20.10.2009 | 19:11
Skútan sekkur, hver er sjálfum sér næstur
Í neyð hefur alltaf verið litið til þeirra gjöfugu sem fórna sér fyrir hópinn. Við Íslendingar stöndum núna frammi fyrir því að verið er að keyra þetta þjóðfélag niður í algera eymd og volæði, lufsuhátt og þrælslund. En samt gerist ekkert, ekki neitt. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hver sé ástæða þessarar sjálfhverfu hugsunar sem virðist loða við samfélagið, þar sem hin gjöfuga hugsun hefur horfið fyrir frasann " skipið sekkur, hver er sjálfum sér næstur".
Það er að vissu leiti skiljanlegt, hvernig fólk hefur bara dregið sig í skel og virðist ekki hafa hug á að bjarga öðru en eigin skinni. Því hefur einfaldlega verið gert ljóst að það sé það eina sem því standi til boða.
Síðasliðnn vetur stóð þjóðin í stórræðum. Fólkið gerði byltingu, eða það hélt það að minnsta kosti. Því miður var þessi "bylting" ekkert annað en valdarán núverandi stjórnarflokka, þar sem almenningur var misnotaður í pólitísku valdaspili. Ekkert breyttist nema nafnið á skrifstofuhurðinni í forsætisráðuneytinu. Ný svín voru kominn í eplakörfuna. Almenningur stendur hins vegar eftir og veltir fyrir sér hvers vegna allt þetta vesen. Það sem við því blasir, er að ríkisstjórnin er ekki að vinna fyrir það, heldur þvert á móti er að koma því í enn meiri skít en fyrir var. Almenningur sér ekkert val og því enga ástæðu til að rísa upp. Það er því ósköp eðlilegt að það hugsi bara um sig og sína.
Það er hins vegar farið að hitna undir þeim sem völdin tóku, og þó ekki hafi þótt ástæða til að fordæma árásir á fjölskyldur blórabögglanna, þá þykir nú komið nóg. Jóhanna og Steingrímur Joð, verða að átta sig á því að kornin sem sáð voru síðastliðinn vetur, eru farin að spíra og ekki endilega að upp komi eintómar róðar rósir. Hatrið og illúðin sem sáð var er farin að snúast gegn þeim sjálfum. Sú óöld sem mun rísa næst verður hins vegar ekki stjórnað af neinum flokkum, hún verður stjórnlaus og það er það hættulega. Hún mun óhjákvæmilega beinast gegn saklausum einstaklingum, en það er svo ástæðan fyrir því að fólk hugsar bara um sig sjálft, tryggja sína tilvist. Ekki er hægt að stóla á ríkisstjórnina.
Það kaldhæðnislega er þó að þær lausnir sem hlustað er á í dag, eru ekki lausnir, heldur bara hluti af darraðadans þess kerfis sem við búum við og er orsökin fyrir öllu þessu bulli. Raddirnar sem hafa lausnina ná ekki eyrum þeirra sem geta miðlað þeim og því mun ekkert gerast. Við munum halda ótrauð áfram til örbyrðgarinnar og eymdarinnar. Ef þeir sem með völdin fara, halda að það sé til láns að sækja til þeirra sem berja okkur sem harðast, þá eru þeir virkilega keyrðir áfram af fáfræði og heimsku, eða eins og segir í myndinni "stupid is what stupid does". Við getum gleymt því að hér muni nokkuð samfélag blómstra næstu áratugina, jafnvel árhundruðin.
En ef fólki finnst þetta vera tóm neikvæðni og að ég ætti að lesa smá Pollýönnu, þá vil ég benda á að ég er í eðli mínu mjög jákvæður persónuleiki. Það sem ég bendi á, mun að mínu viti gerast, höldum við áfram á þessari braut. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar að þetta sé óumflýjanlegt og óbreytanlegt. Málið er að framtíðin getur mjög auðveldlega orðið allt önnur og mun betri. Kerfið er hrunið og því tilvalið að breyta til núna. Núna er rétti tíminn til að breyta kerfinu.
Hins vegar virðist mér sem ég hafi ekki tekið hlutna í réttri röð. Við þurfum tvennskonar breytingar. Við þurfum breytt kerfi, þar sem við lítum til eignar og samfélagsauðsins, en ekki til skuldar og sjálfhverfrar hugsunar. Hin breytingin er svo það sem tengist hinni sjálfhverfu hugsun, það er nefnilega hugarfarsbreytingin sem þarf til svo við getum haldið áfram. Ég hafði gert mér vonir um að við gætum nýtt okkur tækifærið með kollvarpi kerfisins og þannig risið upp og í kjölfarið kæmi ný hugsun sem hæfði nýju kerfi. Það er hins vegar rangt hjá mér að halda það, hugarfarsbreytingin verður að koma fyrst.
Ég hef bent á þá breytingu sem þarf til vegna kerfisins og mun áfram benda á hana, en ég mun hins vegar leggja aftur meiri áherslu á að breyta hugarfari þeirra sem ég umgengst, bæði oft sem sjaldan. Dropinn holar steininn og þó ég komi ekki til með að ná þessari breytingu í eigin líf, þá vona ég að hún komi til með að verða í líf barna minna. Ég vil bara vísa á síðuna mína www.rikidaemi.is, en þar hef ég verið að miðla þessum hugmyndum. Ég mun leggja meiri áherslu á að uppfæra hana núna næstu daga og viðhalda henni ferskri í þeirri hugsun sem þar ríkir, en ég trúi því að hún muni leiða okkur rétta leið.
Ég trúi því staðfastlega að við stjórnum okkar tilveru sjálf. Við getum, og eigum í raun að miðla frá okkur í aukningu til handa öllum og með því munum við auðgast sjálf. Það ríkidæmi sem því fylgir er hins vegar ríkidæmi sem byggir sig upp sjálft, en er ekki sjálfeyðandi eins og sú veruleikafirring sem við höfum tileinkað okkur. Ríkidæmið liggur ekki í krónum og aurum, euroum eða dollurum, það liggur í okkur sjálfur
Hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu ofmetið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef eytt tíma í að lesa nokkur af bloggunum þínum og gefst hér með upp. Annað eins svartagallsraus hef ég aldrei lesið og á vonandi ekki eftir að lesa. Ertu ekki með magasár og allskyns streitutengda sjúkdóma? Þarft ekki að svara. Bara mínar hugrenningar og rökrétt niðurstaða eftir að lesa þig. Megi góður kraftur vera með þér.
Reynir K. Hansson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:16
Ég þakka þér Reynir fyrir að leggja það á þig að lesa bloggið mitt. Ég vil nú samt svara þér þessu með magasárin og steitutengdu sjúkdómana. Hvorugt þessa hrjáir mig, enda þannig þenkjandi að ég læt þetta ekki hrjá mig um of. Það er einu sinni þannig að maður getur litið til þess að illa gangi, en það er ekki þar með sagt að ekki megi snúa við þeirri þróun. Hins vegar verður sá viðsnúningur ekki nema eitthvað sér gert. Ég hef reynt að benda á það og ef þú telur að það sé svartagallsraus, þá er það bara svo. En ég tel vert að átta sig á því hvert er stefnt, en með þeirri trú að maður hafi sjálfur stjórn á því hvernig fari fyrir manni sjálfum. Hins vegar gerist ekkert af sjálfu sér. Maður verður að vinna að því sem maður vill.
Þjóðin er vissulega á ákveðinni leið, en einstaklingarnir verða sjálfir að líta til þess að halda sínu, annað hvort með sértækum aðgerðum eða almennum aðgerðum sem þjóna samfélaginu í heild. Ég hef bent á leiðir sem ég tel þjóna samfélaginu í heild, en viðurkenni samt að fólk skuli vera farið að líta meira í eigin barm.
Þakka þér annars óskina um góðan kraft, enda er ég þeirrar trúar að mér fylgi slíkur.
Jón Lárusson, 20.10.2009 kl. 21:46
Reynir, þú festir ekki fingur á neinum málefnum hérna en notar bara ómerkilegt tilfinningaklám og innihaldslausa auglýsingafrasa.
Baldur Fjölnisson, 20.10.2009 kl. 21:53
Jón það sem verst er og venst ekki, er að fjölmiðlamenn hunsa algerlega þá sem vit hafa á, hvað er að gerast og þekkja stíga sem leiða til framfara.
Fjölmiðlarnir eru líkt og meðvirkir alkar og rýna ekkert heldur æla bullinu yfir alþjóð.
Dæmin eru óteljandi bara mis alvarleg.
Nú munu fjöldi fjölskyldna brotna á skerjum ofurálaga banka og okur umsýslugjöldum löggagengja þeirra.
Þegar fjölskyldufaðir stendur frammi fyrir því,að geta ekki útvegað sinni fjölskyldu íverustað, brotnar eitthvað inni í honum, örþrifar´´aðin eru þá ekki langt undan.
Sáttmálinn hefur þegar verið rifin af ,,kröfuhöfum" og þeim sem fóru gagngert gegn gengi Krónu okkar og grunni Vísitölu svo sem ljóst er,a ð gert var í stórum stíl.
ÞEssum stofnunum og fyrirtækjum VERÐUR að refsa og færa til baka höfuðstæola og afhenda fyrri eigendum þær eignir sem af þeim hefur verið teknar.
Þetta er jafnvel enn svívirðilegra en þegar þjóðinni var sendur reikningurinn fyrir Skuttogurunum þ.e. erlendum skuldum útgerða sem fengu stóru lánin. Þa´var verðbólgunni slakað upp í svona 130% yfir nægjanlega langt tímabil, þannig að höfuðstólar verðtryggðara lána hækkuðu nægjanlega til að bankarnir eignuðust nægt ,,eigið fé" til að standa lántökur erlendis frá. Misgegnishópurinn hjá Ögmundi myndaðist þá.
Kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 21.10.2009 kl. 11:49
Sælir,
Ég verð nú bara að segja það að íslenska þjóðfélagið gleypti öllu því sem sagt var við það síðustu 13 árin, góð myndlíking við því er hin ágæta bók Animal farm þar sem Dabbi stjórnaði okkur eins og stengjabrúðum.
Persónulega var ég búinn að spá þessu hruni fyrir 3 árum síðan en þó bjóst ég ekki við svona svakalegri rúllettu. Ég er þakklátur fyrir það að hafa ekki keypt mér 2 bíla að verðmæti 4 milljónir og húsnæðislán upp á aðeins 30 milljónir.
En er eitthvað hægt að gera í þessu í dag? Er ríkisstjórnin ekki á bláþræði með það að það verði stjórnarkreppa hér á landi og hvað gerist þá? Annað en það muni taka mánuði að afgreiða einföld mál. Hvað getur þjóðinn annað gert en að kaupa sér eitthvað deyfandi fyrir sársaukanum sem er framundan. Við kusum að vera blind en hefur einhver þor í það opna augun og ef það vildi svo til að við mundum opna augun með mótmælum er eitthvað betra í boði!?
Mitt mat er einfaldlega "Helvítis Fokking Fokk"!
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:52
"Ný svín voru kominn í eplakörfuna"
Nákvæmlega Jón L. og takk fyrir góða grein.
SeeingRed, 21.10.2009 kl. 18:49
Bjarni, ég er sammála þér að það er hætta á að einstaklingar, sem í raun hafa ekkert rangt gert, eru settir út í horn muni grípa til örþrifaráða. Ég persónulega er á móti eignaspjöllum, en þegar mér var bent á að það væri í gangi ríkisrekinn eyðilegging á eignum fólks, þá er að vissuleiti skiljanlegt að þolendurnir vilji launa líkt. Ef við missum ástandið út í slík viðbrögð, þá er hins vegar mjög erfitt að snúa því til baka og því verður ríkisstjórnin að hefja raunverulega vinnu til hagsbóta fyrir almenning.
Jón J., það er ekki erfitt að spá fyrir um niðursveiflu í þessu kerfi þegar maður er að upplifa uppsveiflu. Kerfið er einfaldlega þannig uppbyggt að það hrynur alltaf með reglulegu millibili. Ef við ætlum að "laga" ástandið núna með því að viðhalda núverandi kerfi, þá komum við til með að standa í þessum sömu sporum eftir einhver 15 til 20 ár. Ekki það að ég sé svartsýnn, heldur er þetta bara raunveruleikinn sem við höfum skapað okkur með því að velja okkur þetta kerfi. Það sama á við um framtíðina sem ég bendi á í þessum og reyndar fleiri póstum. Ef við höldum áfram á sömu braut, þá erum við bara í djúpum s. Það er hins vegar ekki svo að þetta sé eitthvað sem er meittlað í stein. Það er ekkert mál að skapa hér samfélag sem byggir á hagsæld og velmegun sem ekki hangir á bláþræði á tuttugu ára fresti eða svo. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera breytingar á kerfinu og því hugarfari sem við búum við. Ég veit að við getum það, en almenningur verður að trúa því að hann geti það. Breytingar verða að eiga sér stað og það erum við og engir aðrir sem geta komið þeim breytingum á. Það er okkar að standa í þessu. Ef við ætlum öðrum að "redda" þessu fyrir okkur og við bara að bíða á meðan, þá er mat þitt í lok athugasemdarinnar eflaust rétt. Það er hins vegar til val og ég hef bent á það núna síðustu mánuði. Við getum verið komin út úr þessu bulli á innan við 12 mánuðum ef við tökum upp verkið. Við verðum bara að taka upp verkið.
SeeingRed, þakka þér, og reyndar öllum hinum, fyrir athugasemdirnar.
Að okkur er sótt af öflum sem vilja okkur ekki vel. Það er ekki svo að við þurfum að láta undan þeim og skapa okkur framtíð án framtíðar, svo að segja. Við höfum allt til að bera og getum auðveldlega skapað okkur þá framtíð sem við viljum. Við þurfum bara að hrista af okkur þessa sektarkennd og undirlægjusemi sem verið er að þröngva uppá okkur. Við almenningur höfum ekkert gert sem ætti að vekja hjá okkur sektarkennd. Ef bróðir þinn er fífl, þá er það ekki þitt vandamál og ef einhver á í viðskiptum við hann, þá er það heldur ekki þitt vandamál. Við almenningur erum fórnarlömb í þessu, ekki gerendur. Við verðum að rífa okkur upp og byrja að vinna að þeirri framtíð sem við viljum. Við verðum að hætta ásökunum og neikvæðninni og átta okkur á því að það er allt fullt af lausnum þarna úti. Við verðum bara að vera tilbúin að sjá þær.
Ég hef bent á það hvað ég tel muni gerast höldum við á sömu braut, en því er hægt að breyta og við verðum að breyta því. Verkið er okkar og okkar einna.
Jón Lárusson, 22.10.2009 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.