Hvenær skal upphaf telja

11. september markaði vissulega tímamót í sögunni. En hvernig tímamót voru það, var það upphaf hryðjuverkaógnarinnar eða voru þetta tímamót í einhverju öðru. Þarna voru án efa umfangsmestu hryðjuverk sem framin höfðu verið, en þetta var ekkert upphaf.

Hryðjuverk eru ekkert nýtt fyrirbæri. Frakkar hafa verið í áratuga baráttu við alsírska hryðjuverkamenn, Spánverjar slegist við ETA, Bretar við IRA og ekki má gleyma baráttu ítalskra og þýskra ráðamanna við vinstrisinnaða öfgamenn eins og Bader Meinhoff og Rauðu herdeildirnar. Hryðjuverk hafa jafnvel líka verið stunduð í Bandaríkjunum og er þar Oklahóma sprengingin nærtækust.

En 11. september hefur verið haldið fram sem einhvers konar upphafi, en það er varla hægt að segja að það sé upphafið af hryðjuverkafyrirbærinu. Árásáunum hefur hins vegar verið hampað af Bandaríkjamönnum sem einhversskonar móður allra hryðjuverka, þrátt fyrir að magn barna sem deyja vegna ofbeldis og vanhirðu í Bandaríkjunum á tveggja ára tímabili, séu fleiri en dóu í árásunum 11. september.

Ég er samála því að fólk þarf að vera betur meðvitað um hryðjuverk og þá ógn sem af þeim stafar. En við verðum að skoða þetta út frá sögulegu samhengi, ekki amerísku.


mbl.is Hryðjuverkafræðsla gerð að skyldu í dönskum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband