Að sökkva eða stökkva

Það eru margir óvissuþættirnir varðandi Icesave, alveg sama hvað ESB sinnar og pressulið Breta og Hollendinga halda fram. Það sem er þó á hreinu, er að við erum ekki í stakk búin til að standa undir þeim skuldbindingum sem Icesave hefur í för með sér. Það er einnig út í hött að halda það að við getum byggt eitthvað upp eftir Icesave. Allar tekjur landsins munu fara í að greiða þessa skuldbindingu og þá skiptir ekki máli þó að landsstjóri IMF/AGS segi okkur geta staðið undir þessu, þó önnur ríki gætu það ekki.

En spuringin er hvort það sé til líf eftir að hafa hafnað Icesave?

Í mínum huga er það ekki spurningin, við þurfum ekki að samþykkja þetta. Við búum við ástand sem er tilkomið vegna fjármagnskerfis sem hannað er til að hirða eigur almennings með reglulegu millibili. Það er hannað til þess að koma verðmætum samfélagsins á sífellt færri hendur. Lausnin liggur í því að breyta um kerfi. Sumum þykir það kannski allt of róttækt og ekki rétti tíminn til þess, en er ekki tíminn akkúrat núna.

Við erum búin að eyða allt of löngum tíma í að vinna að því að endurvekja ónýtt kerfi. Við eigum að losa okkur undan þessum sjálfhverfa hugsunarhætti sem hefur dregið okkur allt of langt frá þeim gildum sem við eigum að láta okkur annt um. Við eigum að hætta að hugsa um það hvernig við getum sogað út úr samfélaginu og frá nágrannananum allt sem við getum og líta til þess hvernig við getum gefið af okkur samfélaginu til góða. Við eigum að byggja upp samfélag sem byggir á virðingu fyrir náunganum, trúnni á okkur sjálf og vissunni til þess að við getum byggt hér upp samfélag sem gott er að búa í. Ég er fullviss um að við getum það. Við eigum að horfa til þess sem byggir upp þetta samfélag, en ekki þess sem brýtur það niður. Lausnin er til staðar og ég hef bent á hana ítrekað núna til nokkurra mánaða og hægt er að sjá hana setta fram á www.umbot.org/ .

Við eigum ekki að láta undan þrýstingi útlendinga sem ekki hugsa um neitt annað en skinnið á eigin afturenda. Ég er ekki að sjá að Bretar og Hollendingar hefðu hoppað til aðstoðar okkur ef við hefðum lent í vandræðum með inneignir hjá IMG eða öðrum netbanka evrópskum. Það mun ekki allt frjósa yfir þó við höfnum Icesave, nema við viljum það sjálf og högum verki okkar þannig að ekkert komi til nema vesöld og aumingjaskapur. Við höfum lent í erfileikum vegna þessa efnahagsástand sem til komið er vegna brenglaðs fjármálakerfis, en ekki vegna þess að við Íslendingar gerðum eitthvað rangt. Við berum ekki ábyrgð á bulli sem búið er að viðgangast á alþjóðavísu til hundruða ára.

Ég mæli með því að við hættum þessu bulli og fylgispekt við gjaldþrota kerfi og tökum höndum saman um að byggja upp samfélag sem byggir á virðingu fyrir einstaklingnum og rétti hans til að skapa sér mannsæmandi líf. Rísum upp og höfnum því fjármálakerfi sem heggur nú að hag heimilanna, ekki bara á Íslandi, heldur út um allan heim. Rísum upp og sýnum heiminum að það sé til val, val sem leiðir til gæfu en ekki glötunnar.


mbl.is Útiloka ekki að Icesave verði hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta verður áhugaverð pæling í framtíðinni þegar menn fara að skoða hversvegna íslenskir andófsmenn hafa ekkert fram að færa nema innantóma frasa og endurtaka þá í hverju blogginu á fætur öðru og halda að þeir séu að segja eitthvað af viti.

Svo endar þetta bara sem þjóðrembuvaðall en átti að vera um einstaklinginn og virðingu fyrir honum. Íslendingar eiga að geta sýnt "heiminum" að það sé hægt að breyta um ffjármálakerfi. Þetta er svo vitlaust að það er aðdáunarvert.

Gísli Ingvarsson, 21.12.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Jón Lárusson

Einhvern vegin finnst mér Gísli að þú sért svo svipaður mörgum öðrum. Gagnrýnir þá sem eru að koma með hugmyndir að lausnum án þess að hafa svo lítið sem kynnt þér hugmyndirnar fyrst.

Jón Lárusson, 21.12.2009 kl. 13:20

3 identicon

Það kerfi er alveg örugglega betra en það sem við höfum í dag. Gerir fólk frjálst og ekki sér maður það gerast auðveldlega. Ef Ísland myndi reyna svoleiðis stöff, myndum við lifa það af sem þjóð? Við værum að stugga við MJÖG valdamiklu apparati sem hefur ekki hingað til vílað það fyrir sér að stunda þjóðarmorð og aðrar hetjudáðir. En halltu endilega áfram að skrifa um þetta efni.

Alex (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Jón Lárusson

Takk fyrir innlitið Alex, ég hef ekki hugsað mér að hætta að tala fyrir betri lausnum. Ég tel mig sjá að við komum varla til með að lifa af sem þjóð miðað við þá leið sem verið er að fara núna þar sem núverandi kerfi veitir ekki svigrúmið til þess. Auðvitað er þessi lausn sem ég bendi á, mörgum þyrnir í augum, en hins vegar er spurningin hvað ætla þeir að gera við því ef við tökum upp breytt kerfi.

Ég á erfitt með að sjá Breta, Bandaríkjamenn og aðra sækja að okkur með hervaldi, það væri erfitt fyrir þá að fóðra slíkt. Auðvitað má gera ráð fyrir efnhahagslegum árásum, eins og við stöndum frammi fyrir núna. En hins vegar þá tel ég næga markaði til staðar fyrir okkur, þannig að við getum lifað af. Við erum blessunarlega svo lítil að við þurfum ekki stóra markaði til að selja framleiðsluna okkar. Svo gerir ég mér vonir til þess að almenningur í öðrum löndum, sem reyndar er farinn að átta sig á bullinu sem líka fer fram þar, muni líta til þess að ganga gegn kerfinu hjá sér.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að við munum lifa betur sem þjóð, með breytingunum en án þeirra. 

Jón Lárusson, 21.12.2009 kl. 15:24

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Kerfið sem þú leggur til er gott.

Vandamálið er að það er enginn stjórnmálamaður sem þorir að takast á við bankaklíkuna.

Nú eru menn byrjaðir að undirbúa næstu fjármálabólu á fullu með að skattleggja loftið sem við öndum að okkur í formi CO2 skatta, og búa til kerfi til að selja kolefniskvóta.

Þessir peningamenn eru algerir snillingar, ekki í fjármálum heldur í áróðri og pólitík.

Sigurjón Jónsson, 21.12.2009 kl. 16:12

6 Smámynd: Jón Lárusson

Vandamálið er ekki svo mikið að stjórnmálamenn þora ekki hinu eða þessu, heldur tel ég vandamálið mun frekar það að við höfum ekki getað komið okkur saman um að vinna til hagsbóta fyrir heildina. Við dettum allt of oft í gryfju sérhagsmunapots vegna þess að við höldum að hér sé allt af skorunum skammti, sérstaklega fjármagnið.

Þetta er spurningin um að við lítum framhjá sérhagsmunum og förum að horfa til þess sem styrkir samfélagið sem heild. Þetta er bara spurningin um að almenningur taki ákvörðun um að skapa hér umhverfi sem leiði til réttláts samfélags.

Jón Lárusson, 21.12.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband