Nýtt fjármálakerfi, nýr grunnur

Gylfi talar um gamla kerfið og nýja kerfið, þ.e. kerfið sem var rekið með ríkisbönkum og kerfið sem var rekið með einkabönkum. Gylfi flýtur hins vegar framhjá því augljósa, en það er sú staðreynd að bæði kerfin voru byggð á sama grunni og það er þessi grunnur sem er brotinn, ekki hvort bankarnir hafi verið ríkisreknir eða ekki.

Svo víkur hann að krónunni og að það þurfi að fá nýjan gjaldmiðil, eitthvað sem aðrir nota. Hins vegar sé ég ekki hvernig það á að hjálpa okkur, frekar en það hjálpar ekki Grikkjum að vera með euro núna.

Málið er einfallt. Gjaldmiðillinn hefur það hlutverk eitt að auðvelda OKKUR að skiptast á þeim verðmætum sem VIÐ framleiðum. Þess vegna er allt tal um að við notum gjaldmiðil sem miðast við annað hagkerfi, ekki okkur til hagsbóta.

Við verðum að líta til þess hvað peningurinn er í raun og veru, aðeins ávísun á verðmæti, en ekki verðmæti í sjálfu sér. Þegar við áttum okkur á þessu, og ekki síst þegar stjórnmálamenn átta sig á þessu, þá fyrst getum við farið að tala um nýtt kerfi.

Það er nefnilega alveg út í hött að ætla að tala um nýtt kerfi sem byggir á sama grunni og það nýfallna. Við verðum að horfa á alveg nýtt kerfi, annað er bara "skítamix".

Það þarf að setja upp hérna kerfi þar sem fjármagnið er ávísun á raunveruleg verðmæti, landsframleiðsluna og þá fyrst munum við geta horft jákvætt til framtíðarinnar.

Ég hef oft bent á hvað þarf að gera og vísa á bloggið mitt fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það. Einnig vísa ég á vef umbótahreyfingarinnar, en þar er þetta skýrt.


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mig er farið að gruna að Gylfi vilji bara halda í stólinn, Skattfylkingin er ábyggilega ánægð að heyra hann segja þetta. Ég held samt að Gylfi sé snjallari en svo að hann viti ekki betur.

Hann kennir einkavæðingunni um. Einkavæðingin leiddi ekki til þessa hruns. Hér gleymir Gylfi því sem gerðist erlendis. Hér eru margir í bönkunum sem sæta rannsókn og margt sem bendir til þess að bankarnir hér hafi verið reknir af mönnum sem skorti reynslu og vildu græða mjög hratt. Eg ég keyri fullur, er það þá bílum að kenna? Ef ég lendi í árekstri eigum við þá að banna bíla? Ef flugslys verður bönnum við þá alla flugumferð? Nei, við tökum á þeim þrjótum sem keyra fullir og rannsökum flugslys og reynum að læra af þeim. Svo heldur lífið árfram. Einkavæðingin er ekki sökudólgurinn heldur útlánastefna bankanna ásamt skammsýni almennings. Gylfi gleymir líka öllum þeim sem tóku lán án þess að geta með góðu móti greitt af þeim. Er það einkavæðingunni að kenna? Nei!! Gylfi gleymir líka alveg að nefna þátt fjármálaeftirlitsins en það lét Baug kúska sig til skv. nýlegum fréttum.

Evran er ekki góður gjaldmiðill fyrir okkur. Heldur einhver að ferðaþjónustan hefði átt jafn gott sumar og raun bar í fyrra ef við hefðum haft evru? Þetta er bara lítið dæmi. Grikkjir yrðu ekki lengi upp úr kreppunni ef þeir hefðu drögmuna sína ennþá. Evran hefur líka farið illa með Finna. Útflutningur þeirra hefur dregist verulega saman frá byrjun árs 2009 og það má þakka evrunni þar sem hún er svo sterk.

Jon (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 19:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Kíki alltaf reglulega mér til ánægju.  Ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir góða grein í Morgunblaðinu, þörf orð sem mun vonandi smán saman sýjast  inn í þjóðarsálina.

En það er ótrúlegt hvað einfaldir hlutir eru gerðir flóknir.  Gömlu mennirnir vissu að það þyrfti að veiða fiskinn fyrst áður hann var étinn.  Og þeir vissu líka að eftir aflaleysisár, kom alltaf aftur fiskur.  Og þeir vissu líka að ef þeir misstu bátinn sinn þá var ekki róið þegar öll mið fylltust af fiski.  Og þetta vissu bankastjórarnir líka, allavega hér á Neskaupstað.  Útgerðarmennirnir héldu bátum sínum þó þeir fiskuðu heilu vertíðarnar varla fyrir steinolíunni, hvað þá annað.  Og hluturinn dugði ekki fyrir jakkafötum, eftir þriggja mánaða úthald.

Svo kom fiskur og stríðið, og gamli flotinn réri og réri, og sigldi til Bretlands.  Á þremur árum náðum menn til að borga upp tap undangenginna ára, og endurnýja flotann.  

Þetta er kjarni heilbrigðs efnahagslífs, að afla fyrst og éta svo.  Og halda í framleiðslutækin út í rauðann dauðann sama hversu kreppan er djúp.  Það birtir alltaf upp um síðir.

Og ef menn vilja ekki krónuna, þá má alltaf taka upp vaðmál.  Mér skilst að það sé ennþá til vefstóll á Þjóðminjasafninu.

Flóknara er dæmið ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Jón Lárusson

Blessaður nafni, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér og að Gylfi sé snjallari en hann hljómar í fréttunum. En ef svo er, þá held ég að það sé tími til kominn að nýta þá snilli eitthvað.

Ég held að við þurfum ekki að leita sökudólganna, við vitum hverjir það eru. Við eigum að hætta að lifa í fortíðinni og byrja að byggja upp hér mannsæmandi samfélag á okkar forsendum. Auðvitað eigum við ekki að láta þessa einstaklinga komast upp með þetta, en við eigum bara að taka okkur góðan tíma í að fá smáatriðin á hreint. Við þekkjum aðal atriðin.

Hins vegar er kerfið okkar orðið sýrt af þessum mönnum og það þarf að taka þar til. Þeir hafa komist upp með allt of mikið, en dómskerfið virðist ekki geta, þora eða vilja rugga bátnum. Valdastoðirnar vinna allar við að lágmarka skaða þessara aðila, allt á kostnað almennings. Á endan um eitthvað láta undan og þá er spurning hvernig við vinnum okkur út úr því.

Jón Lárusson, 25.3.2010 kl. 23:00

4 Smámynd: Jón Lárusson

Sæll Ómar og takk fyrir kveðjuna, alltaf gaman að heyra frá þér.

Það er alveg rétt hjá þér, það er ótrúlegt hvað sumum er erfitt að skilja einfalda hluti. En maður lifir samt í voninni að almennt verði farið að vinna út frá þessum gömlu sannindum, að verðmætin liggja í framleiðslunni og samfélaginu sjálfu, en ekki pappír eða tölum á skjá.

Málið er bara að halda sér í vissunni um að þetta muni breytast til batnaðar, en þá er trú mín að við munum átta okkur á því sem skiptir máli, þjóðinni til heilla.

Jón Lárusson, 25.3.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband