Förum varlega í samningana

Ég hef ekki talið Samfylkinguna besta til þess að leiða til lykta samningana við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Ástæðan er einfaldlega sú að ESB vilji Samfylkingarinnar er slíkur að hún gæti samið af sér til þess eins að fá gott veður inn í ESB.

Alltaf er talað um brúttó skuldir okkar, en aldrei reynt að fá fram nettó. Bretar stálu af okkur fjöldanum öllum af eignum og það er ekki hægt að skuldbinda ríkið áður en að búið er að fá á hreint hverjar þær voru. Við verðum að vita nettó stöðuna áður en að samið er.

Bretar og Hollendingar, sem og allur hinn vestræni heimur hefur þurft að taka á sig meiri skuldir. Það er hins vegar ekki okkar vandamál. Auknar skuldir Breta og Hollendinga er þeirra mál, svo fremi að ekki sé um að ræða skuldir sem eru tilkomnar vegna beinna aðgerða íslenska ríkisins.

Við þurfum að hugsa um að bjarga okkar hag. Það er það eina sem gildir. Ríkistjórnin þarf að fara að sinna einstaklingunum í þessu landi, einstaklingunum sem eru kjarninn í samfélaginu. Án þessa kjarna verður ekkert samfélag.


mbl.is Hugmyndir um lausn Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála þér Jón.

Ég veit ekki betur en Bretar hafa sett hryðjuverkalög á Landsbankann. Þessi gjörningur kostaði það að allt Íslenska bankakerfið hrundi og hefur kostað Íslenska þjóð óheyrilega fjármuni.

Eftir því sem ég veit þá eru enn í gildi hryðjuverkalög á Landsbankanum af hálfu Breta.

Ég skil ekki um hvað er verið að semja. Bretar halda öllum eignum bankans í Bretlandi. Ef þeir hafa yfirtekið eignir bankans þá hljóta þeir einnig að hafa yfirtekið skuldir hans, þar með talið Icesave reikningana.

Látum Breta hirða eignir og skuldir Landsbankans í Bretlandi.

Gerum allt vitlaust hér á Íslandi falli ein einasta króna vegna þessa einkabanka á almenning á Íslandi.

Látum ekki almenning á Íslandi borga krónu vegna Icesave til þjóðarinnar sem knésetti bankakerfið okkar og sendi okkur fjárhagslega 30 til 40 ári aftur í tímann.

Bretar hafa valdið okkur meira en nægju tjóni þó við förum ekki að greiða þeim bætur vegna starfsemi einkabanka sem þar starfaði.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.6.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Jón Lárusson

Samfylkingin vill inn í ESB og Bretar hafa sagst myndu "greiða fyrir" inngöngu, verði samið um Icesave. Bretar hafa svo líka aðra hagsmuni og það er að komast inn fyrir landhelgina. Allt tal um að litið verði til hefða osfrv. nýtist okkur hvort eð er ekki þar sem Bretar munu halda því fram að þeir hafi veitt hér upp undir fjörur allt frá 15. öld.

Hryðjuverkalöggjöfin átti sinn þátt í því hversu illa fór hér auk þess sem árás þeirra á Kaupþing var algerlega óþörf. Við eigum að halda okkur frá öllum alþjóðlegum samningum þangað til við vitum almennilega hvað við skuldum öðrum og hvernig við eigum að leysa okkar mál.

Okkar mál verða ekki leyst í útlöndum og þess vegna ekki ástæða til að flýta sér í þessum málum.

Jón Lárusson, 5.6.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband