Sver sig í ættina.

Það mun ekki verða Frökkum för til frama að kjósa Royal. Þó hún líti út fyrir að vera nútímaleg kona, þá er hún Sósíalisti af gamla skólanum. Það að hún hafi eytt kappræðum í að sýna fram á að hvað hún væri svipuð mótaðilanum (hægri miðjumanni), sýnir bara popúlarismann sem hrjáir svo vinstri menn. Ekki minnkar vitleysan þegar hún gefur til kynna að Bayrou gæti orðið forsætisráðherra. Það gæti orðið kalt í kofanum hjá henni eftir svona daður, nema náttúrulega að þetta sé bara það, daður og að kallinn hennar sé full meðvitaður um það.

Vandi Frakka stendur í því að þeir eru of sósialískir. Þetta er frábært land sem byggt er fullt af dugmiklu fólki sem býr við margar af þeim bestu aðstæðum sem hugsast geta. En heljartak sósialískra samtaka er slíkt að þeir sem eitthvað láta að sér kveða, fælast af landi brott. Þeir sem eftir sitja, eyða svo alltof miklum tíma í að berjast við báknið og hagsmunahópana, að þeim verður vart nokkuð úr neinu.

Hættan á vinstri vitleysu vofir víðar yfir en á Íslandi, en vonandi kemur maður til með að geta treyst á almenna heilbrigða skynsemi.


mbl.is Sarkozy með 4 prósentna forskot á Royal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband