Hvað hefur breyst?

Var að lesa blogg Péturs Gunnarsssonar og Hjartar J. Guðmundssonar þar sem Hjörtur hafði svarað bloggi Péturs um það hvers vegna Davíð í dag væri á annarri skoðun en Davíð þá. Var þar verið að skoða umskipti Davíðs þegar kemur að viðhorfi hans til Evrópusambandsins, þá Evrópubandalagsins, árið 1989 þegar hann mun hafa verið hlintari inngöngu en hann er í dag.

Í kjölfarið fór ég að lesa moggann frá því í mars 1991, en þá var haldinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Var ég að velta því fyrir mér að finna þar umfjöllun um utanríkisályktun þingsins og hvort þar væri eitthvað sem gæti skýrt þessa breitingu á skoðun Davíðs.

Ég var ekki búinn að fletta mörgum blöðum þegar ég rak augun í greinar sem Ingibjörg Sólrún sendi frá sér þar sem hún fjallaði um EB og viðhorf hennar og Kvennalistans til inngöngu. Var mjög áhugavert að lesa þetta með tilliti til blogganna sem ég minntist á hér að ofan og núverandi málflutnings Ingibjargar, en ef maður skoðar niðurlag seinni greinar hennar frá 14. mars 1991 bls. 20-21, þá má lesa eftirfarandi:

Við höfum ekki heyrt nein sannfærandi rök fyrir því að það sé Íslendingum, hvað þá íslenskum konum, til hagsbóta að ganga inn í EB.

Hún heldur svo áfram með þessu:

Stórt og miðstýrt kerfi eins og EB er ekki vinsamlegt öllum þorra fólks. Það er fjarlægt, sérhæft og erfitt að átta sig á því.

En lokamálsgreinin er svo eftirfarandi:

Vegna alls þessa er full ástæða fyrir Íslendinga að flýta sér hægt í samskiptum sínum við EB, láta ekki órökstudda sleggjudóma og taugaveiklun ná tökum á sér og umfram allt - semja ekki af sér. Við erum ekki að missa af neinni lest því hún verður áfram kjur á sínum stað.

Ég spyr mig því hvað hefur breyst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband