Fönix.

Fönix er fugl sem rís úr ösku og hefur sig mikilfenglega til flugs. Hvort það verði reyndin með húsin á horninu er svo aftur önnur spurning.

Ég er mikill talsmaður þess að vernda arfleiðina og halda í þau fáu gömlu hús sem bera sögunni vitni. Ég er tildæmis mjög ósáttur við nauðgunina á Alþingishúsinu og það stílbrot að klína glergöngum við hlið þess. Ég hef alltaf verið ósáttur við krabbameinsæxlið á Landsbankahúsinu og undarlegum stílbrotum í viðbyggingum þess.

Ég velti hins vegar fyrir mér stöðunni í dag nú þegar konungshöll Jörundar 1. af Íslandi eru rústir einar. Sama hvað verður, þá mun húsið sem rís á staðnum aldrei verða höllin hans Jörundar. Þetta væri svona eins og að halda því fram að þjóðveldisbærinn sé húsið hans Gauks. Nákvæm endurgerð verður aldrei neitt annað en það, endurgerð.

Hins vegar verður að huga vel að því hvað verður látið koma í stað hinna horfnu húsa. Það er alveg á hreinu að ef taka á tillit til götumyndarinnar, þá verða þarna reist 5 - 6 hæða hús. Það dregur þá athyglina að Hressó og því stílbroti sem það er. 5 - 6 hæða húsaröð í anda erlendu stórborganna kemur okkur vissulega í einhverskonar "alvöru" borgarhóp, en við verðum að sama skapi að átta okkur á því að þær "alvöru" borgir eru allar á sunnlægari gráðum og því sól almennt hærra á lofti. Að byggja háar byggingar sunnanvert við götu, getur aldrei gert annað en að varpa skugga á götuna sjálfa. Hver verður þá ásókn almennings í það skuggahverfi?

Láreistari hús henta því betur til sólríkari tilveru. En það er ekki þar með sagt að þau þurfi að vera nákvæmlega eins og húsin sem voru fyrir. Þau gætu hæglega viðhaldið stílnum, en verið nýlegri í útliti og að efnisvali. Efnisvalið er nefnilega mikilvægt þegar kemur að framtíðinni á þessum stað. En timburhús, eins og þau sem fyrir voru, verða alltaf sami eldsmaturinn og þau gömlu. Það er því spurning hvort ekki eigi að nota önnur og eldtregari efni í nýju húsin.

Sama hvert framhaldið verður, þá mun ég persónulega sakna gömlu húsanna, en þeim fylgja margar og góðar minningar af miðbæjarferðum fyrri ára, jafnt á degi sem og nóttu.


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband