Þörf á gagngerum breytingum

Það hefur svo sem ekki verið launungamál að evrópskir bankar standa illa. Reyndar er ég persónulega undrandi á því hversu lengiþessir bankar hafa hangið saman. Hann er hins vegar mjög veikur grunnur þeirra og ástandið má ekki halda lengur sömu leið án þess að það komi til með að velta bönkunum.

Seðlabanki Evrópu er búinn að gefa 2010 upp sem árið sem lífgar eða lemstrar bankana. Þetta er ekki langur tími, næsta ár. Það er sífellt verið að klifa á að það þurfi að endurreisa bankana, en það er hins vegar ekki rétt nálgun. Við erum búin að lifa núna í nokkur hundruð ár þar sem núverandi kerfi hefur þróast í þá átt að einstaklingar sem reka bankana hafa náð til sínu flestum eignum og völdin eru svo mikil að einstaklingar og ríkistjórnir þora ekki að fara gegn þeim, haldandi það að bankarnir séu lífsnauðsynlegir samfélagi mannanna.

Þetta gæti ekki verið meira fjarri lagi. Bankarnir eiga að vera þjónustustofnanir ekki drottnandi stórveldi. Við þurfum að breyta hugsun okkar og taka inn alveg nýja hugsun. Hugsun þar sem þjóðfélagið stjórnar peningamálum en ekki einhver fámenn klíka sem stundað hefur einokun á fjármagnsframleiðslu, þrátt fyrir einkaleyfi ríkisins til slíks.

Breytingarnar eru einfaldar. Reyndar svo einfaldar að fólk heldur að þær geti ekki gengið upp sökum einfaldleikans. Það er hins vegar þannig að þegar virkilega þarf að taka til hendinni, þá eru það einföldu málin sem virka best.

Legg til að ríkistjórnin hætti að fleygja fram smjörklípum hægri og vinstri og fari að vinna vinnuna sína. Þá þurfum við ekki að velta fyrir okkur stöðu evrópskra banka, við verðum búin að snerta botnin og farin að vinna okkur út úr þessu ástandi.


mbl.is Óttast bankakrísu 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Því meira sem ég veit, því meira veit ég um hvað ég veit mikið af því sem ég veit. Og svo veit ég mikið af því. hi hi

Vilhjálmur Árnason, 16.6.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband