Ríkistjórnin hætti að tala og fari að gera

Það hefði ekki átt að koma þessari ríkistjórn á óvart að taka þyrfti til í ríkisfjármálum. Hins vegar hefur ESB áherslan algerlega villt þeim sýn á það hvað virkilega þarf að gera. Það er fagurlega galað í ræðu og riti þessa fólks, en það kemur ekker út úr þeim annað en brenglað blaður um ekki neitt. Það er kominn tími á að ríkistjórnin hætti að tala um það sem það ætlar að gera og fara að gera það. Það er að segja ef ríkistjórnin yfir höfuð veit hvað hún ætlar að gera.

Auðvitað á að spara í rekstri ríkisins, en það á ekki að gera nema með niðurskurði sem ekki á að bitna á neinum, einhverjir óskilgreindir þættir verða bara fyrir barðinu. Það er bara þannig að ef skera á niður í kerfinu þá bitnar það alltaf á starfsmönnum þess, þar sem launakostnaður er einn stærsti þátturinn í þessum rekstri.

Svo er það þetta með að ekki eigi að auka skattbyrðina og gert ráð fyrir að hátekjuskattur og auknir neysluskattar komi til með að standa undir þessu. Í fyrsta lagi þá hafa tekjur snarfallið í landinu og ef þeir ætla að taka inn eitthvað verulegt af tekjum í gegnum nýjan hátekjuskatt, þá kemur sá skattur til með að ná til slíks fjölda að flestir verði fyrir honum. Í öðru lagi, þá er það bara þannig að með aukinni skattheimtu dregur úr neyslu og þar með innkomu ríkisins af neyslusköttum. Neyslan er næsta engin í dag og hvernig ætlast ríkistjórnin þá til þess að hún aukist eitthvað við það að taka meira af ráðstöfunartekjum fólksins.

Það er líka talað um að forðast eigi að auka skuldastöðu ríkisjóðs og er það góðra gjalda vert, en maður veltir samt fyrir sér hvað sé framundan. Í hundraðdaga verkefnalista ríkistjórnarinnar er talað um að ganga eigi frá málum tengdum erlendum skuldum s.s. Icesave og því um líku. Í þessari hraðferð ríkistjórnarinnar til inngöngu í ESB eru engar líkur á því að ríkistjórnin muni gæta hagsmuna Íslendinga. Það mun vera gengið að öllum kröfum Breta varðandi þetta mál. Ég held að fólk almennt sé ekki að gera sér grein fyrir því hvað þessi Samfylking mun kosta þjóðarbúið.

Hjá sumum þjóðum væri það kallað landráð að kosta almenning milljarða til þess eins að koma landinu undir stjórn erlendra aðila. Ég ætla svo sem ekki að fullyrða það hér að Samfylkingin sé að stunda landráð, en það er orðið ansi stutt í að svo verði. Það má kannski velta fyrir sér hvar hollusta Samfylkingarinnar og annarra ESB sinna liggur, hún liggur allavega ekki hjá almenningi í þesu landi.

Það eru stór verkefni framundan til að bjarga fólkinu í landinu, verkefni sem ekki geta beðið. Ég er ekki að sjá að ríkistjórnin hafi neitt til málana að leggja, annað en að bjarga bönkunum. Ég er eiginlega komin á þá skoðun að ESB málið hafi verið keyrt í gegn vegna þess að ríkistjórnin vanti smjörklípu til að fela getuleysi sitt við landsstjórnina. Með ESB áherlsunni hefur ríkistjórnin fundið móðir allra smjörklípa, enda vart um annað rætt. Ótti minn er hins vegar sá að í óðagoti sínu við að reyna að hoppa á upp á ESB lestina, muni ríkistjórnin í raun hoppa fyrir hana.

Það er áhyggjuefni að ríkistjórnin skuli líta á það sem lausn að ganga inn í ESB, þegar vera í ESB hjálpar ekki Írum og Spánverjum. Ef það hjálpar þeim ekki að vera inni, afhverju ætti það að hjálpa okkur að fara inn?


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband