Ekki skattaparadís!

Ég man enn sem það hafi verið í gær, þegar ég heyrði í Ögmundi rétt fyrir síðustu kosningar. Þá var umræðan um skattalækkanaloforð kosningamálið. Ögmundur sagði VG ekki ætla að lækka skatta. Hann vildi ekki að Ísland yrði einhver skattaparadís. Ég spurði mig þá, hvers vegna má ég ekki eiga heima í paradís?

Auðvitað væri gott að þurfa ekki borga fyrir neitt, tölta bara inn til læknis og fá bara þá þjónustu sem ég vil, óháð kostnaði. Það er einfaldlega þannig að ekkert er ókeypis. Allt kostar pening, það er bara spurningin hver á að bera kostnaðinn.

Það er ekkert réttlæti fólgið í því að taka frá einum og gefa öðrum, það er bara þjófnaður. Ef fólk leggur meira á sig en aðrir og uppsker meira fyrir vikið, á það að fá að njóta þess. Það á ekki að líða það að fólk sem leggur minna á sig fái afrakstur erfiðis hinna bara í pósti um áramótin.

Til hvers eru menn svo að snuðrast í kringum heitan graut með þetta. Afhverju ekki koma hreint fram. Þetta er einfalt, menn fá ekki laun, heldur er afrakstur vinnu þeirra settur í sameiginlegan sjóð og svo deilt jafnt úr honum aftur. Þá er ekki spurning um einhverja krónu eða Evru. Ef manni vantar eitthvað, þá fer maður í ríkissjoppuna og fær úthlutað, eftir að búið er að fullvissa sig um það að viðkomandi þurfi þetta sem hann vill fá. þá eru bara framleiddir ríkishlutir þannig að allir fá sama sófan og því búið að koma í veg fyrir allan meting og gæðakapphlaup. Og til að koma í veg fyrir að fólk hverfi af landi brott vegna óánægju, sem varla ætti að eiga sér stað í svona gósenþjóðfélagi, þá er fjölskyldum bannað að fara saman úr landi.

Tekjur ríkisins hafa aldrei verið meiri eftir að skattar voru lækkaðir. Fleiri hafa það betur nú en áður. Auðvitað eru margir sem hafa það ekki gott. En væri ekki nær að reyna að auka hag þeirra frekar en að draga úr hagsæld hinna.

Sósíalinn á ekki að vera fyrir alla, hann á að vera fyrir þá sem þurfa á honum að halda. Það versta sem getur komið fyrir forræðishyggjuflokka, er ef öllum líður vel. Ef öllum líður vel, þá er enginn tilgangur að kjósa forræðishyggjuflokk.


mbl.is VG vill veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband