Verðbólga er ekki fasti.

Verðbólga er ekki fasti sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað má gera ráð fyrir því að hluti skýringarinnar á lágri verðbólgu nú, sé fólginn í lækkun virðisaukaskattsins og því líklegt að hún komi til með að hækka þegar lækkanirnar hafa komið fram.

Verðbólga er mæling á hækkunum í þjóðfélaginu. Hækkandi laun hækka kostnað sem leiðir af sér hærra verð og því hærri verðbólgu. Leiðin til að auka kaupmátt felst í því að auka fjármagnið í höndum einstaklinga án þess að hækka laun og koma þannig í veg fyrir að aukið fjármagn leiði til hærra verðlags.

Leiðin til þess að auka fjármagnið í höndum einstaklinga, án þess að hækka launin, er að lækka skatta. Við höfum markmið til að líta til, 10% skatts á fjármagnstekjur. Samræmum skatta á tekjur og höfum hann 10%. Þetta er mögulegt án þess að kosta þjóðfélagið mikið, enda hefur það sýnt sig að tekjur hafa aukist með lækkandi sköttum.

Líkurnar á því að þetta gerist í stjórnartíð vinstrimanna eru hins vegar engar. Ef þetta er eitthvað sem fólki hugnast, þá er aðeins ein leið til að ná þessu markmiði, en það er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í maí. Allt annað dregur úr líkunum á því að almenningur fái notið lægri skatta.


mbl.is Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband