7.10.2007 | 20:29
Þyrfti þá ekki aftur að skipta um gjaldmiðil?
Þessi frétt hljómar eins og ef hún kæmi frá íslenskum sérhagmunasamtökum Euro áhangenda. Hvað hefði það hjálpað útflutningi okkar til Bandaríkjanna, að hafa tekið upp Euro?
Það mun ekki losa okkur undan óhagstæðri gengsiþróun að taka upp Euro. Við munum alltaf þurfa að skipta á milli gjaldsvæða í alþjóðlegum viðskiptum.
Það sem við eigum að gera er að hætta að leita eftir túkallalausnum frá öðrum og fara að taka ábyrgð á okkar eigin málum. Við eigum að vinna að því að styrkja okkur á alþjóðavísu og gera Krónuna að sterkum gjaldmiðli. Það er alveg mögulegt.
Versti óvinur Krónunnar eru vanhugsandi Íslendingar.
Evrópskir fjármálaráðherrar ræða um bandarísk efnahagsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.