Lítur vel út, en ...

Þetta varðskip lítur bara vel út og tími kominn á endurnýjun bátaflota gæslunnar, en hefðum við ekki getað byggt þetta sjálf? Velti þessu bara fyrir mér. Þetta hefur sjálfsagt verið eitthvað ódýrara, en einhver kostnaður hlýtur að vera fólginn í því að sigla þessu skipi heim, auk þess sem við erum ekki að sjá afleidda kosti við smíðina, svo sem atvinnu og veltu í þeim samfélögum okkar sem hefðu komið að smíðinni. Spurning hvort við ættum ekki að hugsa meira til þeirra þátta, en beins krónulegs sparnaðar, í framtíðinni.


mbl.is Sjósetning Þórs fréttaefni í Chile
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort að sú leið hafi verið hugleidd en hætt við út af einhverjum ástæðum.

Tók reyndar eftir, að norska skipið Harstad er semsagt af sömu gerð og Þór, nema hvað Harstad er UT 512, en Þór UT 512L eða stærri en norska skipið, munurinn er 879 tonn.  Lítur nokkuð djarft út, en hvort þetta geri að verkum að Þór er betur staddur til að draga þessi ofurstóru flutninga- og olíuskip sem sigla nærri Íslandi þessa dagana (og munu hugsanlega fjölga í framtíðinni).

 Samt pæling ef fleirri skip yrðu hugleidd í framtíðinni, ef það væri hagstæðara að velja smærri tegundir, sem (þ.e. ef það reyndist of erfið leið að smíða Þór hér) væri hægt að smíða hér á landi. Væri reyndar líka flott að hafa eitt heimasmíðað til að gæta landhelginnar.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Jón Lárusson

Það er að mínu viti nauðsyn að bæta flota gæslunnar frekar, sérstaklega með hliðsjón til hugsanlegrar olíuvinnslu á drekanum. Við verðum að hafa þessa þekkingu hér heima, þó ekki væri nema til viðgerða.

Jón Lárusson, 1.5.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Lífsnauðsynlegt að efla Landhelgisgæzluna en ég verð að segja að frá fagurfræðilegu sjónhorni þá finnst mér þetta skip ekki beinlínis fallegt. Svona til að vera pínu leiðinlegur :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Jón Lárusson

Skipið er vissulega svolítið klossað, en þarna virðist nýmæli í hönnun komin fram, það er að segja hönnunin miðast við notagildi en ekki hvernig skipið kemur út á mynd

Jón Lárusson, 1.5.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón

Sammála ykkur um að skipið er ekki neitt augnayndi, en vonandi verður það farsælt, en hvers vegna var það ekki smíðað heima eða í nálægu landi. Man ekki betur en Bjarni Herjólfsson hafi verið smíðaður hjá sömu skipasmíðastöð, svo varla hefur þessi stöð verið valin vegna góðrar reynslu. Enn verið að smíða upp Hafróskipið upp og lagfæra galla, full ástæða til að skipa rannsóknarnefnd í þetta mál, munar ekkert um eina nefndina til!

Ingimundur Bergmann, 1.5.2009 kl. 17:23

6 identicon

Þegar ég sá fyrst tölvumynd af skipinu kom það soldið skringilega fyrir sjónir, en ég verð að segja að útlitið hefur svona vanist á mig. Svo er auðvitað líka betra að velja hagkvæmni fram yfir fegurð, þegar kemur að svona skipum, sammála því.

Ég trúi því svo að Ísland myndi yfirhöfuð hafa gott af því að verulega bæta gæsluna á flesta vegu, ef hægt væri að koma því í kring að auka mannaflann, til hliðar við aukningu tækjaflota. Spurning með einhversskonar skylduþjónustu eins og tíðkast víðast hvar nema hér, þ.e. val á milli svona félagslegrar/borgaralegrar þjónustu og svo landhelgisgæslunnar?

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Jón Lárusson

Við komum til með að þurfa mun sterkari og fjölhæfari gæslu í framtíðinni þar sem verkefnaflóran er öll að aukast. Þetta er ekk lengur bara spurning um fiskveiðigæslu og aðstoð við sjávarþorp, heldur má búast við mikilli aukningu verkefna tengdum olíuvinnslu. Ég er ekki bara að hugsa til drekans, heldur má búast við aukinni umferð vegna vinnslu annarra ríkja þar sem siglingaleiðir koma til með að liggja framhjá okkur.

Varðandi þegnskylduna, þá hef ég oft talið hana geta hent okkur. Hins vegar þá þarf alltaf að borga launin og spurning hvort ekki væri réttara að gera þetta fagmannlega og hafa atvinnumenn í þessu starfi, enda krefjandi starf þar sem líf gæti legið við.

Jón Lárusson, 1.5.2009 kl. 17:44

8 identicon

Mig langaði bara til að leiðrétta hann Ingimund Bergmann.

Hann nefnir skip sem á að heita Bjarni Herjólfsson - ég geri ráð fyrir að hann eigi við Bjarna Sæmundsson RE-30, skip Hafrannsóknastofnunnar. Það er ekkert skip skráð sem heitir Bjarni Herjólfsson. Kannski smámunasemi í mér, en rétt skal vera rétt!

Með vinsemd og virðingu!

Hreinn Vídalín (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband