Smá svona í morgunsárið.

Ég fékk svona smá "þetta er ekki í lagi" aðsvif um helgina þegar ég fylgdist með umræðunni hjá vinstri mönnum. Það sló svo úr þegar ég las JBH í Blaðinu. Ég er alltaf að komast betur og betur á þá skoðun að hann sé tækifærisinni alveg fram í fingurgómana. Ég vil hins vegar benda á að þetta er bara sú tilfinning sem ég hef fyrir honum, en hann hefur voða lítið verið að draga úr henni að mínu mati.

Ég heyrði af viðtali við fyrrum ráðherra í stjórn Mitterands í Frakklandi, en hann var spurður að því hvernig staðið hefði á því að hann hefði gerst sósíalisti þar sem hann væri af efnafólki kominn og hluti af því sem flokkast undir yfirstétt. Hann sagði ástæðuna hafa verið einfalda. Hann hefði talið að hagsmunum sínum og líkum á skjótum frama, betur fyrir komið með því að starfa innan sósíalistaflokksins. Sem sagt maðurinn var 100% tækifærissinni, allt í nafni alþýðunnar.

Ég man þega JBH var formaður Alþýðuflokksins, en þá náði hann töluverðu fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, enda var hann talinn leiðtogi einhvers sem kallað var hægri kratar. Á þeim tíma var JBH sem sagt hægrimaður, enda mikil hægri sveifla í loftinu. Nú er öldinn augljóslega önnur, því JBH getur seint kallast hægri eitthvað í dag. Nú blæs hann út um það að það einginn flokkur sé marktækur nema hann lýsi því yfir að gengið verið inn í ESB og síðan verði fólk upplýst um hversu mikið það sé að græða á því að fara þar inn.

Hann kemur lika inn á það að 16 ára stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins sé líka nóg og rétt að hann fari frá, bara vegna tímans. Hann talar reyndar um einhverja ógn við lýðræðið ef fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn. Ég verð að segja að ég sé það ekki ógn við lýðræðið ef fólk kýs sjálft á forsendum eigin skoðana, hins vegar finnst mér það ógn við lýðræðið þegar einhver segir að val fólks sé hættulegt lýðræðinu. Svona tal er tal forræðishyggjunnar og hún er lýðræðinu hættuleg.

Aðkoma þeirra hjóna að skipulagsdeilunum í Mosó hafa svo fest í sessi þessa hugmynd mína að þarna eru á ferðinni atvinnumótmælendur og fólk sem grípur tækifærin, en ég mun alltaf muna eftir myndinni af Bryndísi þegar hún sat með hendi á enni fyrir framan eitthvert vinnutækið. Slíkir leikrænir tilburðir gætu hæglega hafa reddað henni prófi frá hvaða leiklistarskóla sem er.

Ég hafði hugsað mér upphaflega að taka viðtalið hans JBH og greina það niður í smáeindir, en ákvað svo að láta það vera. Svona tal er bara þannig að því er vart til að svara. Maðurinn er harður fylgismaður inngöngu í hið evrópska eftirlaunafélag fyrrverandi stjórnmálamann sem ESB er og hann verður bara að skoðast sem slíkur. Það er ekki þjóðinni til hags að styrkja eftirlaunastarf stjórnmálamanna, þeir verða bara að spila golf og spila vist eins og við hin komum til með að gera.

Allt tal um auma krónu og nauðsyn þess að við afsölum okkur öllu og göngum þar inn svo hægt verði að lækka hér kostnað, vexti og verð er lýðskrum og áróður. Ég hef kynnst því hvernig Euro upptakan hefur komið við fólk í Evrópu. Frá upptöku Euro hefur verð á öllum vörum snarhækkað og verður hún sífellt sterkari röddin sem segir að það hafi verið glapræði að taka hana upp.

Ég kem til með að kjósa allt annað en lýðskrum og hentistefnuloforð í næstu kosningum. 40% fylgi í könnunum hlýtur að þýða að menn séu að gera eitthvað rétt. Það þýðir líka að lang flestir treysta því sem þar er staðið fyrir og 40% þýða ekki að þetta sé eitthvað sem þjóðin vill ekki, heldur er hér um að ræða tæpan helming allra kjósenda. Hugsum til þess. Nær helmingur landsmanna er sammála, á meðan restin getur ekki sammælst um það hvað hún vill eða hvernig hún vill gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband