr þessu sjálfsásökunar ástandi og byrja að byggja okkur upp. Sama hvað pólitíkusarnir segja okkur, þá liggjur lausn okkar mála hjá okkur sjálfum, ekki í biðstofum fjölþjóðasambanda.
Rísum upp úr volæðinu, brettum upp ermarnar og höldum til framtíðar. Styrkurinn til framtíðar liggjur hjá okkur.
Írar fleygi evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 09:56
Viðbragðsteymi
Það þykir eðlilegt að hér á landi starfi björgunarsveitir sem séu tilbúnar að bregðast við hamförum. Að ekki skuli vera til almannatengslateymi sem bregðist við svona óhróðri sem notaður er til að draga athyglina frá eigin getuleysi erlendra stjórnvalda, þýðir bara að við erum ekki að átta okkur á alvarleikanum.
Yfirlýsingar breskra stjórnvalda hafa valdið okkur miklum skaða, enda hefur ekkert verið unnið að því að leiðrétta það sem sagt hefur verið um okkur. Þetta svo smá síast inn í samfélagið og á endanum er þetta orðið að sannleika. Hið neikvæða álit í okkar garð er að nær öllu leiti tilkomið vegna fullyrðinga sem við höfum ekki haft fyrir því að leiðrétta.
Ríkistjórn Íslands á að leggja mun meiri áherslu á að koma leiðréttingunum á framfæri. Það á að koma þessum upplýsingum til erlendra fréttastöðva, ekki bara bíða eftir því að þær hafi samband. Sá brúni er ekki það vinsælasta sem þekkst hefur í breskri stjórnmálasögu og fullt af fjölmiðlum sem bíða eftir upplýsingum sem nýst geta til að troða upp í hann bullinu sem vellur úr honum. Nýtum okkum það.
Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |