Gengur þetta upp?

Ég er ekki viss um að það komi okkur best að draga saman útgjöld ríkissjóðs á þann hátt að minnka framkvæmdir sem veita atvinnu. Væri ekki nær að halda þeim áfram og spara þá á móti greiðslur úr atvinnuleysissjóði.

Svo er ég ekki að sjá að þessi ríkistjórn geti verið með hallalausan ríkissjóð árið 2012. Ég bara skil ekki hvernig hægt er að halda því fram þegar sú sama ríkistjórn er að hella okkur út í hrikalegar skuldir, skuldir sem við erum á mörkunum með að standa undir. Hvernig á þá að skila hallalausum rekstri án þess að skera starfssemi ríkisins í núll og skattpína almenning upp í hárrætur.

Við eigum að taka okkur smá tíma og hugsa málið. Við eigum að slá á frest öllum viðræðum um Icesave þangað til við vitum í raun hvað þetta er sem við þurfum að semja um og hver réttur okkar er. Við eigum svo að binda enda á "samvinnuna" við gjaldeyrissjóðinn og aðra aðila sem eru ekki að vinna fyrir okkur heldur gæta bara hagsmuna erlendra kröfuhafa og þeirra sem viðhalda vilja hinu gamla fjármálaumhverfi.

Gangi vilji ríkistjórnarinnar eftir, þá munum við búa í samfélagi þar sem er lítil sem engin þjónusta af hálfu ríkisins og mjög háir skattar. Fyrirtæki munu eiga erfitt uppdráttar vegna lítillar neyslu og erfiðra skilyrða auk þess sem fólk mun flýja land í umvörpum og það verður virkilega erfitt fyrir þá sem eftir verða. Sú framtíð sem mér birtist er ekki það nýja Ísland sem ég tel okkur geta skapað ef við höldum rétt á spöðunum.


mbl.is Vildu meiri niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband