Gamall vani í nýjum fötum

Það eina sem virðist alveg ljóst í þessu Icesave máli, er að ekkert virðist á hreinu. Ég persónulega tel okkur eiga að borga það sem okkur ber að borga, hins vegar eigum við ekki að borga það sem okkur ber ekki að borga, jafnvel þó Bretar og Hollendingar segi okkur annað. Ég tel líka að við komum aldrei til með að geta staðið undir greiðslunum verði frumvarpið samþykkt. Þá spyr maður sig, hvað munu Bretarnir og Hollendingarnir vilja fá upp í greiðslur.

Þetta er svo sem ekki fyrsta skiptið sem nýlenduþjóðir hafa reynt að traktera litlar eyjar og varnalausar, þetta er bara gamall vani í nýjum fötum. Bendi ég á frásögn Tolstoy því til samanburðar, en það er holl lesning okkur Íslendingum að sjá hvernig Fidji búar voru trakteraði af "æðri" þjóðum fyrir um 150 árum. Hef svo sem bent á þetta áður, en tel ekki vanþörð á að benda á þetta aftur.

Það er kominn tími til að ráðamenn fari að hugsa um hag Íslendinga og hætti að ganga erinda fjármálastofnanna. Það er í raun alveg ótrúlegt hvernig farið hefur verið með fjármuni sem framleiddir hafa verið til að "bjarga" ástandinu. Það hefur verið kastað til hundruðum milljarða inn í fjármálakerfið í þeim tilgangi að bjarga því svo það geti "bjargað" almenningi. Málið er hins vegar þannig að fjármálakerfið "bjargar" engum. Það eina sem fjármálakerfið gerir er að lána pening og ef vandi almennings er fólginn í yfir skuldsetningu, þá mun aukin skuldsetning ekki bjarga neinum.

Vil kasta fram smá vangaveltum, en hvernig hefði verið ef ríkið hefði, í stað þess að fóðra fjármálakerfið beint, notað þessa peninga til að fóðra almenning. Svona til að skýra þetta nánar. Segjum að ríkið hefði búið til pening, 319.000.000.000 og sent hverjum einstaklingi eina milljón króna. Hvað hefði einstaklingurinn gert?

Mjög skuldsettir einstaklingar hefðu borgað skuldir - peningarnir farið í bankakerfið.

Meðal settur einstaklingur hefði notað peninginn til að kaupa vörur og þjónustu sem hann þarfnast, en hefur dregið vegna fjárskorts - Fyrirtæki, atvinnulífið hefði fengið peninginn og getað ráðið fólk, eða bara hætt við að reka það. Peningarnir hefðu svo ratað inn í bankakerfið í kjölfarið þegar fyrirtækin og einstaklingarnir borga skuldirnar sínar.

Vel stæður einstaklingur - Hann hefði lagt peninginn inn í banka eða fjárfest í atvinnulífinu. Í öllu falli hefði fjármagnið farið inn í bankana.

Ef ríkið hefði látið einstaklingana fá fjármagnið, þá hefði það ratað inn í fjármálakerfið af sjálfu sér, en í leiðinni bjargað almenningi (fjögurra manna fjölskylda hefði t.d. fengið fjórar milljónir). En í staðinn er fjármagnið sett beint inn í bankana sem ekkert gera fyrir almenning, en eru þess í stað farnir að velta því fyrir sér hversu mikinn arð eigi að greiða.

Þetta eru vangaveltur sem vert er að hugsa um, sama hvaða skoðun menn svo sem hafa á þeim. það er að mínu viti þannig að einföldu lausnirnar virka oft best, en þær flóknu leiða okkur bara í enn meiri flækju.

Mér er svo sem nokk sama hver lagar þetta ástand sem nú ríkir, ég geri eiginlega bara eina kröfu. Að það verði farið að vinna að hag fólksins.


mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lög standa til, að Tryggingasjóður innistæðna borgi það sem þar er að finna en skkert umfram það.

Ekki hafa Bandaríkjamenn enn, það ég veit,  borið við, að greiða erlendum ríkisstjórnum grænt cent vegna bankahruna þar í landi.

Lög standa þekki til þess.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 23.12.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Jón Lárusson

Þessi ábyrgð sem ríkið er að taka á sig liggur líka til þess að ábyrgjast lán Breta og Hollendinga til tryggingasjóðsins svo hægt sé að borga breskum og hollenskum sparifjáreigendum. Ef okkur bæri að borga þetta, afhverju þarf þá sérstaklega að semja um ábyrgðina og Alþingi að samþykkja? Ef okkur bæri að borga samkvæmt gildandi samningum, þá væri minnsta mál að veifa þeim samningum framan í okkur og ekki nauðsynlegt að krefjast þessarar ábyrgðar.

Svo veltir maður fyrir sér jafnræði í samskiptum, hvað var Bandaríkjastjórn beðin um að borga þegar þeirra bankar fóru á hliðina? Mér skilst að hryðjuverkalögin á okkur hefðu verið réttlætt meðal annars með því að vísa til þess að þannig yrði komið í veg fyrir fjármagnsflutninga sambærilega þeim sem urðu þegar Lehmans bræður fóru á hausinn.

Jón Lárusson, 23.12.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég kem seint inn, en vil þakka þér fyrir góðan pistil. 

Sá tími mun koma, jafnvel mjög fljótlega að fólk skynjar að hið viðtekna er skrýtið, en skynsemi er alltaf skynsemi.

Og pistlar þínir eru fullir af skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Jón Lárusson

Blessaður Ómar og takk fyrir innlitið. Það er vonandi að fólk fari að átta sig á vitleysunni sem haldið hefur verið að því. Afhverju að fóðra kerfi sem aðeins leiðir til þess að við töpum meiru og endum enn skuldugri en við erum?

Nú erum við að fara inn í tímabil þar sem við öll þurfum að athuga okkar gang og hvað við ætlum að gera varðandi Icesave frumvarpið. En það er ekki það eina, við verðum líka að gera okkur í hugarlund hvernig samfélag við viljum sjá í framtíðinni. Viljum við samfélag skattpíningar sem engögnu er hugsuð til að niðurgreiða breskan ríkisrekstur án nokkurs ávinnings fyrir okkur, eða framtíðar þar sem við getum lifað við mannsæmandi kjör okkur og börnum okkar til farsældar.

Jón Lárusson, 6.1.2010 kl. 12:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Í mínum huga er svarið einfalt.  

Og það eru mörg önnur tröll sem þarf að fella en ICEsave tröllið.  Því spurningin snýst akkúrat um þá framtíð sem við viljum börnum okkar.

Í þeirri orrahríð sem núna gengur yfir, þá er kannski ekki mikil eftirspurn eftir mannlegri framtíðarsýn.  Það er vopnaskakið sem gildir.  

En þá er þeim mun mikilvægara að skynsemin eigi eitthvað athvarf og sérstaklega ungt fólk, sem er að móta sínar lífsskoðanir, að það hafi aðgang að skynsamri rökhugsun og meitlaðir framtíðarsýn, byggða á mennsku og mannúð.  Og ekki skaðar að fólk velti fyrir sér spurningum um hvað er rétt og rangt, hvað má og hvað má ekki.

Vegna þess að heimurinn þolir ekki annað átakaskeið eins og það sem var á fyrri hluta og fram yfir miðja 20. öldina.  Núna er drápstæknin komin á það stig, að lífið sjálft kallar á samúð allra á mennskuna og það hugarfar sem skapar öllum mannsæmandi líf.  

Og við höfum ekki mörg ár til stefnu.

En takk fyrir svar þitt og kveðjur suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 13:09

6 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Hef engar sérstakar áhyggjur af stöðu mála sama á hvorn veginn þetta fer. Styrkur hagkerfis er afstæður. Við með 8,0% atvinnuleysi og Spánn með 19,3% ... hvaða hagkerfi stendur sterkara?

Það er ágætt að taka skref afturábak og skoða hvernig hugmyndafræði vestræns fjármálakerfis er uppbyggð og hvernig hún hefur þróast. Grunnhugmyndin er ágæt en útfærslan nokkuð skondin. Áður en sest er við spilaborðið er ágætt að þekkja leikreglurnar og ennfremur mótleikarana.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 17:33

7 Smámynd: Jón Lárusson

Blessaður Ómar, ég er sammála þér með það að spurningin er hvaða framtíðarsýn við viljum sjá. Hvað varðar þá orrahríð sem framundan er, þá er ég hræddur um að skynsemin verði frekar höfð til hliðar, en við ofursett öfgafullum tilfinningum.

Það er rétt Snorri, þetta með styrkinn, en það eru margir þættir sem spila inn í það hvað telst gera samfélög sterk. Það er líka rétt hjá þér að það er nauðsynlegt að þekkja spilareglurnar og mótleikarann, því það er eina leiðin til að ná árangri.

Vestrænt fjármálakerfi hefur verið að þróast nú í nokkrar aldir, en leiðin sem sú þróun hefur tekið, er öll til hins verra fyrir almenna borgara. Við stöndum frammi fyrir því að það er farið á hliðina enn og aftur, eins og við mátti búast, þannig að við stöndum frammi fyrir því hvað eigi að gera til að laga ástandið. Auðvitað getum við tjaslað uppá þetta kerfi og reynt að undirbúa okkur fyrir næsta skell eftir einhver 15 til 20 ár. Við getum líka skoðað kerfið og athugað hvaða möguleika við höfum til að taka upp kerfi sem byggir á allt öðrum forsendum, en getur stuðst við þá kerfisbyggingu sem til staðar er. Þær hugmyndir sem koma fram hjá umbot.org eru þannig að þær er hægt að framkvæma á mikils viðbótarkostnaðar og þær koma til með að vinna á þeirri kerfisbyggingu sem þegar er til staðar. Það þarf engar verulegar breytingar til, nema helst á hugarfarinu.

Jón Lárusson, 8.1.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband