22.2.2007 | 10:10
Hvar er trompið?
Það er margt áhugavert við fréttina um vígbúnað Sýrlendinga við Gólan hæðir. Sýrlendingar hafa ekki haft bolmagn til að hefja árás á Ísrael af fyrra bragði, ekki síst eftir að Bandaríkjamenn hernámu Írak. Sýrlendingar hefðu aldrei geta haldið uppi hernaði á tveimur vígstöðvum og því hörfuðu þeir frá Líbanon fyrir stuttu. Morðin á líbönsku ráðamönnunum sem urðu til þess voru heimfærð á Sýrlendinga, sem voru í raun þeir einu á svæðinu sem ekkert græddu á þeim.
Nú er hins vegar farið að fréttast af auknum viðbúnaði sýrlenska hersins við Gólan. Þetta gæti að sjálfsögðu verið bragð til að ýta á Ísrael og fá þá að samningaborðinu. Ísrael á hins vegar kjarnorku vopn og veit að ekki verður ráðist á þá frá Sýrlandi svo lengi sem bandarískir hermenn standa hinum megin við Sýrland. Þessi ögrun er því marklaus sem slík.
En ef rétt er að Íran hafi séð Sýrlendingum fyrir búnaði og niðurgreitt hernaðarútgjöld fyrir þá, kemur önnur mynd á þetta. Íranir hafa setið hjá og fylgst með bandarískum vandræðum í Írak og glott við. Þeir eru á fleigi ferð að ná sér í kjarnorkusprengju og hafa verið að prófa viðbúnað bandarískra hermanna í Írak.
Er hugsanlegt að Íran og Sýrland hefji samtímis árásir? Hvað gerist ef Sýrlendingar ráðast á Ísrael, mun ekki koma krafa frá þeim um að Bandaríkjamenn haldi hið snarasta að austurlandamærum Sýrlands? En verður það mögulegt ef Íranski herinn heldur yfir landamærin við Írak. Þar er lítill viðbúnaður fyrir utan breskar herdeildir sem verið er að fækka í. Bandaríkjamenn yrðu að skipta liði sínu ef þeir ætluðu að halda uppi vörnum á báðum stöðum. Þannig að í stað þess að Sýrlendingar yrðu í vandræðum á tveimur vígstöðum, stæðu Bandaríkjamenn í þeirr stöðu.
Hvernig færi svo fyrir ísraelska hernum. Þeir áttu í erfiðleikum með Hizbolla í Líbanon, að því er virðist vegna óöryggis ráðamann í ákvarðanatöku í upphafi átakanna. Hins vegar má búast við meiri hörku af hálfu þeirra ef Sýrland réðist inn í landið. Þannig að þetta er nokkuð forvitnileg staða.
Svo er það kjarnorkuáætlun Írana. Er mögulegt að þeir séu komnir með úranium fyrir tvær til þrjár sprengjur og ætli sér að gera tilraunaspreningar fyrir utan Íran. Kjarnorkusprenging sem ekki heppnast fullkomlega getur samt valdið gífurlegutjóni auk þess sem þessi tækni er orðin rúmlega 50 ára og því erfitt að gera mistök. Hver yrði staðan hjá Bandaríkjamönnum og Ísraelum ef sprengd yrði sprengja í Ísrael, Írak og Bandaríkjunum. Búast mætti við öngþveiti fyrst um sinn og gæti það ekki verið það sem Íranir og Sýrlendingar þyrftu til að ná markmiðum sínum.
Velti þessu bara fyrir mér, en ögranir Sýrlendinga gagnvart Ísrael ganga ekki upp nema þeir telji sig hafa eitthvað tromp á hendi.
Sýrlenski herinn styrktur og færður nær landamærunum við Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ástandið þarna svolítið öðruvísi, Bandaríkin eru að reyna að útvíkka stríðið í Írak og ráðast inn í Íran. Í dag rennur út fresturinn til að loka úranauðgunarverksmiðjum í Íran. Íranir óttast að ef þeir hafi ekki kjarnorkuvopn þá muni fara fyrir þeim eins og Írak. Þeir óttast líka að Bandaríkin eða Ísrael sprengi kjarnorkuuppbygginguna hjá þeim líkt og Ísraelar gerðu við Íraka á sínum tíma. Á sama tíma hafa Bandaríkjamenn stöðugt ögrað Írönum, þeir hafa hneppt diplómata frá þeim í varðhald, haft uppi háværar ásakanir um aðstoð Írana við Íraka og að Bandaríkjunum sé leifilegt að grípa til aðgerða til að stöðva slíka aðstoð og þann 15. feb kom önnur flugmóðurskips fylking á svæðið. Flugmóðurskips fylking samanstendur af flugmóðurskipi með öllu tilheirandi ásamt fjölmörgum öðrum skipum og kafbátum. Slík fylking er öflugasta hernaðareining í heiminum. Núna eru Bandaríkjamenn semsagt með tvær slíkar fylkingar í seilingarfjarlægð frá Íran og slíkt hefur ekki gerst síðan ráðist var á Írak. Það sem Íranir eru að gera með því að styðja Sýrland er að senda skilaboðin "ef þið ráðist á okkur þá verður það ekkert í líkingu við Írak, aðrar þjóðir munu skerast í leikinn og ráðist verður á Ísrael úr öllum áttum". Ísraelar munu ekki geta notað kjarnorkuvopn því Pakistanar hafa líka kjarnorkuvopn og þrátt fyrir að Pakistanar hafi aðstoðað Bandaríkin þá munu þeir ekki standa hjá aðgerðalausir ef Ísrael myndi varpa kjarnorkusprengjum á Íran eða Sýrland.
Það er þessvegna ekkert tromp í spilunum hjá Íran, þeir hafa enn ekki framleitt úran sem er hæft til orkuframleiðslu og því síður úran sem er hæft í kjarnorkuvopn, þeir eru í nauðvörn og vilja síst af öllu stríð.
Árið 2003 fóru fram umleitanir þar sem Íranir buðu bandaríkjamönnum frið, þeir myndu hjálpa við að lægja öldurnar í Írak og hætta stuðningi við skæruliða í Líbanon og Palestínu gegn því að Bandaríkin myndu hætta viðskiptaþvingunum. Bandaríkjamenn svöruðu ekki tilboðinu. Eftir það hefur ástandið í Miðausturlöndum og sérstaklega Írak farið hríð versnandi og allt stefnir í árás á Íran á þessu ári.
gummih (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:48
Ég er ekki viss um að Íranir hafi fóðrar Sýrlendinga á vopnabúnaði og þeir í kjölfarið haldið að Gólanhæðunum bara til að sýna Bandaríkjamönnum að aðrir muni fylkja sér um Írani ef á þá yrði ráðist. Íranir eru sjitar og megnið af miðausturlöndum eru sunni þannig að kærleikar eru ekki mjög miklir. Pakistanar eru reyndar með kjarnorkuvopn, en þeir munu ekki nota þau gegn Bandaríkjunum. Þeir hlupu undan stuðningi sínum við Talibani um leið og Bandaríkjamenn kröfðust þess. Pakistanir þurfa á Bandaríkjamönnum að halda ekki síður en Bandaríkjamenn þurfa á þeim að halda, jafnvel ívið meira. Ef Pakistanir ráðast á bandaríska hagsmuni, tala ekki um ef þeir beita kjarnorkuvopnum, þá er alveg öruggt að Bandaríkjamenn muni eyða Pakistan af kortinu með dyggum stuðningi Indverja, sem hafa beðið eftir að komast yfir Pakistan allt frá því landið var stofnað. Hagsmunir Pakistana er slíkir að þeir munu aldrei koma til aðstoðar Írönum.
Íranir eru að auðga úranium og spurningin er bara hversu langt eru þeir komnir. Sýrlendingar fara aldrei út í það að ögra Bandaríkjamönnum nema eitthvað komi til. Afstaða þeirra í kjölfar morðanna í Líbanon sýnir að þeir gera ekkert til að ögra Bandaríkjamönnum eða Ísrael eða gefa færi á sér.
Íranir vita að tími þeirra er að renna út og ég geri ráð fyrir að þeir meti það sem svo að sókn sé besta vörnin. Þetta er svona eins og með rottuna. Þegar hún er komin út í horn og kemst ekkert í burt, þá ræðst hún á andstæðinginn sama hversu stór hann er. Ekki það að ég sé að líkja Írönum eitthvað sérstaklega við rottur, heldur er það gjörningurinn. Þegar Íranir standa frammi fyrir því að á þá verði ráðist hvort eð er, er þá ekki allt eins gott að verða fyrri til. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig farið hefði fyrir Saddam, ef hann hefði ráðist á Bandaríkjamenn í Kuwait á meðan þeir voru að byggja upp innrásarherinn, í stað þess að bíða eftir innrásinni. Hefðu Bandaríkjamenn þá náð að safna nægjalegu liði, eða verið tilneyddir til að ráðast inn áður en þeir voru tilbúnir.
Jón Lárusson, 22.2.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.