Hvað ef Segolene kemst ekki í aðra umferð?

Það vill svo til að ég er staddur í Frakklandi núna og hef verið að hlusta á umræðuna í tengslum við kosningarnar. Þar eru menn ekki svo vissir um að kosið verði milli Segolene og Sarkozy í annarri umferð. Þar verði hugsanlega kosið milli annars þeirra og LePen. þegar svo litið er til þess að Sarkozy virðist hafa meira fylgi en Segolene í fyrri umferð, þá velti ég því fyrir mér hvort Sósíalistarnir kjósi Sarkozy eða LePen.

Ágúst Hjörtur minnist á ýmislegt í sínu bloggi um þessa frétt. Þar er rétt að mikið er að í frönsku efnahagslífi og stöðnun ríkt. Þar segir hann hins vegar að hægrimenn hafi lengi verið við stjórn og gefur í skyn að þetta sé allt þeim að kenna. Svo einfallt er það reyndar ekki. Rétt er það að Chirac hefur verið nokkuð lengi við völd, en hann tók við af Mitterand sem hafði verið við völd frá því snemma á níunda áratugnum. Hann Sósíalistar hafa einokað frönsk stjórnmál og hafa ber í huga að Chirac var með sósíaliskan forsætisráðherra lengi framan af.

Vandi fransks efnahagslífs er afleiðing áratuga veru Sósíalista við stjórnvölin. Allar tilraunir hægrimanna til að laga til eftir vinnstri vitleysu síðustu áratuga, hafa kerfisbundið verið eyðilagðar af verkalýðshreyfingunni og öðrum samtökum Sósíalista. Til dæmis voru umbætur í atvinnumálum árið 2005 - 2006, eyðilagðar af verkalýðshreyfingunni og fjöldi ungmenna urðu af vinnu sem þau ella hefðu fengið. Í kjölfarið krafðist verkalýðshreyfingin að önnur og aðeins eldri lög yrðu felld niður. Þegar hún var spurð hvort þá ætti ekki að leggja niður hundruð þúsunda starfa sem til urðu vegna þeirra, þá varð svarið ... Jú auðvitað er enn verið að bíða eftir svari.

Það yrði frönsku efnahagslífi ekki til bóta að Segolene yrði kosinn forseti, en með hana sem forseta og manninn hennar sem forsætisráðherra. Þá yrði ástandið eins og í Póllandi.

Íslenskir Sósíalistar vonast auðvitað eftir kvennkyns Sósíalista við stjórnvölin í Frakklandi svo hægt sé að finna enn eina glórulausu ástæðuna til að kjósa Samfylkinguna í næsta mánuði. Það eina sem yrði samnefna í þeim niðurstöðum, væri að sultarólin yrði hert til muna.


mbl.is Royal og Sarkozy hnífjöfn samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband