Sama staða og fyrir hrun?

Það er verulega áhugavert þegar Gylfi segir:

Staða þjóðarbúsins í heild er furðu lík [stöðunni fyrir hrunið ... Hvort sem við horfum á skuldir þjóðarbúsins, vergar eða hreinar, eða eignastöðu hins opinbera, verga eða hreina. Í grundvallaratriðum eru hagtölur mjög nærri því sem þær voru fyrir hrun.

Það hefur sem sé ekkert breyst þennan tíma frá heitu októberdögunum 2008? Þetta hljómar svolítið eins og Dallas, Boby var ekki dáinn, Pamellu var bara að dreyma.

En ef þetta er rétt hjá Gylfa, sem ég reyndar get alveg leyft mér að trúa, þá spyr ég mig að stöðu heimilanna. Er staðan þar sú sama og áður?

Nei auðvitað ekki, það vita allir sem vilja vita að það er ekki sama staða. Hins vegar er það ljóst að það er búið að bjarga bönkunum, skuldastaða ríkissins er svipuð og hún var fyrir október 2008, þannig að það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að bjarga fólkinu.

Ég ætla ekki að mælast til þess að það verði strax hafist handa við að bjarga fólkinu í landinu, heldur krefst ég þess að það verði strax hafist handa við að bjarga fólkinu í landinu. Það er komið nóg af bulli og aðgerðarleysi, það þarf að fara út í að byggja upp þetta þjóðfélag núna.

Svo það sé alveg á hreinu, þá er það deginum ljósara (þrátt fyrir fullyrðingar fjármálamarkaðarins) að einstaklingar og þjóðfélagið í heild getur lifað án bankanna, en bankarnir lifa ekki án einstaklinganna. Þó það væri aðeins flóknara lífið án bankanna, þá er hægt að lifa án þeirra.

Ekkert samfélag er sterkara en einstaklingarnir sem byggja það. Með því að láta allt álagið bitna á einstaklingunum, þá er verið að veikja samfélagið og um leið koma í veg fyrir að við komumst upp úr þessum öldudal. Með því að styrkja einstaklingana, þá styrkist samfélagið og með sterkari samfélagi verður hægt að byggja upp sterkari framtíð.

Framtíðin liggur í einstaklingunum, ekki "kerfinu".


mbl.is Segir stöðu þolanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Algerlega sammála þér í þessum atriðum.

Vilhjálmur Árnason, 27.3.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Heyr, heyr ..."Framtíðin liggur í einstaklingunum, ekki "kerfinu"".

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 27.3.2010 kl. 13:13

3 Smámynd: Jón Lárusson

Þakka innlitið.

Það er aðeins ein leið til að byggja sterkt samfélag og það er með því að styrkja einstaklingana sem byggja það. Það er því alveg ótrúlegt hvernig staðið hefur varið að málum hingað til. Hitt er svo annað, að það er alltaf verið að tala um nýtt þetta og nýtt hitt, þegar svo reyndin er sú að við erum að endurvinna hið gamla.

Það er ekkert nýtt að gerast. "Nýja Ísland" er það gamla með "botox" varir, nýtt lúkk á gamlan skrokk.

Jón Lárusson, 29.3.2010 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband