8.1.2010 | 15:46
Afhverju
Ég mun kjósa gegn lagasetningunni, verði okkur boðið að kjósa um hana. Afhverju? Jú, það er einfaldlega þannig að við eigum að standa við skuldbindingar okkar, en það munum við aldrei geta samþykkjum við þessi lög, byggð á þessum samningi. Það getur ekki verið Bretum og Hollendingum í hag að þvinga okkur til að greiða þannig að við lifum það ekki af, þ.e.a.s. ef markmið þeirra er að fá peninginn aftur. Hafi kröfur þeirra annan tilgang, þá getur vel verið að það henti þeim að eyðileggja lífsmöguleikana hér.
Hvort við eigum að borga eða ekki, er svo önnur spurning sem vert er að hafa í huga. Vissulega eigum við að standa við skuldbindingar okkar, en við eigum ekki að greiða eitthvað sem okkur ber ekki að greiða. Það er vafi á því hvað og jafnvel hvort við eigum yfir höfuð að borga. Þeir einu sem ekki sjá neinn vafa eru Samfylkingar og ESB sinnar sem vilja bara borga sig inn í sambandsríkið.
Auðvitað vitum við ekki hvað bíður okkur ef við samþykkjum ekki lögin og óttinn varðandi það kannski skiljanlegur. Hins vegar vitum við hvað gerist ef við samþykkjum pakkann. Það verður ekki búandi á landinu. Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur birting þess sem framundan er.
Þegar við kjósum verðum við að velta því fyrir okkur hvort við séum tilbúin að samþykkja eitthvað sem við getum ekki staðið við, því þá fyrst er hægt að ásaka okkur um að standa ekki við skuldbindingar okkar.
Íslandi ber ekki að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst sjónarmið þitt mjög skiljanlegt.
Vandinn er þá að greina hverjar skuldbindingarnar okkar raunverulega eru, og svo að skrapa saman peninga til að borrga skuldbindingabrúsann.
Ef efst á lista er að standa við skuldbindingar verður það að kosta það sem það kostar hvort sem þá verður "búandi" í landinu eða ekki eða að reyna að semja við "kröfuhafana"
Agla, 8.1.2010 kl. 17:13
Flott færsla hjá þér frændi :)
Margrét (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 19:56
Svo er spurningin: Hverjar eru skuldbindingar okkar? Getur þú nefnt þær svona í framhjáhlaupi? Mér er það algerlega hulið.
Ég mun segja nei og það til að stöðva þetta sjálfsmorðsferli í von um að menn komi niður á jörðina og semji eins og lög bjóða og skyldur segja til um ellegar sendi málið til óháðra dómstóla. Við getum ekki tekið á okkur þessar klyfjar án þess að okkur beri skylda til og engin getur látið bjóða sér að setjast að samningum undir hótunum og þvingunum, eins og við höfum gert. Þetta mál er alþjóðlegt hneyksli, sem jaðrar við þjóðarmorði.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 21:41
Takk frænka :)
Jón Lárusson, 8.1.2010 kl. 22:34
Það er eðlilegt að fólk standi við skuldbindingar sínar. En eins og þið nefnið, þá er þetta náttúrulega spurningin hverjar eru skuldbindingarnar. Þær geta ekki verið tilkomnar vegna þess að kröfuhafinn segir af því bara.
Það er ekki á hreinu hvort og þá hvað við eigum að borga. Þessu er ekki bara haldið fram af einhverjum "vil ekki borga" Íslendingum, heldur eru búnir að fjalla um þetta einstaklingar af ýmsum þjóðernum og með fjölbreittan bakgrunn. Við getum ekki litið fram hjá því og þetta verður að komast á hreint. Hótanir Breta og Hollendinga breita engu til um það.
Það getur enginn sagt til um það núna hverjar skuldbindingar okkar eru nákvæmlega. Hins vegar er það alveg á hreinu að samþykkjum við þetta frumvarp, þá höfum við tekist á hendur skuldbindingar sem ekki verða hraktar. Ef við svo lítum til þess að það er ekki mögulegt fyrir okkur sem þjóð að standa undir þessum skuldbindingum, þá hlýtur samþykkt frumvarpsins að fela í sér lýgi af okkar hálfu. Við getum ekki samþykkt frumvarpið og haldið því fram um leið að við munum standa við skuldbindingar okkar, þar sem við getum ekki borgað samkvæmt kröfunum sem fylgja frumvarpinu. Þetta er ekki flóknara en það.
Jón Lárusson, 8.1.2010 kl. 22:44
Ekki nóg með að það sé óljóst hvort okkur beri að borga þetta heldur eru vaxtakjörin slakari en á meðal bílasamningi sem stendur almenningi til boða. Ég skil bara ekki hvernig þessi samningur hefur komist þetta langt en það eina sem ríkisstjórnin hefur áorkað með að troða honum þetta langt er að gefa Ólafi Ragnari nýtt líf í forsetaembættinu.
Pétur Harðarson, 9.1.2010 kl. 02:32
Ég verð alltaf jafn undrandi á fólki sem telur það skyldu sína að ábyrgjast skuldir Björgólfs Thor á sama tíma og hann sér enga ástæðu til þess að taka á sig neinar birgðar til þess að leiðrétta þann stóra skapa sem hann hefur valdið fólki.
Mín fyrsta skilda er að verja börn mín og komandi kynslóðir gegn þeirri fáránlegu sefjun sem margir Íslendingar virðast hafa gengist undir en það er að einstaklingar sem höfðu akkúrat ekkert með þessa reikninga að gera beri einhverja ábyrgð á þessu klúðri.
Hugmyndin um það að fjármálaeftirlitið á Íslandi sem telur 40 manns og er kostað af íslenskum skattgreiðendum hafi borið skylda til að halda uppi eftirliti á svæði sem telur tugi milljóna einstaklinga er absúrd. Sem kerfi þá gekk fyrirkomulag ESB ekki upp og þar liggur ábyrgðin hjá löggjafanum í Brussel.
Ég mun því hafna lögunum frá 30. des og vona að sem flestir taki þátt í því með mér að verja börnin okkar fyrir kúgun Breta, Hollendinga og íslenskra stjórnmálamanna sem hafa svikið þjóðin með hræðslu sinni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2010 kl. 02:49
Þetta er ótrúlega góður punktur hjá Jóni, að til þess að geta staðið við skuldbindingarnar verðum við að hafna samningnum og fá tækifæri til að gera nýjan sem er eins sanngjarn og hægt er fyrir alla sem að málinu koma en það eru fleiri en íslensk stjórnvöld sem bera þar sök, það eru bresk og hollensk stjórnvöld, ESB og ekki síður þeir aðilar sem lögðu inná reikninginn, þeir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að til að fá þá ávöxtun sem raun bar vitni, hlyti að fylgja því einhver áhætta. Alvarlegasta í þessu er þó það sem Jakobína bendir á og það er hvernig sumir stjórnmálamenn hafa í raun svikið þjóð sína með hræðsluáróðri. Maður veltir fyrir sér voru menn að vinna að hagsmunum íslendinga þessa 15 mánuði sem eru liðnir frá því málið kom upp, ég leyfi mér að stórefast um það.
Margrét (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 09:05
Okkar fyrsta skylda er til barna okkar og framtíðar þeirra. Við getum ekki meðvitað sent þau í þrælabúðir bara vegna þess að við vitum ekki hvað gerist ef þau verða ekki send þangað. Við getum ekki lifað sem þjóð með þessum samningi og því getur ástandið varla versnað.
Hugrekkið er ekki fólgið í því að fara "öruggu" leiðina og láta troða sér um fætur. Hugrekkið er fólgið í því að standa upp og segja hingað og ekki lengra, ég tek slaginn í trú á betri framtíð.
Það er að koma betur og betur í ljós að við eigum fullt af stuðningi erlendis, en við verðum að koma okkur á framfæri til að hann birtist. Hin íslenska ríkisstjórn Bretlands og Hollands, hefur hins vegar kosið að halda okkar málstað frá hinum almenna borgara erlendis, til að styggja ekki þrælapískarana.
Ég veit ekki hvort maður á að kalla ríkisstjórnina landráðafólk. En hvað á maður að kalla ráðamenn sem gera allt til að þjónast hagsmunum erlendra ríkja gegn hagsmunum þegnanna, af ótta við að fá ekki að ganga í ríkjasamband sem vinnur leint og ljóst að því að draga úr sjálfstæði aðildarlandanna?
Nú ríður á að standa saman og sýna ráðamönnum og heiminum öllum, að á Íslandi tekur fólk afstöðu með hagsmunum sínum og lætur ekki kúga sig til þrældóms.
Jón Lárusson, 9.1.2010 kl. 10:41
Nákvæmlega Jón.
Margrét (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.