Yes, Minister

Mér hefur oft verið hugsað til þess, en tel það nú nauðsyn. Íslenskir ráðamenn og aðstoðarfólk þeirra verða að gera svo vel að horfa á "Yes, minister þættina bresku.

Í einum þættinum verður ráðuneytisstjóranum Humphrey á að segja einhverja vitleysu við útvarpsmann í hljóðveri. Humphrey hélt að upptökunni hefði verið hætt, en í kjölfarið var honum sagt "there is no such thing as a dead mic". Einar hefði átt að vera búinn að horfa á þennan þátt, þá hefði hann ekki hagað sér eins og einhver dómdags asni og talað við blaðamann eins og hann væri einhver Jónas á torginu.

Ríkisstjórnin og handlangarar hennar verða að fara að átta sig á því að þau geta ekki sagt bara hvað sem er og síðan haldið fram einhverri vitleysu þegar þau átta sig á áhrifum bullsins í sér. Allt sem þetta fólk segir er tekið sem opinber yfirlýsing og þegar þau svo eru að vitna í einhverjar sögusagnir á Íslandi, þá er það tekið sem staðfesting á þessum sögusögnum.

Ef þetta fólk hefur ekki betra hráefni á milli eyrnanna, þá er kominn tími til að það skakklappist heim, því skaðinn sem það veldur þjóðinni er gífurlegur. Ekki nema furða að við fáum þessar trakteringar frá alþjóðaelítunni. Hún hlýtur að líta á okkur sem samansafn fávita.


mbl.is „Algjörlega út í hött“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

http://www.youtube.com/watch?v=Q_kO7poR_Ps

Algjörlega sammála!

Óskar Arnórsson, 24.1.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Einar Karl Haraldsson er engin byrjandi í vitleysunni. Hann er löngu útskrifaður eins og hægt er að sjá um allt Netið. Hérna er fjallað um klúður hans varðandi þjóðaratkvæðið: Icesave-stjórnin segist tilbúin að svíkja um þjóðaratkvæði ! 

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 00:01

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir voru dásamlegir, einnig "Yes Prime Minister".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 03:59

4 Smámynd: Jón Lárusson

Þessir þættir eru einfaldlega einhver sú besta lýsing á opinberu stjórnarfari hagsmunasamfélaga, sem hægt er að finna. Þeir sýna kjarnan af vandamálunum. Almenningur er það síðasta sem þeir hafa áhuga á að þjóna.

Jón Lárusson, 25.1.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband