Afvegaleidd ríkistjórn

Ég get alveg verið sammála Jóhönnu með vaxtalækkunina sem næsta engin var. Hins vegar veltir maður fyrir sér hver ræður för. Var ekki Davíð rekinn vegna þess að hann vann ekki í samræmi við vilja ríkistjórnarinnar meðal annars?

Það er líka spurning þetta með stýrivextina. Þeir eru ekki sagðir geta farið neðar þar sem verðbólgan bjóði ekki upp á það. Hins vegar spyr maður sig um ábyrgð ríkistjórnarinnar í þeim málum með tilliti til síðustu gjörða hennar. Það eru settar fram hækkanir á gjöldum til ríkissjóðs, gjöldum sem vafasamt eru að skili nokkru í kassan, sbr. hækkun á gjöldum á nýja bíla þegar engir nýjir bílar eru hvort eð er fluttir inn. Hækkanirnar koma hins vegar með fullum þunga inn í vísitöluna sem hækkar verðbólguna.

Svo segist Jóhanna vonast til að endurreisn bankanna taki við sér. Auðvitað gengur betur að bæta höfuðstól bankanna þegar verðbætur eru keyrðar upp úr öllu valdi með ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Það virðist nefnilega vera þannig að bönkunum skuli bjargað hvað sem kostar og sérstaklega með því að slíta af einstaklingum sem mest fjármagn. Heimilin skuli blæða fyrir sukkið í bönkunum. Staða bankanna er tilkomin engöngu vegna lélegs rekstur þeirra og ætla að fjármagna þá með álögum á almenning, bæði beint og óbeint, nær ekki nokkurri átt.

Ríkistjórnin á að leita leiða við að endurreisa fjölskyldurnar í landinu, ekki bankana. Ef einstaklingum er ekki gert kleift að lifa, koma bankarnir ekki til með að gera það heldur hvort eð er. Ríkistjórnin er blinduð af þeirri villu að halda það að allt komi til með að blessast ef bankarnir verði endurvaktir í gömlu myndunum og við göngum í ESB. Þetta er hugmyndafræði sem kemur ekki til með að bjarga neinu núna.

Ríkistjórnin þarf að hætta að hlusta á þessa sérfræðinga sem vilja setja upp gamla kerfið aftur og fara að leita nýrra leiða. Almenningur hefur verið að tala um nýja Ísland og vill sjá það. Almenningur vill ekki sjá gamla Ísland með gamla ruglinu, í nýjum umbúðum.

Jóhanna og aðrir þingmenn eiga að gæta hagsmuna þeirra sem kusu þau í þessi hlutverk, ekki erlendra fjármagnseigenda og bjúrokrata í Brussel.


mbl.is Allar forsendur fyrir lækkun vaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband