Jamm, gott að fólk er ánægt.

Var samt að velta fyrir mér stóra deilumálinu, ESB.

Heyrði einu sinni sagt að vandamálið með fiskveiðistefnu ESB væri að sjávarútvegsmálin væru flokkuð með landbúnaðarmálum innan ESB, en væri sér málaflokkur á Íslandi. Þetta var talið sýna framá að á meðan sjávarútvegur skipti máli á Íslandi, þá væri því öfugt farið í ESB. Nú er búið að sameina landbúnaðinn og sjávarútveginn í eitt ráðuneyti, þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvort þarna sé verið að aðlaga "kerfið" á Íslandi að ESB.

Það væri ekki í fyrsta skiptið að stór mál væru til umræðu, án þess að pöpullinn vissi af því. Annars væri bara gott ef þetta mál héldist í "nefnd".


mbl.is „Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband